Hvað getum við gert fyrir ykkur? Hólmfríður Árnadóttir, Heiða Guðný Ásgeirsdóttir og Sigrún Birna Steinarsdóttir skrifa 29. maí 2021 17:00 Núna rétt í þessu var listi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Suðurkjördæmi samþykktur. Í efstu fimm sætunum eru fjórar konur og einn karl. Við vorum kosnar, þrjár konur, í efstu sæti listans sem er ákveðið kall kjósenda á breytingar og sýnir vilja fólks til að koma konum að. Það er mikilvægt og endurspeglar áherslur flokksins á kvenréttindi og þá sýn að konur geta verið ólíkar þó konur séu. Með okkur þremur næst nefnilega landfræðileg breidd allt frá vestasta hluta kjördæmisins til þess austasta, við erum með ólíkan bakgrunn, á breiðu aldursbili og með fjölbreyttar áherslur sem þó allar snúa að félagslegu réttlæti, umhverfisvernd, kvenfrelsi og alþjóðlegri friðarhyggju. Það eru ærin verkefni framundan. Uppræta þarf fátækt og kynbundið ofbeldi, sem hefur fengið að þrífast í samfélaginu sérstaklega núna á tímum Covid. Það hafa tölur frá Stígamótum, UN Women og sögur í kjölfar seinni #meetoo sýnt okkur fram á. Einnig hefur fátækt náð að breiðast út samhliða auknu atvinnuleysi og þar eru börn og ungmenni hvað viðkvæmust fyrir. Aukin menntunartækifæri og efling hvers konar heilbrigðisþjónustu er nauðsyn ef við ætlum saman að uppræta alla þessa vágesti. Það er einlægur ásetningur okkar að láta gott af okkur leiða. Við mætum kraftmiklar til leiks og tilbúnar til góðra verka, hvað getum við gert fyrir ykkur? Höfundar eru í þremur efstu sætum á lista VG í Suðurkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Hólmfríður Árnadóttir Heiða Guðný Ásgeirsdóttir Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Skoðun Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Núna rétt í þessu var listi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Suðurkjördæmi samþykktur. Í efstu fimm sætunum eru fjórar konur og einn karl. Við vorum kosnar, þrjár konur, í efstu sæti listans sem er ákveðið kall kjósenda á breytingar og sýnir vilja fólks til að koma konum að. Það er mikilvægt og endurspeglar áherslur flokksins á kvenréttindi og þá sýn að konur geta verið ólíkar þó konur séu. Með okkur þremur næst nefnilega landfræðileg breidd allt frá vestasta hluta kjördæmisins til þess austasta, við erum með ólíkan bakgrunn, á breiðu aldursbili og með fjölbreyttar áherslur sem þó allar snúa að félagslegu réttlæti, umhverfisvernd, kvenfrelsi og alþjóðlegri friðarhyggju. Það eru ærin verkefni framundan. Uppræta þarf fátækt og kynbundið ofbeldi, sem hefur fengið að þrífast í samfélaginu sérstaklega núna á tímum Covid. Það hafa tölur frá Stígamótum, UN Women og sögur í kjölfar seinni #meetoo sýnt okkur fram á. Einnig hefur fátækt náð að breiðast út samhliða auknu atvinnuleysi og þar eru börn og ungmenni hvað viðkvæmust fyrir. Aukin menntunartækifæri og efling hvers konar heilbrigðisþjónustu er nauðsyn ef við ætlum saman að uppræta alla þessa vágesti. Það er einlægur ásetningur okkar að láta gott af okkur leiða. Við mætum kraftmiklar til leiks og tilbúnar til góðra verka, hvað getum við gert fyrir ykkur? Höfundar eru í þremur efstu sætum á lista VG í Suðurkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar.
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar