Að smyrja þynnra – við erum enn of fá Fjölnir Sæmundsson skrifar 31. maí 2021 08:01 Ekki verður umflúið lengur að segja almenningi sannleikann um ástand löggæslu á Íslandi. Þann 1. maí 2021 varð lögreglan á Íslandi fyrir enn einu högginu og á nú erfiðara en áður með að tryggja öryggi landsmanna. Í grein sem bar yfirskriftina „Við erum of fá“ og birtist í Kjarnanum árið 2017 vakti undirritaður athygli á því að lögreglumenn á Íslandi væru svo fáir að í óefni stefndi. Árið 2018 flutti ég ræðu á Alþingi þar sem ég benti á að öryggi bæði borgaranna og lögreglumanna væri stefnt í hættu vegna manneklu lögreglunnar. Ég benti þar á að lögregla væri ekki í stakk búin að veita almenningi þá þjónustu sem hann ætti rétt á. Þúsundir mála biðu úrlausnar hjá lögreglu. Því miður hefur hvorki dómsmála- né fjármálaráðuneyti sýnt alvöru ábyrgð í þessum málum. Það sem helst hefur verið gert er að setja af stað ýmis átaksverkefni sem hafa verið til þess fallin að setja plástur á sárið. Slík verkefni hafa verið sett í gang þegar við hefur blasað að í óefni er komið. Þar má nefna átak í rannsóknum á kynferðisbrotum, átak í heimilisofbeldismálum og átak í fjármunabrotum, þegar Ísland var komið á gráan lista alþjóðlegra samtaka. Núna síðast hefur verið ráðist í átak til að takast á við skipulagða brotastarfsemi, sem því miður virðist orðin tóm. Ég fullyrði að ekki væri þörf á að fara reglulega í átaksverkefni ef lögreglan á Íslandi væri eðlilega mönnuð. Ríkið hefur samið við starfsmenn sína – þar á meðal lögreglumenn – um styttri vinnutíma. Það var löngu fyrirséð að svokallað mönnunargat myndi myndast þegar stytta ætti vinnutíma stéttar sem er með viðveru allan sólarhringinn. Við hefur blasað að ráða þarf fleiri lögreglumenn til starfa. Í það verkefni hefur ekki verið ráðist og ekki er fyrirsjáanlegt að það muni gerast í bráð. Fjármálaráðuneytið hefur ekki látið lögregluembættin hafa það fjármagn sem þarf til að fylla gatið. Staðan er því sú að lögreglan er undirmönnuð og raunar enn ver stödd en áður. Hugmynd ráðuneytanna virðist vera sú að lögregla smyrji enn þynnra úr þeirri litlu smjörklípu sem hún hefur fengið í úthlutun. Ráðamenn virðast hafa ákveðið að öryggisstig borgara á Íslandi myndi lækka á þessum tiltekna degi í byrjun maí, þegar stytting vinnuvikunnar tók gildi. Staðan í lögreglunni á Íslandi er nú sú að þar sem áður voru tveir á vakt er nú einn, þar sem var fimm manna vakt eru nú fjórir. Í 80.000 manna sveitafélagi eru mögulega þrír á næturvakt. Allir hljóta að sjá að öryggi fólks er ekki tryggt. Margoft hefur verið bent á að öryggi lögreglumanna er óásættanlegt í þessu ástandi. Eitt af viðmiðum um öryggi lögreglumanna er að þeir séu aldrei einir á vakt. Því viðmiði er því miður ekki fylgt í dag. Það skapar hættur fyrir almenning jafnt sem lögreglumenn. Stytting vinnuvikunnar átti að vera lýðsheilsumál sem bæta myndi líðan starfsmanna. Hjá lögreglumönnum er þessi breyting að snúast upp í andhverfu sína þar sem fyrirsjáanlegt er að lögreglumönnum á vakt fækkar með auknu álagi og yfirvinnu á þá fáu sem fyrir eru. Lögregluembættin sitja nú öll uppi með reiknidæmi sem ekki er hægt að láta ganga upp, kannski vegna þess að ríkisvaldið virðist ekki hafa vitað um hvað var samið. Fjármálaráðuneytið verður að standa við samkomulag um að fjármagna það mönnunargat sem myndaðist þann 1.maí svo hægt sé að halda upp eðlilegu öryggisstigi í landinu. Stjórn Landssambands lögreglumanna fundaði nú á dögunum þar sem lögreglumenn úr öllum landshlutum lýstu yfir áhyggjum sínum af stöðunni og þeim skorti á fjármagni sem við blasir. Ráðuneyti fjármála og dómsmála verða að standa við gerða samninga svo lögreglumenn og aðrir íbúar þessa lands geti lifað við þau viðmið um öryggi sem eðlileg þykja í okkar samfélagi. Höfundur er formaður Landssambands lögreglumanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Fjölnir Sæmundsson Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Ekki verður umflúið lengur að segja almenningi sannleikann um ástand löggæslu á Íslandi. Þann 1. maí 2021 varð lögreglan á Íslandi fyrir enn einu högginu og á nú erfiðara en áður með að tryggja öryggi landsmanna. Í grein sem bar yfirskriftina „Við erum of fá“ og birtist í Kjarnanum árið 2017 vakti undirritaður athygli á því að lögreglumenn á Íslandi væru svo fáir að í óefni stefndi. Árið 2018 flutti ég ræðu á Alþingi þar sem ég benti á að öryggi bæði borgaranna og lögreglumanna væri stefnt í hættu vegna manneklu lögreglunnar. Ég benti þar á að lögregla væri ekki í stakk búin að veita almenningi þá þjónustu sem hann ætti rétt á. Þúsundir mála biðu úrlausnar hjá lögreglu. Því miður hefur hvorki dómsmála- né fjármálaráðuneyti sýnt alvöru ábyrgð í þessum málum. Það sem helst hefur verið gert er að setja af stað ýmis átaksverkefni sem hafa verið til þess fallin að setja plástur á sárið. Slík verkefni hafa verið sett í gang þegar við hefur blasað að í óefni er komið. Þar má nefna átak í rannsóknum á kynferðisbrotum, átak í heimilisofbeldismálum og átak í fjármunabrotum, þegar Ísland var komið á gráan lista alþjóðlegra samtaka. Núna síðast hefur verið ráðist í átak til að takast á við skipulagða brotastarfsemi, sem því miður virðist orðin tóm. Ég fullyrði að ekki væri þörf á að fara reglulega í átaksverkefni ef lögreglan á Íslandi væri eðlilega mönnuð. Ríkið hefur samið við starfsmenn sína – þar á meðal lögreglumenn – um styttri vinnutíma. Það var löngu fyrirséð að svokallað mönnunargat myndi myndast þegar stytta ætti vinnutíma stéttar sem er með viðveru allan sólarhringinn. Við hefur blasað að ráða þarf fleiri lögreglumenn til starfa. Í það verkefni hefur ekki verið ráðist og ekki er fyrirsjáanlegt að það muni gerast í bráð. Fjármálaráðuneytið hefur ekki látið lögregluembættin hafa það fjármagn sem þarf til að fylla gatið. Staðan er því sú að lögreglan er undirmönnuð og raunar enn ver stödd en áður. Hugmynd ráðuneytanna virðist vera sú að lögregla smyrji enn þynnra úr þeirri litlu smjörklípu sem hún hefur fengið í úthlutun. Ráðamenn virðast hafa ákveðið að öryggisstig borgara á Íslandi myndi lækka á þessum tiltekna degi í byrjun maí, þegar stytting vinnuvikunnar tók gildi. Staðan í lögreglunni á Íslandi er nú sú að þar sem áður voru tveir á vakt er nú einn, þar sem var fimm manna vakt eru nú fjórir. Í 80.000 manna sveitafélagi eru mögulega þrír á næturvakt. Allir hljóta að sjá að öryggi fólks er ekki tryggt. Margoft hefur verið bent á að öryggi lögreglumanna er óásættanlegt í þessu ástandi. Eitt af viðmiðum um öryggi lögreglumanna er að þeir séu aldrei einir á vakt. Því viðmiði er því miður ekki fylgt í dag. Það skapar hættur fyrir almenning jafnt sem lögreglumenn. Stytting vinnuvikunnar átti að vera lýðsheilsumál sem bæta myndi líðan starfsmanna. Hjá lögreglumönnum er þessi breyting að snúast upp í andhverfu sína þar sem fyrirsjáanlegt er að lögreglumönnum á vakt fækkar með auknu álagi og yfirvinnu á þá fáu sem fyrir eru. Lögregluembættin sitja nú öll uppi með reiknidæmi sem ekki er hægt að láta ganga upp, kannski vegna þess að ríkisvaldið virðist ekki hafa vitað um hvað var samið. Fjármálaráðuneytið verður að standa við samkomulag um að fjármagna það mönnunargat sem myndaðist þann 1.maí svo hægt sé að halda upp eðlilegu öryggisstigi í landinu. Stjórn Landssambands lögreglumanna fundaði nú á dögunum þar sem lögreglumenn úr öllum landshlutum lýstu yfir áhyggjum sínum af stöðunni og þeim skorti á fjármagni sem við blasir. Ráðuneyti fjármála og dómsmála verða að standa við gerða samninga svo lögreglumenn og aðrir íbúar þessa lands geti lifað við þau viðmið um öryggi sem eðlileg þykja í okkar samfélagi. Höfundur er formaður Landssambands lögreglumanna.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun