Býst við að farið verði að tillögum þingnefnda um skorður á hámarkshlut fjárfesta Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. júní 2021 18:30 Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka Vísir/Egill Tvö erlend fjármálafyrirtæki og tveir stærstu lífeyrissjóðir landsins eru kjölfestufjárfestar í Íslandsbanka - og hafa skuldbundið sig til að kaupa 10% hlutafjár. Hlutafjárútboð bankans hófst í morgun og bankastjóri segir stjórnvalda að ákveða hver hámarkshlutur hvers og eins megi verða. Fjármálaráðherra tilkynnti í lok janúar ákvörðun sína að selja allt að 35% í Íslandsbanka af 100% hlut ríkisins í bankanum. Salan hófst í dag og lýkur 15. júní. Salan fer fram hér á landi og er það í fyrsta skipti sem það gerist hjá íslensku félagi í alþjóðlegu útboði. Aðeins Íslendingar og innlendir og erlendir fagfjárfestar geta keypt hlutafé í bankanum. Þetta þýðir að almenningur í öðrum löndum getur ekki fjárfest í bankanum í útboðinu nema að hafa íslenska kennitölu. Erlendir og innlendir ráðgjafar og bankar aðstoðuðu Bankasýslu ríkisins og Íslandsbanka við útboðið en stofnunin heldur á hlut ríkisins. Útboðsgengi er áætlað a á bilinu 71 kr. á hlut og 79 kr. á hlut en endanlegt útboðsgengi verður ákveðið í tilboðsferli. Lágmarksupphæð á kaupum í bankanum hefur verið ákveðin. „Lágmarkið er 50 þúsund krónur og það er stefnt að því að skerða ekki kaup undir milljón. Það fer svo eftir eftirspurninni hvort það tekst,“ segir Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka. Heildareignir 1,4 billjón krónur, markaðsvirði 150 milljarðar Heildareignir bankans eru um 1,4 billjón krónur. Áætlað er að ríkið fái 41 milljarð króna fyrir sinn hlut í bankanum en áætlað markaðsvirði hans er 150 milljarðar króna. „Verðmæti bankans er metið út frá eigin fé hans þannig að það er verið að selja eigin fé,“ segir Birna. Þegar eru komnir fjórir kjölfestufjárfesta sem fara samanlagt með 10% í bankanum eða Gildi og Lífeyrissjóður verslunarmanna sem fara hvor um sig með 2,31% hlut. Bandaríska sjóðstýringarfyrirtækið Capital World Investment hefur skuldbundið sig til að kaupa 3,85% hlut í og RWC breskt eignastýringarfyrirtæki áætlar að fara með 1,54% hlut í bankanum. Býst við að farið verði að tillögum þingnefnda um hámarkshluti fjárfesta Efnahags-og viðskiptanefnd Alþingis lagði til í janúar að sett verði hámark á hlut hvers tilboðsgjafa, t.d. 2,5–3,0% af heildarhlutafé bankans. Birna býst við að miðað verði við það í söluferlinu þó undantekning hafi verið gerð með Capital World Investment sem fer með 3,85% hlut. „Það er algjörlega seljandans eða ríkisins að ákveða hvernig fyrirkomulagið á því verður. Það komu leiðbeiningar frá þingnefndum sem verður örugglega stuðst við að einhverju leyti,“ segir Birna. Íslenskir bankar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Hlutafjárútboð hafið og markaðsvirði Íslandsbanka áætlað 150 milljarðar króna Bankasýsla ríkisins, fyrir hönd Ríkissjóðs Íslands, og Íslandsbanki hf., hafa birt lýsingu og tilkynnt stærð fyrirhugaðs hlutafjárútboðs í bankanum og leiðbeinandi verðbil þess. Selja á rúmlega 636 milljón hluti en útboðshlutirnir, og valréttarhlutirnir, nema að hámarki 35 prósentum af heildarhlutafé bankans. 7. júní 2021 09:07 Verðmeta Íslandsbanka á 155 til 242 milljarða króna Fossar markaðir, sem er á meðal ráðgjafa vegna fyrirhugaðrar sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka, áætlar að virði bankans sé á bilinu 222 til 242 milljarðar króna. Sjálfstæði greiningaraðilinn Jakobsson Capital metur bankann á 155 til 218 milljarða króna. 2. júní 2021 11:14 Áforma hlutafjárútboð og skráningu Íslandsbanka í Kauphöll Bankasýsla ríkisins og Íslandsbanki hafa nú staðfest áform sín um að hefja hlutafjárútboð og í framhaldinu skráningu hlutabréfa Íslandsbanka á aðalmarkað Nasdaq Iceland. 27. maí 2021 08:26 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Fjármálaráðherra tilkynnti í lok janúar ákvörðun sína að selja allt að 35% í Íslandsbanka af 100% hlut ríkisins í bankanum. Salan hófst í dag og lýkur 15. júní. Salan fer fram hér á landi og er það í fyrsta skipti sem það gerist hjá íslensku félagi í alþjóðlegu útboði. Aðeins Íslendingar og innlendir og erlendir fagfjárfestar geta keypt hlutafé í bankanum. Þetta þýðir að almenningur í öðrum löndum getur ekki fjárfest í bankanum í útboðinu nema að hafa íslenska kennitölu. Erlendir og innlendir ráðgjafar og bankar aðstoðuðu Bankasýslu ríkisins og Íslandsbanka við útboðið en stofnunin heldur á hlut ríkisins. Útboðsgengi er áætlað a á bilinu 71 kr. á hlut og 79 kr. á hlut en endanlegt útboðsgengi verður ákveðið í tilboðsferli. Lágmarksupphæð á kaupum í bankanum hefur verið ákveðin. „Lágmarkið er 50 þúsund krónur og það er stefnt að því að skerða ekki kaup undir milljón. Það fer svo eftir eftirspurninni hvort það tekst,“ segir Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka. Heildareignir 1,4 billjón krónur, markaðsvirði 150 milljarðar Heildareignir bankans eru um 1,4 billjón krónur. Áætlað er að ríkið fái 41 milljarð króna fyrir sinn hlut í bankanum en áætlað markaðsvirði hans er 150 milljarðar króna. „Verðmæti bankans er metið út frá eigin fé hans þannig að það er verið að selja eigin fé,“ segir Birna. Þegar eru komnir fjórir kjölfestufjárfesta sem fara samanlagt með 10% í bankanum eða Gildi og Lífeyrissjóður verslunarmanna sem fara hvor um sig með 2,31% hlut. Bandaríska sjóðstýringarfyrirtækið Capital World Investment hefur skuldbundið sig til að kaupa 3,85% hlut í og RWC breskt eignastýringarfyrirtæki áætlar að fara með 1,54% hlut í bankanum. Býst við að farið verði að tillögum þingnefnda um hámarkshluti fjárfesta Efnahags-og viðskiptanefnd Alþingis lagði til í janúar að sett verði hámark á hlut hvers tilboðsgjafa, t.d. 2,5–3,0% af heildarhlutafé bankans. Birna býst við að miðað verði við það í söluferlinu þó undantekning hafi verið gerð með Capital World Investment sem fer með 3,85% hlut. „Það er algjörlega seljandans eða ríkisins að ákveða hvernig fyrirkomulagið á því verður. Það komu leiðbeiningar frá þingnefndum sem verður örugglega stuðst við að einhverju leyti,“ segir Birna.
Íslenskir bankar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Hlutafjárútboð hafið og markaðsvirði Íslandsbanka áætlað 150 milljarðar króna Bankasýsla ríkisins, fyrir hönd Ríkissjóðs Íslands, og Íslandsbanki hf., hafa birt lýsingu og tilkynnt stærð fyrirhugaðs hlutafjárútboðs í bankanum og leiðbeinandi verðbil þess. Selja á rúmlega 636 milljón hluti en útboðshlutirnir, og valréttarhlutirnir, nema að hámarki 35 prósentum af heildarhlutafé bankans. 7. júní 2021 09:07 Verðmeta Íslandsbanka á 155 til 242 milljarða króna Fossar markaðir, sem er á meðal ráðgjafa vegna fyrirhugaðrar sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka, áætlar að virði bankans sé á bilinu 222 til 242 milljarðar króna. Sjálfstæði greiningaraðilinn Jakobsson Capital metur bankann á 155 til 218 milljarða króna. 2. júní 2021 11:14 Áforma hlutafjárútboð og skráningu Íslandsbanka í Kauphöll Bankasýsla ríkisins og Íslandsbanki hafa nú staðfest áform sín um að hefja hlutafjárútboð og í framhaldinu skráningu hlutabréfa Íslandsbanka á aðalmarkað Nasdaq Iceland. 27. maí 2021 08:26 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Hlutafjárútboð hafið og markaðsvirði Íslandsbanka áætlað 150 milljarðar króna Bankasýsla ríkisins, fyrir hönd Ríkissjóðs Íslands, og Íslandsbanki hf., hafa birt lýsingu og tilkynnt stærð fyrirhugaðs hlutafjárútboðs í bankanum og leiðbeinandi verðbil þess. Selja á rúmlega 636 milljón hluti en útboðshlutirnir, og valréttarhlutirnir, nema að hámarki 35 prósentum af heildarhlutafé bankans. 7. júní 2021 09:07
Verðmeta Íslandsbanka á 155 til 242 milljarða króna Fossar markaðir, sem er á meðal ráðgjafa vegna fyrirhugaðrar sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka, áætlar að virði bankans sé á bilinu 222 til 242 milljarðar króna. Sjálfstæði greiningaraðilinn Jakobsson Capital metur bankann á 155 til 218 milljarða króna. 2. júní 2021 11:14
Áforma hlutafjárútboð og skráningu Íslandsbanka í Kauphöll Bankasýsla ríkisins og Íslandsbanki hafa nú staðfest áform sín um að hefja hlutafjárútboð og í framhaldinu skráningu hlutabréfa Íslandsbanka á aðalmarkað Nasdaq Iceland. 27. maí 2021 08:26