Rúnar: Við ætluðum ekki að hleypa þeim inn í leikinn Andri Gíslason skrifar 14. júní 2021 22:04 Rúnar og lögregluvarðstjórinn Pétur léttir og ljúfir. vísir/hulda Rúnar Kristinsson, þjálfari KR var að vonum sáttur með sína menn eftir 2-0 sigur á Leikni fyrr í kvöld. „Ég er mjög sáttur. Þetta er erfiður útivöllur að koma á og gott Leiknislið sem er búið að spila flottan bolta í sumar og ekki auðvelt að koma hingað og vinna 2-0. Ég er ánægður með að við héldum markinu hreinu og svo skorum við snemma í báðum hálfleikum sem gerir þetta auðveldara fyrir okkur. Ég hefði viljað nýta þessa svokölluðu yfirburði fyrstu 20-30 mínúturnar þar sem við náðum að pressa vel á þá og hleyptum þeim ekki út. Við fengum nokkur færi og ég hefði viljað vera með meiri forystu í hálfleik. Fyrir vikið þá þurftum við bara að halda áfram og við vildum vinna seinni hálfleikinn. Við ætluðum ekki að halda aftur af okkur og hleypa þeim inn í leikinn.“ KR-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn vel og skoruðu mark snemma líkt og í þeim fyrri „Við náðum marki snemma í seinni hálfleik sem gerir þetta auðveldara fyrir okkur og þá náðum við að róa aðeins leikinn og stjórna hraðanum í leiknum. Leiknir kemst aðeins í leikinn síðustu 10-15 mínúturnar og ná að þrýsta okkur aftar á völlinn og þeir eru alltaf stórhættulegir þannig ég var aldrei rólegur.“ Fyrsti hálftíminn af leiknum var eign KR-inga og voru þeir ofan á í allri baráttu „Við vitum að þeir geta spilað góðan fótbolta og reyna það og vildum stoppa þá í því að hleypa þeim í þæginlegar stöður og einnig til að keyra okkur sjálfa í gang. Við erum að koma úr tveggja vikna fríi þar sem við spiluðum engan æfingaleik en æfðum vel. Ég var smá smeykur í byrjun þegar leikurinn fór af stað en við náðum góðri hápressu og komum okkur sjálfum í gírinn með því og það virkaði vel þótt ég hefði viljað skora fleiri í fyrri hálfleik.“ KR-ingar voru að koma úr 2 vikna pásu og telur Rúnar að þeir hafi nýtt þá pásu nokkuð vel „Við gáfum strákunum gott frí, æfðum vel og tókum eitt social kvöld þannig það var nóg að gerast hjá okkur. Strákarnir eru búnir að vera mjög fókuseraðir á þetta verkefni og við erum á fínum stað þótt við værum til í að vera með fleiri stig.“ KR er í 5.sæti með 11 stig eftir fyrstu 8 umferðirnar og þrátt fyrir góða spilamennsku væri Rúnar til í að vera með fleiri stig „Ég er ekki alveg nógu sáttur, ég hefði viljað vera með fleiri stig af því við erum búnir að spila marga góða leiki. Við erum ekki búnir að fá öll þau stig sem mér finnst hafa átt skilið og tapað stigum þar sem við höfum verið betri aðilinn og ekki náð að klára leikina nógu vel. Við þurfum að vinna aðeins meira fyrir hlutunum en framlagið í leikjunum hingað til hefur verið mjög gott. Hlaupatölurnar eru góðar en þetta er bara útkoman þrátt fyrir að ég hefði viljað meira.“ Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Fleiri fréttir „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Sjá meira
„Ég er mjög sáttur. Þetta er erfiður útivöllur að koma á og gott Leiknislið sem er búið að spila flottan bolta í sumar og ekki auðvelt að koma hingað og vinna 2-0. Ég er ánægður með að við héldum markinu hreinu og svo skorum við snemma í báðum hálfleikum sem gerir þetta auðveldara fyrir okkur. Ég hefði viljað nýta þessa svokölluðu yfirburði fyrstu 20-30 mínúturnar þar sem við náðum að pressa vel á þá og hleyptum þeim ekki út. Við fengum nokkur færi og ég hefði viljað vera með meiri forystu í hálfleik. Fyrir vikið þá þurftum við bara að halda áfram og við vildum vinna seinni hálfleikinn. Við ætluðum ekki að halda aftur af okkur og hleypa þeim inn í leikinn.“ KR-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn vel og skoruðu mark snemma líkt og í þeim fyrri „Við náðum marki snemma í seinni hálfleik sem gerir þetta auðveldara fyrir okkur og þá náðum við að róa aðeins leikinn og stjórna hraðanum í leiknum. Leiknir kemst aðeins í leikinn síðustu 10-15 mínúturnar og ná að þrýsta okkur aftar á völlinn og þeir eru alltaf stórhættulegir þannig ég var aldrei rólegur.“ Fyrsti hálftíminn af leiknum var eign KR-inga og voru þeir ofan á í allri baráttu „Við vitum að þeir geta spilað góðan fótbolta og reyna það og vildum stoppa þá í því að hleypa þeim í þæginlegar stöður og einnig til að keyra okkur sjálfa í gang. Við erum að koma úr tveggja vikna fríi þar sem við spiluðum engan æfingaleik en æfðum vel. Ég var smá smeykur í byrjun þegar leikurinn fór af stað en við náðum góðri hápressu og komum okkur sjálfum í gírinn með því og það virkaði vel þótt ég hefði viljað skora fleiri í fyrri hálfleik.“ KR-ingar voru að koma úr 2 vikna pásu og telur Rúnar að þeir hafi nýtt þá pásu nokkuð vel „Við gáfum strákunum gott frí, æfðum vel og tókum eitt social kvöld þannig það var nóg að gerast hjá okkur. Strákarnir eru búnir að vera mjög fókuseraðir á þetta verkefni og við erum á fínum stað þótt við værum til í að vera með fleiri stig.“ KR er í 5.sæti með 11 stig eftir fyrstu 8 umferðirnar og þrátt fyrir góða spilamennsku væri Rúnar til í að vera með fleiri stig „Ég er ekki alveg nógu sáttur, ég hefði viljað vera með fleiri stig af því við erum búnir að spila marga góða leiki. Við erum ekki búnir að fá öll þau stig sem mér finnst hafa átt skilið og tapað stigum þar sem við höfum verið betri aðilinn og ekki náð að klára leikina nógu vel. Við þurfum að vinna aðeins meira fyrir hlutunum en framlagið í leikjunum hingað til hefur verið mjög gott. Hlaupatölurnar eru góðar en þetta er bara útkoman þrátt fyrir að ég hefði viljað meira.“
Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Fleiri fréttir „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Sjá meira