Græddi 169 milljónir á pútti Harris English Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júlí 2021 11:01 Harris English fagnar sigurpútti sínu. Það eru ekki til opinberar myndir af hinum getspaka á sömu stundu en sá hefur væntanlega hoppað um af kæti. AP/John Minchillo Bandaríski kylfingurinn Harris English fagnaði auðvitað mikið þegar hann vann í bráðabana á Travelers Championship golfmótinu um síðustu helgi en það líka einn ágætur maður honum óskyldur sem fagnaði einnig gríðarlega. Þetta lokapútt English á áttundu holu umspilsins tryggði þessum 31 árs gamla kylfingi óvæntan sigur á þessu PGA-móti en það hjálpaði um leið getspökum manni hinum megin Atlantshafsins að uppskera ríkulega. Sá getspaki býr í London og setti saman frekar magnaðan „Lengjuseðil sem innihélt tvo leiki á Evrópumótinu í knattspyrnu og fjóra sigurvegara á golfmótum helgarinnar. Harris English wasn t the only one who scored big after his Travelers Championship victory. https://t.co/x9Q0pQQxLj— GOLF.com (@GOLF_com) June 30, 2021 Lengjuseðillinn kostaði aðeins 15,5 dollara eða um tvö þúsund krónur. Hann skilaði honum aftur á móti 1,36 milljónum Bandaríkjadala eða um 169 milljóum íslenskra króna. Viðkomandi setti „Lengjuseðil“ sinn saman 22. júní og það var því ekki eins og hann hafi hent í hann á síðustu stundu. Líkurnar voru 90.396 á móti einum. Hann veðjaði á að Króatía myndi vinna Skotland og England myndi vinna Tékkland á EM í knattspyrnu. Þá veðjaði hann í viðbót á það að Steve Stricker myndi vinna Bridgestone Senior Players Championship, Nelly Korda myndi vinna KPMG Women's PGA Championship og að Viktor Hovland myndi vinna BMW International Open. Síðast en ekki síst þá veðjaði hann á það að Harris English myndi vinna Travelers Championship. ICYMI, a bettor won $1.36 million off a $15.50 six-leg parlay at @Betfair.Final leg was Harris English to win the Travelers Championship at 35-1. English won on eighth playoff hole.Incredible. pic.twitter.com/oWdmpfRXlO— Ben Fawkes (@BFawkes22) June 29, 2021 „Ég var viss um að Hovland, Korda og Steve Stricker voru góð veðmál. Ég var aftur á móti smá öruggur með Harris English,“ var haft eftir hinum getspaka sem kom þó ekki fram undir nafni. Það var allt í húsi á seðlinum nema sigur Harris English enda þurfti English að fara í eitt lengsta umspil sögunnar til að tryggja sér titilinn. Þegar lokapútt English fór í holuna og hann tryggði sér sigurinn þá var það einn maður í Englandi sem fagnaði meira en nokkur annar. Svo skemmtilega vill til að sigurlaun English voru nánast þau sömu og hjá hinum getspaka hinum megin Atlantshafsins. „Ég hélt ég væri að fá hjartaáfall þegar púttið hans rataði í holuna. Ég trúði þessu ekki,“ sagði hinn getspaki og nýríki maður. Golf Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Sjá meira
Þetta lokapútt English á áttundu holu umspilsins tryggði þessum 31 árs gamla kylfingi óvæntan sigur á þessu PGA-móti en það hjálpaði um leið getspökum manni hinum megin Atlantshafsins að uppskera ríkulega. Sá getspaki býr í London og setti saman frekar magnaðan „Lengjuseðil sem innihélt tvo leiki á Evrópumótinu í knattspyrnu og fjóra sigurvegara á golfmótum helgarinnar. Harris English wasn t the only one who scored big after his Travelers Championship victory. https://t.co/x9Q0pQQxLj— GOLF.com (@GOLF_com) June 30, 2021 Lengjuseðillinn kostaði aðeins 15,5 dollara eða um tvö þúsund krónur. Hann skilaði honum aftur á móti 1,36 milljónum Bandaríkjadala eða um 169 milljóum íslenskra króna. Viðkomandi setti „Lengjuseðil“ sinn saman 22. júní og það var því ekki eins og hann hafi hent í hann á síðustu stundu. Líkurnar voru 90.396 á móti einum. Hann veðjaði á að Króatía myndi vinna Skotland og England myndi vinna Tékkland á EM í knattspyrnu. Þá veðjaði hann í viðbót á það að Steve Stricker myndi vinna Bridgestone Senior Players Championship, Nelly Korda myndi vinna KPMG Women's PGA Championship og að Viktor Hovland myndi vinna BMW International Open. Síðast en ekki síst þá veðjaði hann á það að Harris English myndi vinna Travelers Championship. ICYMI, a bettor won $1.36 million off a $15.50 six-leg parlay at @Betfair.Final leg was Harris English to win the Travelers Championship at 35-1. English won on eighth playoff hole.Incredible. pic.twitter.com/oWdmpfRXlO— Ben Fawkes (@BFawkes22) June 29, 2021 „Ég var viss um að Hovland, Korda og Steve Stricker voru góð veðmál. Ég var aftur á móti smá öruggur með Harris English,“ var haft eftir hinum getspaka sem kom þó ekki fram undir nafni. Það var allt í húsi á seðlinum nema sigur Harris English enda þurfti English að fara í eitt lengsta umspil sögunnar til að tryggja sér titilinn. Þegar lokapútt English fór í holuna og hann tryggði sér sigurinn þá var það einn maður í Englandi sem fagnaði meira en nokkur annar. Svo skemmtilega vill til að sigurlaun English voru nánast þau sömu og hjá hinum getspaka hinum megin Atlantshafsins. „Ég hélt ég væri að fá hjartaáfall þegar púttið hans rataði í holuna. Ég trúði þessu ekki,“ sagði hinn getspaki og nýríki maður.
Golf Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Sjá meira