Átján ára ísköld á ögurstundu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. júní 2021 14:03 Rakel Sara Elvarsdóttir skorar hið afar mikilvæga 24. mark KA/Þórs gegn Val. vísir/hulda margrét Hin átján ára Rakel Sara Elvarsdóttir átti stóran þátt í fyrsta Íslandsmeistaratitli KA/Þórs og sýndi oft stáltaugar þegar mest var undir í úrslitakeppninni. Rakel skoraði 24 mörk í fimm leikjum í úrslitakeppninni í aðeins 31 skoti sem gerir 77 prósent skotnýtingu. Þrjú af þessum 24 mörkum Rakelar voru stærri og mikilvægari en önnur og áttu risastóran þátt í því að KA/Þór vann þrjá leiki. Eftir að hafa tapað fyrsta leiknum gegn ÍBV í undanúrslitunum þurfti KA/Þór að fara til Eyja og vinna til að knýja fram oddaleik. Og það gerðu Akureyringar og unnu 21-24 sigur. Þegar skammt var til leiksloka var staðan jöfn, 21-21, eftir tvö mörk í röð frá ÍBV. Þá skoraði Rakel afar mikilvægt mark af línunni eftir að hafa tekið frákast og kom KA/Þór aftur yfir. Gestirnir skoruðu svo tvö mörk í viðbót og gulltryggðu sér sigurinn. Oddaleikur KA/Þórs og ÍBV var gríðarlega spennandi og úrslitin réðust í framlengingu. Þar steig Rakel fram og skoraði sigurmark Akureyringa þegar hún fór inn úr hægra horninu og setti boltann skemmtilega yfir Mörtu Wawrzykowska í marki Eyjakvenna. Lokatölur 27-26, KA/Þór í vil. Í seinni viðureign Vals og KA/Þórs í endurtók Rakel svo leikinn frá því gegn ÍBV. Í stöðunni 22-23 fyrir Akureyringa fór Rakel inn úr hægra horninu og „hausaði“ Sögu Sif Gísladóttur eins og ekkert væri eðlilegra fyrir átján ára leikmann í stærsta leik sínum á ferlinum. Þessi þrjú mikilvægu mörk Rakelar má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Mikilvæg mörk Rakelar Söru Rakel skoraði alls 75 mörk í deildar- og úrslitakeppninni í vetur og var með 70,1 prósent skotnýtingu. KA/Þór vann alla þrjá titlana sem keppt var um á tímabilinu. Liðið vann Meistarakeppnina eftir sigur á Fram, 23-30, og varð svo deildarmeistari eftir jafntefli við Fram í Safamýrinni, 27-27. Akureyringar settu svo punktinn fyrir aftan frábært tímabil með því að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn á Hlíðarenda í gær. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Liðsheildin í þessu liði er mögnuð Matea Lonac markmaður KA/Þór var í skýjunum með Íslandsmeistaratitilinn eftir leik. 6. júní 2021 18:21 Spennt að komast norður og fagna með fólkinu Aldís Ásta Heimisdóttir hefur spilað frábærlega í úrslitaeinvíginu gegn Val. Hún skoraði 6 mörk í dag og var í skýjunum með Íslandsmeistaratitilinn. 6. júní 2021 18:15 KA/Þór voru langbestar á tímabilinu og áttu þetta skilið Ágúst Þór Jóhannsson þjáfari Vals var súr með silfrið eftir að hafa tapað úrslitaeinvíginu gegn KA/Þór. 6. júní 2021 18:05 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KA/Þór 23-25 | KA/Þór Íslandsmeistari í fyrsta sinn KA/Þór varð í dag Íslandsmeistari í fyrsta sinn eftir sigur á Val, 23-25, í Origo-höllinni. Akureyringar unnu einvígið, 2-0. 6. júní 2021 18:40 Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Sjá meira
Rakel skoraði 24 mörk í fimm leikjum í úrslitakeppninni í aðeins 31 skoti sem gerir 77 prósent skotnýtingu. Þrjú af þessum 24 mörkum Rakelar voru stærri og mikilvægari en önnur og áttu risastóran þátt í því að KA/Þór vann þrjá leiki. Eftir að hafa tapað fyrsta leiknum gegn ÍBV í undanúrslitunum þurfti KA/Þór að fara til Eyja og vinna til að knýja fram oddaleik. Og það gerðu Akureyringar og unnu 21-24 sigur. Þegar skammt var til leiksloka var staðan jöfn, 21-21, eftir tvö mörk í röð frá ÍBV. Þá skoraði Rakel afar mikilvægt mark af línunni eftir að hafa tekið frákast og kom KA/Þór aftur yfir. Gestirnir skoruðu svo tvö mörk í viðbót og gulltryggðu sér sigurinn. Oddaleikur KA/Þórs og ÍBV var gríðarlega spennandi og úrslitin réðust í framlengingu. Þar steig Rakel fram og skoraði sigurmark Akureyringa þegar hún fór inn úr hægra horninu og setti boltann skemmtilega yfir Mörtu Wawrzykowska í marki Eyjakvenna. Lokatölur 27-26, KA/Þór í vil. Í seinni viðureign Vals og KA/Þórs í endurtók Rakel svo leikinn frá því gegn ÍBV. Í stöðunni 22-23 fyrir Akureyringa fór Rakel inn úr hægra horninu og „hausaði“ Sögu Sif Gísladóttur eins og ekkert væri eðlilegra fyrir átján ára leikmann í stærsta leik sínum á ferlinum. Þessi þrjú mikilvægu mörk Rakelar má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Mikilvæg mörk Rakelar Söru Rakel skoraði alls 75 mörk í deildar- og úrslitakeppninni í vetur og var með 70,1 prósent skotnýtingu. KA/Þór vann alla þrjá titlana sem keppt var um á tímabilinu. Liðið vann Meistarakeppnina eftir sigur á Fram, 23-30, og varð svo deildarmeistari eftir jafntefli við Fram í Safamýrinni, 27-27. Akureyringar settu svo punktinn fyrir aftan frábært tímabil með því að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn á Hlíðarenda í gær. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Liðsheildin í þessu liði er mögnuð Matea Lonac markmaður KA/Þór var í skýjunum með Íslandsmeistaratitilinn eftir leik. 6. júní 2021 18:21 Spennt að komast norður og fagna með fólkinu Aldís Ásta Heimisdóttir hefur spilað frábærlega í úrslitaeinvíginu gegn Val. Hún skoraði 6 mörk í dag og var í skýjunum með Íslandsmeistaratitilinn. 6. júní 2021 18:15 KA/Þór voru langbestar á tímabilinu og áttu þetta skilið Ágúst Þór Jóhannsson þjáfari Vals var súr með silfrið eftir að hafa tapað úrslitaeinvíginu gegn KA/Þór. 6. júní 2021 18:05 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KA/Þór 23-25 | KA/Þór Íslandsmeistari í fyrsta sinn KA/Þór varð í dag Íslandsmeistari í fyrsta sinn eftir sigur á Val, 23-25, í Origo-höllinni. Akureyringar unnu einvígið, 2-0. 6. júní 2021 18:40 Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Sjá meira
Liðsheildin í þessu liði er mögnuð Matea Lonac markmaður KA/Þór var í skýjunum með Íslandsmeistaratitilinn eftir leik. 6. júní 2021 18:21
Spennt að komast norður og fagna með fólkinu Aldís Ásta Heimisdóttir hefur spilað frábærlega í úrslitaeinvíginu gegn Val. Hún skoraði 6 mörk í dag og var í skýjunum með Íslandsmeistaratitilinn. 6. júní 2021 18:15
KA/Þór voru langbestar á tímabilinu og áttu þetta skilið Ágúst Þór Jóhannsson þjáfari Vals var súr með silfrið eftir að hafa tapað úrslitaeinvíginu gegn KA/Þór. 6. júní 2021 18:05
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KA/Þór 23-25 | KA/Þór Íslandsmeistari í fyrsta sinn KA/Þór varð í dag Íslandsmeistari í fyrsta sinn eftir sigur á Val, 23-25, í Origo-höllinni. Akureyringar unnu einvígið, 2-0. 6. júní 2021 18:40