Smokkfiskar verða geimfarar Árni Sæberg skrifar 3. júní 2021 10:55 Þessi smokkfiskur er líklega ekki einn þeirra sem verða geimfarar í dag. Steven Trainoff Ph.D./Getty Næsta geimskot NASA verður farþegaflug en 128 smokkfiskar verða þá geimfarar. Klukkan 17:29 í dag mun Falcon 9, eldflaug SpaceX, taka á loft með vistir og tilraunabúnað innanborðs. Áfangastaðurinn er Alþjóðlega geimstöðin (ISS) en NASA samdi nýverið við SpaceX um að annast farþega- og fraktflutninga til stöðvarinnar. Smokkfiskarnir verða nýttir við rannsóknir á áhrifum geimflugs á samlífi dýra og örvera. Ónæmiskerfi smokkfiska er keimlíkt ónæmiskerfi manna. Nasa segir tilraunina munu koma að gagni við þróun öryggisbúnaðar sem á að vernda heilsu geimfara í lengri geimferðum. Eldflaugin Falcon 9 úr smiðju SpaceX, fyrirtækis Elons Musks.AP/John Raoux „Dýr, þar á meðal menn, reiða sig á örverur til að viðhalda heilbrigðu meltingar- og ónæmiskerfi. Við vitum ekki fullkomlega hvaða áhrif geimferðir hafa á þetta gagnlega samlífi.“ segir Jamie Foster, yfirvísindamaður tilraunarinnar, í samtali við breska ríkisútvarpið. Smokkfiskar verða ekki einu dýrin sem fá far með eldflauginni. Auk þeirra munu 5.000 bessadýr fylgja með. Bessadýr eru fjölfrumungar sem geta lifað við nánast hvaða aðstæður sem er. Þau verða nýtt við rannsóknir á áhrifum harðneskjulegs umhverfis geimsins á mannslíkamann. Bessadýr eru ein harðgerðustu dýr jarðar og ættu því að una sér vel í Alþjóðlegu geimstöðinni.David Spears FRPS FRMS/Getty Vísindi Geimurinn Dýr SpaceX Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri fréttir Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið Sjá meira
Klukkan 17:29 í dag mun Falcon 9, eldflaug SpaceX, taka á loft með vistir og tilraunabúnað innanborðs. Áfangastaðurinn er Alþjóðlega geimstöðin (ISS) en NASA samdi nýverið við SpaceX um að annast farþega- og fraktflutninga til stöðvarinnar. Smokkfiskarnir verða nýttir við rannsóknir á áhrifum geimflugs á samlífi dýra og örvera. Ónæmiskerfi smokkfiska er keimlíkt ónæmiskerfi manna. Nasa segir tilraunina munu koma að gagni við þróun öryggisbúnaðar sem á að vernda heilsu geimfara í lengri geimferðum. Eldflaugin Falcon 9 úr smiðju SpaceX, fyrirtækis Elons Musks.AP/John Raoux „Dýr, þar á meðal menn, reiða sig á örverur til að viðhalda heilbrigðu meltingar- og ónæmiskerfi. Við vitum ekki fullkomlega hvaða áhrif geimferðir hafa á þetta gagnlega samlífi.“ segir Jamie Foster, yfirvísindamaður tilraunarinnar, í samtali við breska ríkisútvarpið. Smokkfiskar verða ekki einu dýrin sem fá far með eldflauginni. Auk þeirra munu 5.000 bessadýr fylgja með. Bessadýr eru fjölfrumungar sem geta lifað við nánast hvaða aðstæður sem er. Þau verða nýtt við rannsóknir á áhrifum harðneskjulegs umhverfis geimsins á mannslíkamann. Bessadýr eru ein harðgerðustu dýr jarðar og ættu því að una sér vel í Alþjóðlegu geimstöðinni.David Spears FRPS FRMS/Getty
Vísindi Geimurinn Dýr SpaceX Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri fréttir Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið Sjá meira