Átján giftingar á einum degi í Grafarvogskirkju Nadine Guðrún Yaghi skrifar 24. júní 2021 19:33 María Rún Ellertsdóttir mun ganga í það heilaga í Grafarvogskirkju og laugardag og Guðrún Karls Helgudóttir, prestur í kirkjunni mun gefa hana og tilvonandi eiginmanninn saman. vísir/egill Algjör sprenging varð í svokölluð „drop-in“ brúðkaup sem verða í Grafarvogskirkju á laugardag. Átján pör ætla að gifta sig og átta pör eru á biðlista. Óhætt er að segja að laugardagurinn verði heldur óhefðbundinn í Grafarvogskirkju en þar verða svokölluð „drop-in“ brúðkaup. Sóknarpresturinn segir að hugmyndin komi frá Svíþjóð þar sem hún var áður prestur. „Laugardagurinn er dagur ástarinnar í Grafarvogskirkju. Þá munu koma hingað í hið minnsta átján pör og ganga í hjónaband frá tíu til hálf sjö,“ segir Guðrún Karls Helgudóttir, prestur í Grafarvogskirkju. Kirkjan auglýsti þennan möguleika og Guðrún segist ekki hafa haft hugmynd um hvernig aðsóknin yrði. „Það bara varð sprenging. Það fylltist allt um leið og komin biðlisti auk þess,“ segir Guðrún. Sjö pör eru nú á biðlistanum og telur Guðrún ólíklegt að fleiri brúðhjón komist. Hver athöfn verður um hálftíma löng og allt þarf að ganga smurt fyrir sig. Fjórir prestar og tveir organistar sjá um brúðkaupin. María Rún Ellertsdóttir var sú fyrsta sem skráði sig til leiks fyrir um þremur vikum. „Við trúlofuðum okkur í október í fyrra og ætluðum alltaf að halda stórt draumabrúðkaup en sparnaðurinn leyfði það ekki alveg þannig við ákváðum að slá til,“ segir María en vegna kórónuveirunnar missti hún og tilvonandi eiginmaðurinn vinnuna. Þau eiga tíma klukkan þrjú á laugardag og ætla að mæta með sínu nánasta fólki. Aldursbil fólksins sem ætlar að gifta sig á laugardaginn er mjög breitt. „Einhver hringdi og þau voru búin að vera saman í 39 ár og nú komin tími til að gifta sig,“ segir Mögulega verði fleiri drop-in brúðkaup. „Kannski verður bara einn dagurinn ástarinnar á ári í kirkjunni,“ segir Guðrún. María Rún hlakka til laugardagsins. „Þetta er allt bara að smella og við erum bara að bíða eftir hringunum og þetta reddast allt,“ segir María. Þjóðkirkjan Reykjavík Ástin og lífið Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
Óhætt er að segja að laugardagurinn verði heldur óhefðbundinn í Grafarvogskirkju en þar verða svokölluð „drop-in“ brúðkaup. Sóknarpresturinn segir að hugmyndin komi frá Svíþjóð þar sem hún var áður prestur. „Laugardagurinn er dagur ástarinnar í Grafarvogskirkju. Þá munu koma hingað í hið minnsta átján pör og ganga í hjónaband frá tíu til hálf sjö,“ segir Guðrún Karls Helgudóttir, prestur í Grafarvogskirkju. Kirkjan auglýsti þennan möguleika og Guðrún segist ekki hafa haft hugmynd um hvernig aðsóknin yrði. „Það bara varð sprenging. Það fylltist allt um leið og komin biðlisti auk þess,“ segir Guðrún. Sjö pör eru nú á biðlistanum og telur Guðrún ólíklegt að fleiri brúðhjón komist. Hver athöfn verður um hálftíma löng og allt þarf að ganga smurt fyrir sig. Fjórir prestar og tveir organistar sjá um brúðkaupin. María Rún Ellertsdóttir var sú fyrsta sem skráði sig til leiks fyrir um þremur vikum. „Við trúlofuðum okkur í október í fyrra og ætluðum alltaf að halda stórt draumabrúðkaup en sparnaðurinn leyfði það ekki alveg þannig við ákváðum að slá til,“ segir María en vegna kórónuveirunnar missti hún og tilvonandi eiginmaðurinn vinnuna. Þau eiga tíma klukkan þrjú á laugardag og ætla að mæta með sínu nánasta fólki. Aldursbil fólksins sem ætlar að gifta sig á laugardaginn er mjög breitt. „Einhver hringdi og þau voru búin að vera saman í 39 ár og nú komin tími til að gifta sig,“ segir Mögulega verði fleiri drop-in brúðkaup. „Kannski verður bara einn dagurinn ástarinnar á ári í kirkjunni,“ segir Guðrún. María Rún hlakka til laugardagsins. „Þetta er allt bara að smella og við erum bara að bíða eftir hringunum og þetta reddast allt,“ segir María.
Þjóðkirkjan Reykjavík Ástin og lífið Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira