Hraunflæðið stöðugt í tvo mánuði Samúel Karl Ólason skrifar 28. júní 2021 17:51 Hraun rennur í Nátthaga frá eldgosinu í Fagradalsfjalli. Vísir/Vilhelm Hraunflæði í Fagradalshrauni mældist þrettán rúmmetrar á sekúndu á tímabilinu 11. til 26. júní. Það er hæsta talan sem hefur mælst hingað til þó munurinn sé ekki marktækur, miðað við síðustu vikur. Hraunflæðið hefur verið nánast stöðugt í tæpa tvo mánuði. Samkvæmt upplýsingum á vef Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands er það að meðaltali um tvöfalt meira en það var fyrstu sex vikur eldgossins. Þar segir enn fremur að hraunið mælist nú tæplega 80 milljónir rúmmetra og 3,82 ferkílómetrar. Aukning í flatarmáli á dag sé nú minni en í síðustu mælingum, sem náðu yfir tímabilið frá öðrum til ellefta júlí. Nú er flatarmálsaukningin um 40 þúsund fermetrar á dag en fyrr í mánuðinum var hún um 60 þúsund fermetrar á dag. Beina útsendingu af eldgosinu má sjá í spilaranum hér að neðan. Á vef Jarðvísindastofnunar segir að skipta megi eldgosinu í þrjú tímabil. Það fyrsta hafi varið í um tvær vikur og einkennst af stöðugu en minnkandi hraunrennsli. Annað tímabilið hafi einkennst af opnun nýrra gosopa og nokkuð breytilegu hraunrennsli frá fimm til átta rúmmetra á sekúndu. Það tímabil stóð einnig yfir í tvær vikur. Þriðja tímabilið hefur nú staðið yfir í tæpan tvo og hálfan mánuð. Á því hefur öll virknin verið í einum gíg og hefur hraunrennsli verið nokkuð stöðugt. Ómögulegt er að segja til um hve lengi gosið mun standa yfir og hvaða þróun verður á hraunrennslinu. Hraunrásin er um sautján kílómetra djúp og tiltölulega þröng, þó hún hafi víkkað með tímanum. Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Varnargarður rís í Nátthaga Þriggja til fimm metra hár varnargarður verður reistur í dalsmynni Nátthaga. Varnargarðinum er ætlað að seinka framrás hrauns úr Nátthaga niður að Suðurstrandarvegi og Ísólfsskála. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. 25. júní 2021 10:03 Svona gæti hraunið litið út í lok sumars Veðurstofan og Háskóli Íslands hafa gefið út nýtt hraunflæðilíkan, sem sýnir tvær mögulegar sviðsmyndir fyrir hraunflæði úr Nátthaga. Óvissa er uppi um hvenær hraun byrjar að flæða suður úr Nátthaga eftir að svæðið fyllist af hrauni. 22. júní 2021 17:23 Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum á vef Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands er það að meðaltali um tvöfalt meira en það var fyrstu sex vikur eldgossins. Þar segir enn fremur að hraunið mælist nú tæplega 80 milljónir rúmmetra og 3,82 ferkílómetrar. Aukning í flatarmáli á dag sé nú minni en í síðustu mælingum, sem náðu yfir tímabilið frá öðrum til ellefta júlí. Nú er flatarmálsaukningin um 40 þúsund fermetrar á dag en fyrr í mánuðinum var hún um 60 þúsund fermetrar á dag. Beina útsendingu af eldgosinu má sjá í spilaranum hér að neðan. Á vef Jarðvísindastofnunar segir að skipta megi eldgosinu í þrjú tímabil. Það fyrsta hafi varið í um tvær vikur og einkennst af stöðugu en minnkandi hraunrennsli. Annað tímabilið hafi einkennst af opnun nýrra gosopa og nokkuð breytilegu hraunrennsli frá fimm til átta rúmmetra á sekúndu. Það tímabil stóð einnig yfir í tvær vikur. Þriðja tímabilið hefur nú staðið yfir í tæpan tvo og hálfan mánuð. Á því hefur öll virknin verið í einum gíg og hefur hraunrennsli verið nokkuð stöðugt. Ómögulegt er að segja til um hve lengi gosið mun standa yfir og hvaða þróun verður á hraunrennslinu. Hraunrásin er um sautján kílómetra djúp og tiltölulega þröng, þó hún hafi víkkað með tímanum.
Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Varnargarður rís í Nátthaga Þriggja til fimm metra hár varnargarður verður reistur í dalsmynni Nátthaga. Varnargarðinum er ætlað að seinka framrás hrauns úr Nátthaga niður að Suðurstrandarvegi og Ísólfsskála. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. 25. júní 2021 10:03 Svona gæti hraunið litið út í lok sumars Veðurstofan og Háskóli Íslands hafa gefið út nýtt hraunflæðilíkan, sem sýnir tvær mögulegar sviðsmyndir fyrir hraunflæði úr Nátthaga. Óvissa er uppi um hvenær hraun byrjar að flæða suður úr Nátthaga eftir að svæðið fyllist af hrauni. 22. júní 2021 17:23 Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Varnargarður rís í Nátthaga Þriggja til fimm metra hár varnargarður verður reistur í dalsmynni Nátthaga. Varnargarðinum er ætlað að seinka framrás hrauns úr Nátthaga niður að Suðurstrandarvegi og Ísólfsskála. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. 25. júní 2021 10:03
Svona gæti hraunið litið út í lok sumars Veðurstofan og Háskóli Íslands hafa gefið út nýtt hraunflæðilíkan, sem sýnir tvær mögulegar sviðsmyndir fyrir hraunflæði úr Nátthaga. Óvissa er uppi um hvenær hraun byrjar að flæða suður úr Nátthaga eftir að svæðið fyllist af hrauni. 22. júní 2021 17:23