Varar við borgarastyrjöld í Afganistan Samúel Karl Ólason skrifar 29. júní 2021 23:05 Austin S. Miller, yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Afganistan. AP/Ahmad Seir Austin Miller, herforingi og yfirmaður herafla Bandaríkjanna í Afganistan, varaði í dag við því að Afganar stæðu frammi fyrir erfiðum tímum og mögulega borgarastyrjöld. Leiðtogar ríkisins og aðrir öflugir hópar þurfi að taka höndum saman og berjast gegn Talibönum í kjölfar brottfarar bandarískra hermanna frá landinu. Talibanar hafa á undanförnum vikum herjað af miklum krafti gegn stjórnarher Afganistans og lagt undir sig fjölmörg héruð í norðurhluta landsins. Á undanförnum dögum hafa vígamenn Talibana þar á meðal lagt undir sig héruð nærri Kabúl, höfuðborg landsins, og gert árásir á öryggissveitir í útjaðri borgarinnar. Í samtali við blaðamenn í Afganistan í dag sagði Miller, sem stýrir brottflutningi hermanna Bandaríkjanna frá Afganistan, að stjórnarherinn ætti í verulegum erfiðleikum. Mórall væri ekki góður, þeir hefðu átt í hörðum bardögum lengi og oft án mikils stuðnings. Í frétt Washington Post er haft eftir Miller að heilt yfir sé öryggisástandið í Afganistan ekki gott. Stjórnarherinn hefðu þurft að hörfa víða undan sókn Talibana og mannfall væri mikið. Umfangsmiklar árásir stæðu yfir á sama tíma og friðarviðræður eigi að fara fram milli Talibana og ríkisstjórnar Afganistans. Margir vopnaðir hópar hafa komið stjórnarhernum til aðstoðar að undanförnu en samheldni þar á milli er þó lítil. Miller sagðist óttast að mismunandi þjóðflokkar og vopnaðir hópar í Afganistan gætu farið að berjast sín á milli og borgarastyrjöld skylli á, eins og gerðist í kjölfar þess að Sovétríkin hættu innrás sinni í landið á síðustu öld. Þá náðu Talibanar völdum í Afganistan. AP fréttaveitan segir forsvarsmenn hers Bandaríkjanna búast við því að herstöðin í Bagram, stærsta herstöð ríkisins í Afganistan, verði færð í hendur stjórnarhers Afganistans á næstu dögum. Það er sami staður og Sovétríkin voru með sína stærstu herstöð í Afganistan á árum áður. Einn viðmælenda AP segir lokun Bagram vera stóran sigur fyrir Talibana. Bæði séu um raunverulegan sigur að ræða og táknrænan og muni Talibanar ná tökum á herstöðinni muni þeir geta notað þann árgangur í áróður til margra ára. Afganistan Bandaríkin Hernaður Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Sjá meira
Talibanar hafa á undanförnum vikum herjað af miklum krafti gegn stjórnarher Afganistans og lagt undir sig fjölmörg héruð í norðurhluta landsins. Á undanförnum dögum hafa vígamenn Talibana þar á meðal lagt undir sig héruð nærri Kabúl, höfuðborg landsins, og gert árásir á öryggissveitir í útjaðri borgarinnar. Í samtali við blaðamenn í Afganistan í dag sagði Miller, sem stýrir brottflutningi hermanna Bandaríkjanna frá Afganistan, að stjórnarherinn ætti í verulegum erfiðleikum. Mórall væri ekki góður, þeir hefðu átt í hörðum bardögum lengi og oft án mikils stuðnings. Í frétt Washington Post er haft eftir Miller að heilt yfir sé öryggisástandið í Afganistan ekki gott. Stjórnarherinn hefðu þurft að hörfa víða undan sókn Talibana og mannfall væri mikið. Umfangsmiklar árásir stæðu yfir á sama tíma og friðarviðræður eigi að fara fram milli Talibana og ríkisstjórnar Afganistans. Margir vopnaðir hópar hafa komið stjórnarhernum til aðstoðar að undanförnu en samheldni þar á milli er þó lítil. Miller sagðist óttast að mismunandi þjóðflokkar og vopnaðir hópar í Afganistan gætu farið að berjast sín á milli og borgarastyrjöld skylli á, eins og gerðist í kjölfar þess að Sovétríkin hættu innrás sinni í landið á síðustu öld. Þá náðu Talibanar völdum í Afganistan. AP fréttaveitan segir forsvarsmenn hers Bandaríkjanna búast við því að herstöðin í Bagram, stærsta herstöð ríkisins í Afganistan, verði færð í hendur stjórnarhers Afganistans á næstu dögum. Það er sami staður og Sovétríkin voru með sína stærstu herstöð í Afganistan á árum áður. Einn viðmælenda AP segir lokun Bagram vera stóran sigur fyrir Talibana. Bæði séu um raunverulegan sigur að ræða og táknrænan og muni Talibanar ná tökum á herstöðinni muni þeir geta notað þann árgangur í áróður til margra ára.
Afganistan Bandaríkin Hernaður Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Sjá meira