Repúblikanar felldu frumvarp um rannsókn á árásinni á þinghúsið Kjartan Kjartansson skrifar 28. maí 2021 18:20 Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, vildi ekki gefa demókrötum vopn í hendur fyrir þingkosningar á næsta ári með því að samþykkja stofnun óháðrar nefndar til að rannsaka árásina á þinghúsið í janúar. AP/J. Scott Applewhite Nær allir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpi um óháða rannsókn á árás stuðningsmanna Donalds Trump á bandaríska þinghúsið í janúar. Líklega er útséð um að slík rannsókn fari fram. Þverpólitískt frumvarp um stofnun óháðrar rannsóknarnefndar í anda þeirrar sem rannsakaði hryðjuverkaárásanna 11. september árið 2001 var samþykkt í fulltrúadeild Bandaríkjaþings á dögunum. Þá greiddu 35 þingmenn repúblikana atkvæða með því. Frumvarpið beið skipsbrot í öldungadeildinni í dag þrátt fyrir að 54 þingmenn hafi greitt atkvæði með því, þar á meðal sex repúblikanar, en 35 gegn því, að sögn AP-fréttastofunnar. Sextíu atkvæði þurfti til þess að samþykkja frumvarpið í ljósi þess að repúblikanar ætluðu að beita málþófi til þess að stöðva framgang þess. Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, hvatti þingflokk sinn til að gefa demókrötum ekki vopn í hendur fyrir þingkosningar á næsta ári með því að samþykkja stofnun nefndarinnar. Hann hélt því einnig fram að rannsóknarnefndin væri óþörf þar sem að bæði þingnefndir og dómsmálayfirvöld rannsaka atlöguna að þinghúsinu. Það var heldur ekki til að hvetja þingmenn repúblikana til þess að styðja rannsóknarnefndina að Trump hefur haldið áfram að hamast yfir kosningaúrslitunum með sömu lygum um að stórfelld svik hafi kostað hann sigurinn sem urðu kveikjan að árásinni í janúar. Stuðningsmenn Trump tókust á við lögreglumenn við bandaríska þinghúsið 6. janúar. Ætlun þeirra var að koma í veg fyrir að þingmenn staðfestu kjör Joes Biden sem forseta.AP/John Minchillo Sakaðir um að sópa hryllingnum undir teppið fyrir Trump Þúsundir stuðningsmanna Trump þyrptust að þinghúsinu eftir fjöldafund með Trump daginn sem báðar deildir þingsins staðfestu kjör Joes Biden sem forseta 6. janúar. Hundruð þeirra í það minnsta slógust við lögreglumenn og brutust inn í þinghúsið þannig að gera þurfti hlé á þingfundi. Þingmenn og starfslið þeirra þurfti að fela sig á læstum skrifstofum á meðan æstur múgur fór um húsið. Lögreglumenn skutu konu úr hópi uppreisnarfólksins þegar hún reyndi að brjótast inn um brotinn glugga á sal fulltrúadeildarinnar. Þrír aðrir uppreisnarmenn létu lífið og einn lögreglumaður lést í kjölfar árásarinnar. Tugir annarra lögreglumanna slösuðust, sumir alvarlega, og tveir þeirra sviptu sig lífi dagana eftir árásina. Daginn sem árásin var gerð fordæmdu margir þingmenn repúblikana múginn og gagnrýndu Trump, þá forseta, fyrir að hafa æst fólkið til athæfisins. Tíu fulltrúadeildarþingmenn flokksins greiddu atkvæði með því að kæra Trump fyrir embættisbrot vegna þess og sjö öldungadeildarþingmenn hans greiddu atkvæði með því að sakfella hann. Repúblikanar hafa síðan dregið verulega úr gagnrýni sinni á atburðina og Trump. Þeir hafa jafnframt reynt að refsa þeim þingmönnum sem greiddu atkvæði gegn Trump og úthýstu meðal annars Liz Cheney úr forystusveit fulltrúadeildarþingflokksins. Meirihluti þingflokks þeirra var ekki tilbúinn að styðja óháða rannsóknarnefnd um árásina þrátt fyrir að lögreglumenn og fjölskylda lögreglumannsins sem lést hefði hvatt þá til þess í vikunni. Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, sakaði repúblikana um að reyna að „sópa hryllingi þessa dags undir teppið“ af hollustu við Trump sem hefur enn tangarhald á flokknum sem hann leiddi til algers ósigurs í forseta- og þingkosningunum í nóvember. Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump segist stefna aftur á framboð Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur sagt bandamönnum sínum að hann stefni á að bjóða sig aftur fram til forseta fyrir kosningarnar 2024, verði hann enn við góða heilsu. 27. maí 2021 13:53 Tugir repúblikana studdu rannsókn á árásinni Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvarp um stofnun þverpólitískrar rannsóknarnefndar á árásinni á þinghúsið í janúar í gær. Á fjórða tug repúblikana óhlýðnaðist leiðtogum flokksins og greiddi atkvæði með frumvarpinu. 20. maí 2021 10:59 Innanbúðarfólkið sem varð utangarðs Repúblikanarnir og þingmennirnir Liz Cheney og Mitt Romney hafa um árabil verið í innsta hring Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Cheney er til að mynda þriðji æðsti þingmaður flokksins, formlega séð og Romney var eitt sinn forsetaefni hans gegn Barack Obama. 3. maí 2021 22:36 Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Maður talinn af eftir jarðfall Erlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Fleiri fréttir Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Sjá meira
Þverpólitískt frumvarp um stofnun óháðrar rannsóknarnefndar í anda þeirrar sem rannsakaði hryðjuverkaárásanna 11. september árið 2001 var samþykkt í fulltrúadeild Bandaríkjaþings á dögunum. Þá greiddu 35 þingmenn repúblikana atkvæða með því. Frumvarpið beið skipsbrot í öldungadeildinni í dag þrátt fyrir að 54 þingmenn hafi greitt atkvæði með því, þar á meðal sex repúblikanar, en 35 gegn því, að sögn AP-fréttastofunnar. Sextíu atkvæði þurfti til þess að samþykkja frumvarpið í ljósi þess að repúblikanar ætluðu að beita málþófi til þess að stöðva framgang þess. Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, hvatti þingflokk sinn til að gefa demókrötum ekki vopn í hendur fyrir þingkosningar á næsta ári með því að samþykkja stofnun nefndarinnar. Hann hélt því einnig fram að rannsóknarnefndin væri óþörf þar sem að bæði þingnefndir og dómsmálayfirvöld rannsaka atlöguna að þinghúsinu. Það var heldur ekki til að hvetja þingmenn repúblikana til þess að styðja rannsóknarnefndina að Trump hefur haldið áfram að hamast yfir kosningaúrslitunum með sömu lygum um að stórfelld svik hafi kostað hann sigurinn sem urðu kveikjan að árásinni í janúar. Stuðningsmenn Trump tókust á við lögreglumenn við bandaríska þinghúsið 6. janúar. Ætlun þeirra var að koma í veg fyrir að þingmenn staðfestu kjör Joes Biden sem forseta.AP/John Minchillo Sakaðir um að sópa hryllingnum undir teppið fyrir Trump Þúsundir stuðningsmanna Trump þyrptust að þinghúsinu eftir fjöldafund með Trump daginn sem báðar deildir þingsins staðfestu kjör Joes Biden sem forseta 6. janúar. Hundruð þeirra í það minnsta slógust við lögreglumenn og brutust inn í þinghúsið þannig að gera þurfti hlé á þingfundi. Þingmenn og starfslið þeirra þurfti að fela sig á læstum skrifstofum á meðan æstur múgur fór um húsið. Lögreglumenn skutu konu úr hópi uppreisnarfólksins þegar hún reyndi að brjótast inn um brotinn glugga á sal fulltrúadeildarinnar. Þrír aðrir uppreisnarmenn létu lífið og einn lögreglumaður lést í kjölfar árásarinnar. Tugir annarra lögreglumanna slösuðust, sumir alvarlega, og tveir þeirra sviptu sig lífi dagana eftir árásina. Daginn sem árásin var gerð fordæmdu margir þingmenn repúblikana múginn og gagnrýndu Trump, þá forseta, fyrir að hafa æst fólkið til athæfisins. Tíu fulltrúadeildarþingmenn flokksins greiddu atkvæði með því að kæra Trump fyrir embættisbrot vegna þess og sjö öldungadeildarþingmenn hans greiddu atkvæði með því að sakfella hann. Repúblikanar hafa síðan dregið verulega úr gagnrýni sinni á atburðina og Trump. Þeir hafa jafnframt reynt að refsa þeim þingmönnum sem greiddu atkvæði gegn Trump og úthýstu meðal annars Liz Cheney úr forystusveit fulltrúadeildarþingflokksins. Meirihluti þingflokks þeirra var ekki tilbúinn að styðja óháða rannsóknarnefnd um árásina þrátt fyrir að lögreglumenn og fjölskylda lögreglumannsins sem lést hefði hvatt þá til þess í vikunni. Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, sakaði repúblikana um að reyna að „sópa hryllingi þessa dags undir teppið“ af hollustu við Trump sem hefur enn tangarhald á flokknum sem hann leiddi til algers ósigurs í forseta- og þingkosningunum í nóvember.
Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump segist stefna aftur á framboð Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur sagt bandamönnum sínum að hann stefni á að bjóða sig aftur fram til forseta fyrir kosningarnar 2024, verði hann enn við góða heilsu. 27. maí 2021 13:53 Tugir repúblikana studdu rannsókn á árásinni Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvarp um stofnun þverpólitískrar rannsóknarnefndar á árásinni á þinghúsið í janúar í gær. Á fjórða tug repúblikana óhlýðnaðist leiðtogum flokksins og greiddi atkvæði með frumvarpinu. 20. maí 2021 10:59 Innanbúðarfólkið sem varð utangarðs Repúblikanarnir og þingmennirnir Liz Cheney og Mitt Romney hafa um árabil verið í innsta hring Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Cheney er til að mynda þriðji æðsti þingmaður flokksins, formlega séð og Romney var eitt sinn forsetaefni hans gegn Barack Obama. 3. maí 2021 22:36 Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Maður talinn af eftir jarðfall Erlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Fleiri fréttir Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Sjá meira
Trump segist stefna aftur á framboð Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur sagt bandamönnum sínum að hann stefni á að bjóða sig aftur fram til forseta fyrir kosningarnar 2024, verði hann enn við góða heilsu. 27. maí 2021 13:53
Tugir repúblikana studdu rannsókn á árásinni Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvarp um stofnun þverpólitískrar rannsóknarnefndar á árásinni á þinghúsið í janúar í gær. Á fjórða tug repúblikana óhlýðnaðist leiðtogum flokksins og greiddi atkvæði með frumvarpinu. 20. maí 2021 10:59
Innanbúðarfólkið sem varð utangarðs Repúblikanarnir og þingmennirnir Liz Cheney og Mitt Romney hafa um árabil verið í innsta hring Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Cheney er til að mynda þriðji æðsti þingmaður flokksins, formlega séð og Romney var eitt sinn forsetaefni hans gegn Barack Obama. 3. maí 2021 22:36