Læti eftir leik á Wimbledon mótinu: „Þú veist að hún er að ljúga“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2021 10:31 Hin ástralska Ajla Tomljanovic komst áfram á Wimbledon mótinu eftir sigur á Jelena Ostapenko frá Lettlandi. AP/Alberto Pezzali Ástralinn Ajla Tomljanovic er komin áfram í fjórðu umferð á Wimbledon mótinu í tennis en leikur hennar í þriðju umferðinni komst í fréttirnar eftir rifrildi milli hennar og mótherjans, Jelenu Ostapenko frá Lettlandi. Tomljanovic byrjaði leikinn ekki vel og Ostapenko vann fyrsta settið 4-6. Hún tryggði sér aftur á móti sigur og sæti í næstu umferð með því að vinna næstu tvö sett 6-4 og 6-2. Leiðindin á milli Tomljanovic og Ostapenko byrjuðu fyrir alvöru í síðasta settinu þegar Ostapenko tók sér meiðslaleikhlé í stöðunni 4-0 fyrir Tomljanovic. Ajla Tomljanovic and Jelena Ostapenko traded insults in front of the umpire at the end of their third-round match #bbctennis #Wimbledon— BBC Sport (@BBCSport) July 4, 2021 Tomljanovic var mjög ósátt með það og taldi mótherja sinn vera að gera sér upp meiðsli til að leita ráða hjá þjálfara sínum. Fram að því var ekki hægt að sjá að sú lettneska væri að glíma við einhver meiðsli. Tomljanovic reiddist þegar Ostapenko fékk að taka leikhléið. „Þú veist að hún er að ljúga, við vitum það öll,“ sagði hún við dómara leiksins. Dómarinn svaraði með því að Ostapenko ætti rétt á því að leita sér lækninga í búningsklefanum. Ostapenko tók sér líka langan tíma og lengri tíma en hún mátti. Allt í einu stoppaði klukkan og Tomljanovic spurði af hverju. Ostapenko lét loksins sjá sig en tókst ekki að stoppa Tomljanovic sem vann settið 6-2 og þar með leikinn. 'You're the WORST player on the tour'Jelena Ostapenko rages at Ajla Tomljanovic after losing third round match at Wimbledonhttps://t.co/TjUaJmbgEQ— MailOnline Sport (@MailSport) July 4, 2021 Eftir leikinn var enn meiri dramatík. Ostapenko þakkaði ekki strax fyrir leikinn heldur fór að ganga frá sínu dóti. Tomljanovic þakkaði áhorfendunum fyrir á meðan. Ostapenko kom loksins að netinu og þakkaði fyrir leikinn en skaut þá um leið á Tomljanovic. „Framkoma þín er hræðileg, hræðileg,“ sagði Jelena Ostapenko „Segir hver,“ svaraði Ajla Tomljanovic. „Þú sýnir enga virðingu,“ sagði Ostapenko og hélt því síðan fram að Tomljanovic væri versti leikmaðurinn á mótaröðinni. Ostapenko sagði eftir leikinn að ef hún hefði verið bara fimmtíu prósent heil þá hefði hún unnið þá áströlsku. „Að mínu mati þá sýndi hún mér mikla vanvirðingu því allir geta meiðst í þessari íþrótt sem og í öllum öðrum. Hvernig hetur hún kallað mig lygara þegar hún veit ekkert hvað er í gangi? Kannski voru þetta eldri meiðsli. Kannski var þetta ekki nýr sársauki,“ sagði Ostapenko og hélt áfram: „Þú getur ekki sagt þetta. Ekki fyrir framan alla, að kalla mig lygara. Þetta er ekki sæmandi. Þessa vegna kallaði ég hana slæman leikmann vegna þessarar framkomu. Þó þú sért að vinna þá getur ekki gert allt sem þú vilt,“ sagði Ostapenko. Tomljanovic svaraði þessu: „Hún getur haldið því fram að hún hafi verið meidd en ég held að hún hafi ekki verið meidd. Það var ekkert að henni allan leikinn en þegar hún er lent 4-0 undir þá kallar hún leikhlé. Ég hef spilað við marga leikmenn og ég veit hvenær þær eru meiddar og hvenær ekki,“ sagði Tomljanovic. „Ofan á allt saman þá ásakar hún mig um virðingarleysi í lok leiksins. Þetta er bara hlægilegt. Þetta er skammarleg framkomu af leikmanni sem hefur unnið risamót. Krakkar horfa á hana og sjá þetta,“ sagði Tomljanovic. Hún baðst þó afsökunar ef það sé rétt að andstæðingur hennar hafi verið meidd. Tennis Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sjá meira
Tomljanovic byrjaði leikinn ekki vel og Ostapenko vann fyrsta settið 4-6. Hún tryggði sér aftur á móti sigur og sæti í næstu umferð með því að vinna næstu tvö sett 6-4 og 6-2. Leiðindin á milli Tomljanovic og Ostapenko byrjuðu fyrir alvöru í síðasta settinu þegar Ostapenko tók sér meiðslaleikhlé í stöðunni 4-0 fyrir Tomljanovic. Ajla Tomljanovic and Jelena Ostapenko traded insults in front of the umpire at the end of their third-round match #bbctennis #Wimbledon— BBC Sport (@BBCSport) July 4, 2021 Tomljanovic var mjög ósátt með það og taldi mótherja sinn vera að gera sér upp meiðsli til að leita ráða hjá þjálfara sínum. Fram að því var ekki hægt að sjá að sú lettneska væri að glíma við einhver meiðsli. Tomljanovic reiddist þegar Ostapenko fékk að taka leikhléið. „Þú veist að hún er að ljúga, við vitum það öll,“ sagði hún við dómara leiksins. Dómarinn svaraði með því að Ostapenko ætti rétt á því að leita sér lækninga í búningsklefanum. Ostapenko tók sér líka langan tíma og lengri tíma en hún mátti. Allt í einu stoppaði klukkan og Tomljanovic spurði af hverju. Ostapenko lét loksins sjá sig en tókst ekki að stoppa Tomljanovic sem vann settið 6-2 og þar með leikinn. 'You're the WORST player on the tour'Jelena Ostapenko rages at Ajla Tomljanovic after losing third round match at Wimbledonhttps://t.co/TjUaJmbgEQ— MailOnline Sport (@MailSport) July 4, 2021 Eftir leikinn var enn meiri dramatík. Ostapenko þakkaði ekki strax fyrir leikinn heldur fór að ganga frá sínu dóti. Tomljanovic þakkaði áhorfendunum fyrir á meðan. Ostapenko kom loksins að netinu og þakkaði fyrir leikinn en skaut þá um leið á Tomljanovic. „Framkoma þín er hræðileg, hræðileg,“ sagði Jelena Ostapenko „Segir hver,“ svaraði Ajla Tomljanovic. „Þú sýnir enga virðingu,“ sagði Ostapenko og hélt því síðan fram að Tomljanovic væri versti leikmaðurinn á mótaröðinni. Ostapenko sagði eftir leikinn að ef hún hefði verið bara fimmtíu prósent heil þá hefði hún unnið þá áströlsku. „Að mínu mati þá sýndi hún mér mikla vanvirðingu því allir geta meiðst í þessari íþrótt sem og í öllum öðrum. Hvernig hetur hún kallað mig lygara þegar hún veit ekkert hvað er í gangi? Kannski voru þetta eldri meiðsli. Kannski var þetta ekki nýr sársauki,“ sagði Ostapenko og hélt áfram: „Þú getur ekki sagt þetta. Ekki fyrir framan alla, að kalla mig lygara. Þetta er ekki sæmandi. Þessa vegna kallaði ég hana slæman leikmann vegna þessarar framkomu. Þó þú sért að vinna þá getur ekki gert allt sem þú vilt,“ sagði Ostapenko. Tomljanovic svaraði þessu: „Hún getur haldið því fram að hún hafi verið meidd en ég held að hún hafi ekki verið meidd. Það var ekkert að henni allan leikinn en þegar hún er lent 4-0 undir þá kallar hún leikhlé. Ég hef spilað við marga leikmenn og ég veit hvenær þær eru meiddar og hvenær ekki,“ sagði Tomljanovic. „Ofan á allt saman þá ásakar hún mig um virðingarleysi í lok leiksins. Þetta er bara hlægilegt. Þetta er skammarleg framkomu af leikmanni sem hefur unnið risamót. Krakkar horfa á hana og sjá þetta,“ sagði Tomljanovic. Hún baðst þó afsökunar ef það sé rétt að andstæðingur hennar hafi verið meidd.
Tennis Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sjá meira