Enn um rangar forsendur Pétur Hafsteinn Pálsson skrifar 27. júní 2021 20:46 Í fyrri grein Daða Má Kristófersonar frambjóðanda Viðreisnar um veiðigjöld, sem hann skrifaði 24. júní, var rökrétt hjá honum að láta helming hennar snúast um fiskverð. Með því móti er hann að tala um tekjur útgerðarinnar. Í fyrri grein minni sem ég skrifaði 25. Júní hrakti ég þá fullyrðingu hans að tekjur útgerðarinnar væru ákveðnar af fyrirtækjunum sjálfum . Þar sýndi ég einnig hvernig uppboðsmarkaður á ferskum bolfiski og afurðaverð leggja grunn að tekjunum. Það gleður mig að sjá í seinni grein Daða sem hann skrifar 26. Júní að hann áttar sig á mikilvægi samtenginga veiða og vinnslu og vísar í lítið uppörvandi árangur Norðmanna sem aðhyllast hið gagnstæða. Forystumenn sjómanna átta sig einnig á þessu mikilvægi og er sú afstaða þeirra er bæði virðingarverð og skynsöm. Að þessu sögðu sést að tekjur útgerðarinnar í beinum viðskiptum eru eðlilegar, aðgengilegar öllum og eru ekki reiknuð stærð með einhverjum kúnstum. Þá að hinum hluta afkomunnar, kostnaðinum. Ég veit ekki neina um atvinnugrein sem gerir jafn oft og jafn ítarlega grein fyrir honum. Endurskoðunarfyrirtæki heldur sérstakan dag um afkomuna, skatturinn fær sérstakt eyðublað um kostnaðinn frá öllum útgerðum og allir ársreikningar eru opnir öllum. Það er því hvorki snúið né flókið að reikna gjöld á útgerð ef afkoman á að vera grunnurinn. Þær tölur eru allar til. Um afkomutengingu veiðigjalda segir Daði í fyrri grein: „Flestir eru sammála um að það eigi að endurspegla afkomu í sjávarútvegi en það megi ekki stofna rekstri sjávarútvegsfyrirtækja í hættu.” Þrátt fyrir ofangreint leggur Daði til að rétturinn til að veiða og veiðigjöldin sjálf ákvarðist á uppboðum þar sem afleiðingin yrði enn verri en aðskilnaður veiða og vinnslu sem við erum þó sammála um að gefi okkur forskot á þá sem ekki vinna þannig. Það liggja öll gögn á borðinu til að ræða veiðigjöld á grunni afkomunnar. Það er hægt að gera án þess að kasta frá okkur samþættingunni sem gefið hefur okkur það forskot sem við sannanlega höfum. Daði, þú ert meira en velkominn í kaffi þar sem við förum betur yfir þetta. Höfundur er framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Skoðun: Kosningar 2021 Tengdar fréttir Enn um gölluð veiðigjöld Pétur Pálsson gerir athugasemdir við grein mína á Vísir.is. Í grein sinni fjallar Pétur um samninga sjómanna, sem hann telur ágæta. 26. júní 2021 13:00 Gölluð niðurstaða Daða Más Ég geri þá kröfu til fræðimannsins og frambjóðanda Viðreisnar, Daða Más Kristóferssonar, að hann fari rétt með staðreyndir þótt hann taki þátt í pólitík. 25. júní 2021 21:55 Gallað veiðigjald Fiskveiðar Íslendinga hafa skilað miklum arði undanfarna áratugi. Helstu ástæður þess eru þeir hvatar til hagræðingar og verðmætasköpunar sem kvótakerfið skapar sem og góð staða helstu nytjastofna. 24. júní 2021 15:26 Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Í fyrri grein Daða Má Kristófersonar frambjóðanda Viðreisnar um veiðigjöld, sem hann skrifaði 24. júní, var rökrétt hjá honum að láta helming hennar snúast um fiskverð. Með því móti er hann að tala um tekjur útgerðarinnar. Í fyrri grein minni sem ég skrifaði 25. Júní hrakti ég þá fullyrðingu hans að tekjur útgerðarinnar væru ákveðnar af fyrirtækjunum sjálfum . Þar sýndi ég einnig hvernig uppboðsmarkaður á ferskum bolfiski og afurðaverð leggja grunn að tekjunum. Það gleður mig að sjá í seinni grein Daða sem hann skrifar 26. Júní að hann áttar sig á mikilvægi samtenginga veiða og vinnslu og vísar í lítið uppörvandi árangur Norðmanna sem aðhyllast hið gagnstæða. Forystumenn sjómanna átta sig einnig á þessu mikilvægi og er sú afstaða þeirra er bæði virðingarverð og skynsöm. Að þessu sögðu sést að tekjur útgerðarinnar í beinum viðskiptum eru eðlilegar, aðgengilegar öllum og eru ekki reiknuð stærð með einhverjum kúnstum. Þá að hinum hluta afkomunnar, kostnaðinum. Ég veit ekki neina um atvinnugrein sem gerir jafn oft og jafn ítarlega grein fyrir honum. Endurskoðunarfyrirtæki heldur sérstakan dag um afkomuna, skatturinn fær sérstakt eyðublað um kostnaðinn frá öllum útgerðum og allir ársreikningar eru opnir öllum. Það er því hvorki snúið né flókið að reikna gjöld á útgerð ef afkoman á að vera grunnurinn. Þær tölur eru allar til. Um afkomutengingu veiðigjalda segir Daði í fyrri grein: „Flestir eru sammála um að það eigi að endurspegla afkomu í sjávarútvegi en það megi ekki stofna rekstri sjávarútvegsfyrirtækja í hættu.” Þrátt fyrir ofangreint leggur Daði til að rétturinn til að veiða og veiðigjöldin sjálf ákvarðist á uppboðum þar sem afleiðingin yrði enn verri en aðskilnaður veiða og vinnslu sem við erum þó sammála um að gefi okkur forskot á þá sem ekki vinna þannig. Það liggja öll gögn á borðinu til að ræða veiðigjöld á grunni afkomunnar. Það er hægt að gera án þess að kasta frá okkur samþættingunni sem gefið hefur okkur það forskot sem við sannanlega höfum. Daði, þú ert meira en velkominn í kaffi þar sem við förum betur yfir þetta. Höfundur er framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík.
Enn um gölluð veiðigjöld Pétur Pálsson gerir athugasemdir við grein mína á Vísir.is. Í grein sinni fjallar Pétur um samninga sjómanna, sem hann telur ágæta. 26. júní 2021 13:00
Gölluð niðurstaða Daða Más Ég geri þá kröfu til fræðimannsins og frambjóðanda Viðreisnar, Daða Más Kristóferssonar, að hann fari rétt með staðreyndir þótt hann taki þátt í pólitík. 25. júní 2021 21:55
Gallað veiðigjald Fiskveiðar Íslendinga hafa skilað miklum arði undanfarna áratugi. Helstu ástæður þess eru þeir hvatar til hagræðingar og verðmætasköpunar sem kvótakerfið skapar sem og góð staða helstu nytjastofna. 24. júní 2021 15:26
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar