Átta holu umspil þurfti til á PGA mótaröðinni í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júní 2021 16:02 Harris English virðir fyrir sér bikarinn eftir sigur sinn í nótt. AP/John Minchillo Bandaríkjamaðurinn Harris English fagnaði í nótt sigri á Travelers Championship á PGA mótaröðinni í golfi. English fór ekkert í felur með það að hann var þreyttur í höndunum eftir að hafa spilað 26 holur og alls í sex og hálfan tíma á lokadeginum. Það þurfti nefnilega átta holu bráðabana til að skera út um sigurvegara á mótinu og slíkt hefur aðeins gerst fimm sinnum í sögunni. Metið er reyndar ellefu holu umspil en þá, árið 1949, sættust menn á jafntefli því það var komið of mikið myrkur til að halda. Absolute theatre. @Harris_English birdies the eighth playoff hole to claim the @TravelersChamp. pic.twitter.com/3MmLjcqpI6— PGA TOUR (@PGATOUR) June 28, 2021 English og Kramer Hickok voru báðir á þrettán undir pari eftir 72 holur og því þurfti umspil. Þar gekk eins og áður sagði afar illa að fá sigurvegara þar sem þeir skiptust á að spila sautjándu og átjándu holuna. „Það var erfitt að halda einbeitingunni,“ sagði Harris English en bætti við: „Ég tek samt ofan fyrir honum fyrir góða baráttu,“ sagði English. .@Harris_English wins the @TravelersChamp in what ties the second-longest playoff in PGA Tour history. pic.twitter.com/KMkBYIlM2D— Golf Digest (@GolfDigest) June 28, 2021 Báðir spiluðu þeir fyrstu sjö holurnar á pari en á endanum setti English niður um fimm metra pútt og tryggði sér sigurinn. „Við vorum báðir að grínast með það að annar hvor okkur þyrfti nú að fara á ná fugli. Ég var í færi nokkrum sinnum en náði loksins að lesa það rétt,“ sagði English. Þetta var annar sigur English á þessu tímabili og sá fjórði á ferlinum á PGA-mótaröðinni. English náði að fylgja eftir flottri spilamennsku sinni á Opna bandaríska mótinu á dögunum þar sem hann náði þriðja sætinu. English fékk 1,368 milljónir dollara í verðlauna fé eða meira en 169 milljónir íslenskra króna. No need to apologize, @Harris_English. It was eight playoff holes of fun drama. pic.twitter.com/Pjx07zhsQf— PGA TOUR (@PGATOUR) June 28, 2021 Golf Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Sjá meira
English fór ekkert í felur með það að hann var þreyttur í höndunum eftir að hafa spilað 26 holur og alls í sex og hálfan tíma á lokadeginum. Það þurfti nefnilega átta holu bráðabana til að skera út um sigurvegara á mótinu og slíkt hefur aðeins gerst fimm sinnum í sögunni. Metið er reyndar ellefu holu umspil en þá, árið 1949, sættust menn á jafntefli því það var komið of mikið myrkur til að halda. Absolute theatre. @Harris_English birdies the eighth playoff hole to claim the @TravelersChamp. pic.twitter.com/3MmLjcqpI6— PGA TOUR (@PGATOUR) June 28, 2021 English og Kramer Hickok voru báðir á þrettán undir pari eftir 72 holur og því þurfti umspil. Þar gekk eins og áður sagði afar illa að fá sigurvegara þar sem þeir skiptust á að spila sautjándu og átjándu holuna. „Það var erfitt að halda einbeitingunni,“ sagði Harris English en bætti við: „Ég tek samt ofan fyrir honum fyrir góða baráttu,“ sagði English. .@Harris_English wins the @TravelersChamp in what ties the second-longest playoff in PGA Tour history. pic.twitter.com/KMkBYIlM2D— Golf Digest (@GolfDigest) June 28, 2021 Báðir spiluðu þeir fyrstu sjö holurnar á pari en á endanum setti English niður um fimm metra pútt og tryggði sér sigurinn. „Við vorum báðir að grínast með það að annar hvor okkur þyrfti nú að fara á ná fugli. Ég var í færi nokkrum sinnum en náði loksins að lesa það rétt,“ sagði English. Þetta var annar sigur English á þessu tímabili og sá fjórði á ferlinum á PGA-mótaröðinni. English náði að fylgja eftir flottri spilamennsku sinni á Opna bandaríska mótinu á dögunum þar sem hann náði þriðja sætinu. English fékk 1,368 milljónir dollara í verðlauna fé eða meira en 169 milljónir íslenskra króna. No need to apologize, @Harris_English. It was eight playoff holes of fun drama. pic.twitter.com/Pjx07zhsQf— PGA TOUR (@PGATOUR) June 28, 2021
Golf Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Sjá meira