Fyrstu töpuðu stig Framara og þrenna á fjórum mínútum Valur Páll Eiríksson skrifar 1. júlí 2021 21:31 Grindvíkingar eru fyrstir til að taka stig af Fram í sumar. Níunda umferð Lengjudeildar karla í fótbolta kláraðist í kvöld með fjórum leikjum. Fram tapaði sínum fyrstu stigum og þá var skoruð ótrúleg þrenna í mikilvægum sigri Þróttar. KR fór þá á topp Lengjudeildar kvenna. Topplið Fram var með fullt hús stiga fyrir leiki kvöldsins en þurfti að sjá eftir fyrstu stigum sumarsins í 2-2 jafntefli við Grindavík. Gunnar Gunnarsson og Tryggvi Snær Geirsson komu Frömurum yfir leiknum en í bæði skiptin var það Laurens Symons sem jafnaði fyrir Grindavík. Fram er sem fyrr á toppi deildarinnar með 25 stig, sex stigum á undan ÍBV sem er í öðru sæti með 19 stig eftir sigur sinn á Selfossi fyrr í kvöld. Grindavík er í þriðja sætinu með 17 stig. Þar á eftir koma Kórdrengir í fjórða sæti með 16 stig eftir markalaust jafntefli þeirra við Fjölni í kvöld en Fjölnir er með 14 stig í fimmta sæti. Ótrúleg þrenna í 7-0 sigri Þróttur vann aðeins sinn annan sigur í sumar er liðið fór illa með sigurlaust botnlið Víkings á Ólafsvík. Lokatölur á Ólafsvík 7-0 fyrir gestina en athygli vakti að Bretinn Kairo Edwards-John skoraði þrennu á fjórum mínútum í leiknum; mörkin á 27., 29. og 30. mínútu leiksins. Önnur mörk Þróttar skoruðu Daði Bergsson, Róbert Hauksson, Lárus Björnsson og Baldur Hannes Stefánsson. Víkingur er áfram með eitt stig á botninum en Þróttur er með sjö stig í ellefta sætinu, einu stigi frá Selfossi og Gróttu sem eru í sætunum fyrir ofan. Flautumark í Mosfellsbæ Gróttumenn voru í heimsókn hjá Aftureldingu Mosfellsbæ þar sem gestirnir af Seltjarnarnesi komust yfir með marki Júlí Karlssonar snemma leiks. Það voru hins vegar aðeins um 27 mínútur liðnar af leiknum þegar Arnar Þór Helgason, fyrirliði Gróttu, fékk að líta rautt spjald. Kristján Atli Marteinsson jafnaði gegn tíu Gróttumönnum undir lok fyrri hálfleiks og þá var komið fram á fjórðu mínútu uppbótartíma þegar Pedro Vazquez skoraði sigurmark Aftureldingar. 2-1 sigur þeirra staðreynd. Afturelding nær með sigrinum að slíta sig lítillega frá botnbaráttunni, með tólf stig í sjöunda sæti. KR á toppinn kvenna megin Í Lengjudeild kvenna var einn leikur á dagskrá þar sem KR heimsótti Hauka á Ásvelli. KR leiddi þar 3-0 í hálfleik eftir tvö mörk Guðmundu Brynju Óladóttur og eitt frá Kristínu Erlu Johnson undir lok hálfleiksins. Vienna Behnke minnkaði muninn fyrir Haukakonur snemma í síðari hálfleiknum en Guðmunda Brynja endurnýjaði þriggja marka forskot KR með þriðja marki sínu um hálfleikinn miðjan. Tólf mínútum fyrir leikslok skoraði Þórey Björk Eyþórsdóttir fyrir Hauka og Erla Sól Vigfúsdóttir minnkaði muninn í eitt mark 4-3 þegar sex mínútur lifðu leiks. Haukar komust þó ekki nær en það og KR fagnaði 4-3 sigri. Hann skilar Vesturbæingum á topp deildarinnar þar sem liðið er með 19 stig, einu á undan Aftureldingu sem fer niður í annað sætið. FH er þá með 15 stig í þriðja sæti og á leik inni. Lengjudeildin Fram Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Topplið Fram var með fullt hús stiga fyrir leiki kvöldsins en þurfti að sjá eftir fyrstu stigum sumarsins í 2-2 jafntefli við Grindavík. Gunnar Gunnarsson og Tryggvi Snær Geirsson komu Frömurum yfir leiknum en í bæði skiptin var það Laurens Symons sem jafnaði fyrir Grindavík. Fram er sem fyrr á toppi deildarinnar með 25 stig, sex stigum á undan ÍBV sem er í öðru sæti með 19 stig eftir sigur sinn á Selfossi fyrr í kvöld. Grindavík er í þriðja sætinu með 17 stig. Þar á eftir koma Kórdrengir í fjórða sæti með 16 stig eftir markalaust jafntefli þeirra við Fjölni í kvöld en Fjölnir er með 14 stig í fimmta sæti. Ótrúleg þrenna í 7-0 sigri Þróttur vann aðeins sinn annan sigur í sumar er liðið fór illa með sigurlaust botnlið Víkings á Ólafsvík. Lokatölur á Ólafsvík 7-0 fyrir gestina en athygli vakti að Bretinn Kairo Edwards-John skoraði þrennu á fjórum mínútum í leiknum; mörkin á 27., 29. og 30. mínútu leiksins. Önnur mörk Þróttar skoruðu Daði Bergsson, Róbert Hauksson, Lárus Björnsson og Baldur Hannes Stefánsson. Víkingur er áfram með eitt stig á botninum en Þróttur er með sjö stig í ellefta sætinu, einu stigi frá Selfossi og Gróttu sem eru í sætunum fyrir ofan. Flautumark í Mosfellsbæ Gróttumenn voru í heimsókn hjá Aftureldingu Mosfellsbæ þar sem gestirnir af Seltjarnarnesi komust yfir með marki Júlí Karlssonar snemma leiks. Það voru hins vegar aðeins um 27 mínútur liðnar af leiknum þegar Arnar Þór Helgason, fyrirliði Gróttu, fékk að líta rautt spjald. Kristján Atli Marteinsson jafnaði gegn tíu Gróttumönnum undir lok fyrri hálfleiks og þá var komið fram á fjórðu mínútu uppbótartíma þegar Pedro Vazquez skoraði sigurmark Aftureldingar. 2-1 sigur þeirra staðreynd. Afturelding nær með sigrinum að slíta sig lítillega frá botnbaráttunni, með tólf stig í sjöunda sæti. KR á toppinn kvenna megin Í Lengjudeild kvenna var einn leikur á dagskrá þar sem KR heimsótti Hauka á Ásvelli. KR leiddi þar 3-0 í hálfleik eftir tvö mörk Guðmundu Brynju Óladóttur og eitt frá Kristínu Erlu Johnson undir lok hálfleiksins. Vienna Behnke minnkaði muninn fyrir Haukakonur snemma í síðari hálfleiknum en Guðmunda Brynja endurnýjaði þriggja marka forskot KR með þriðja marki sínu um hálfleikinn miðjan. Tólf mínútum fyrir leikslok skoraði Þórey Björk Eyþórsdóttir fyrir Hauka og Erla Sól Vigfúsdóttir minnkaði muninn í eitt mark 4-3 þegar sex mínútur lifðu leiks. Haukar komust þó ekki nær en það og KR fagnaði 4-3 sigri. Hann skilar Vesturbæingum á topp deildarinnar þar sem liðið er með 19 stig, einu á undan Aftureldingu sem fer niður í annað sætið. FH er þá með 15 stig í þriðja sæti og á leik inni.
Lengjudeildin Fram Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira