„Guð minn góður, ég er í gini hvals“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. júní 2021 08:39 Hnúfubakur gleypti sjómann í Bandaríkjunum í gær. Þeir sluppu til allrar lukku báðir ómeiddir. Skjáskot Bandarískur humarsjómaður lenti í því magnaða atviki að vera gleyptur af Hnúfubaki, sem virðist ekki hafa líkað bragðið og spýtti honum aftur út. Hann slapp vel þrátt fyrir martraðakennda sögu og virðist aðeins hafa farið úr öðrum hnjálið. Michael Packard var að kafa eftir humriþegar hvalurinn gleypti hann og hélt honum í munni sínum í um hálfa mínútu áður en hann spýtti honum aftur út fyrir utan strendur Provincetown í Massachusetts. Þrátt fyrir beiðnir eiginkonu Packards um að hann fái sér nýja vinnu hefur hann tekið þá ákvörðun að gefast ekki upp á fjörutíu ára starfsferli sínum og ætlar að halda áfram að kafa. Hnúfubakar geta orðið allt að fimmtán metra langir og vega um 36 tonn. Samkvæmt samtökunum World Wildlife Fund eru um 60 þúsund hnúfubakar í heiminum. Packard, sem er 56 ára gamall, sagði í samtali við Cape Cod Times að hann og félagi hans hafi farið á báti sínum, Ja‘n J, og siglt frá Herring Cove á föstudagsmorgunn. Aðstæður hafi verið frábærar og þeir hafi séð um tuttugu metra niður í sjóinn. Eftir að hann hafi hoppað ofan í sjóinn hafi hann fundið hnykk og allt í einu hafi allt verið svart. Hann hélt til að byrja með að hvíthákarl hafi ráðist á sig en svo hafi hann þreifað til og ekki fundið neinar tennur. „Og þá fattaði ég: Guð minn góður, ég er í gini hvals og hann mun gleypa mig. Nú mun ég deyja.“ Hann segist hafa hugsað til eiginkonu sinnar og tveggja sona, sem eru 12 og 15 ára gamlir. „Svo allt í einu fór hann upp á yfirborðið og blés og hristi hausinn. Ég skaust upp í loftið og lenti aftur í vatninu. Ég var frjáls og flaut þarna. Ég trúi þessu ekki… en ég er hér til að segja söguna.“ Félagi hans, sem beið í örvæntingu eftir að sjá einhver merki um Packard, á meðan hann var inni í hvalnum, dró hann aftur í bátinn. Þeir sendu út hjálparbeiðni og sjúkrabíll sótti hann á bryggjuna. Dýr Bandaríkin Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri fréttir Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið Sjá meira
Michael Packard var að kafa eftir humriþegar hvalurinn gleypti hann og hélt honum í munni sínum í um hálfa mínútu áður en hann spýtti honum aftur út fyrir utan strendur Provincetown í Massachusetts. Þrátt fyrir beiðnir eiginkonu Packards um að hann fái sér nýja vinnu hefur hann tekið þá ákvörðun að gefast ekki upp á fjörutíu ára starfsferli sínum og ætlar að halda áfram að kafa. Hnúfubakar geta orðið allt að fimmtán metra langir og vega um 36 tonn. Samkvæmt samtökunum World Wildlife Fund eru um 60 þúsund hnúfubakar í heiminum. Packard, sem er 56 ára gamall, sagði í samtali við Cape Cod Times að hann og félagi hans hafi farið á báti sínum, Ja‘n J, og siglt frá Herring Cove á föstudagsmorgunn. Aðstæður hafi verið frábærar og þeir hafi séð um tuttugu metra niður í sjóinn. Eftir að hann hafi hoppað ofan í sjóinn hafi hann fundið hnykk og allt í einu hafi allt verið svart. Hann hélt til að byrja með að hvíthákarl hafi ráðist á sig en svo hafi hann þreifað til og ekki fundið neinar tennur. „Og þá fattaði ég: Guð minn góður, ég er í gini hvals og hann mun gleypa mig. Nú mun ég deyja.“ Hann segist hafa hugsað til eiginkonu sinnar og tveggja sona, sem eru 12 og 15 ára gamlir. „Svo allt í einu fór hann upp á yfirborðið og blés og hristi hausinn. Ég skaust upp í loftið og lenti aftur í vatninu. Ég var frjáls og flaut þarna. Ég trúi þessu ekki… en ég er hér til að segja söguna.“ Félagi hans, sem beið í örvæntingu eftir að sjá einhver merki um Packard, á meðan hann var inni í hvalnum, dró hann aftur í bátinn. Þeir sendu út hjálparbeiðni og sjúkrabíll sótti hann á bryggjuna.
Dýr Bandaríkin Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri fréttir Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið Sjá meira