Hvað kenndi Covid okkur? Gunnar Hnefill Örlygsson skrifar 28. maí 2021 14:01 Aftur í öldum fyrir nútíma samskipti, tók langan tíma að koma boðum milli landshorna. Þá voru skeyti, bréf og boð borin áfram af embættismönnum sem kallaðir voru landspóstar. Samkvæmt tilskipun frá árinu 1776 skyldu þeir fara þrjár leiðir um landið þrisvar á ári. Eðlilega í ljósi samskipta, sem voru jafn stopul og þá, byggist landstjórn og stjórnsýsla að mestu leyti upp á einum stað, Reykjavík. En í tímans rás hefur margt tekið breytingum, samgöngur hafa eflst og batnað, tækni hefur fleygt svo fram, að formæður okkar og -feður hefðu varla getað gert sér í hugarlund hvað framtíðin bæri í skauti sér. Eitt hefur þó staðist tímans tönn og það er sú staðreynd að stofnanir og ríkisfyrirtæki hafa að mestu byggst upp á einum stað á þessu víðferma og fagra landi okkar. Í mars á síðasta ári var veröld okkar umturnað af völdum þess vágest sem Covid veiran er. Við brugðumst við og með samstöðu, breyttum okkar venjum til að vernda samfélag okkar og samborgara. Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Viðbrögð okkar við þessum breyttu aðstæðum voru meðal annars, að færa fjölda starfa út úr skrifstofubyggingum í borginni og í heimahús. Við getum því spurt okkur; Hvað kenndi Covid okkur? Jú, að fjölda starfa má sinna annar staðar en í skrifstofubyggingum staðsettum í Reykjavík. Ég vil líta svo á að hér sé sóknarfæri fyrir landsbyggðina. Í mínu kjördæmi, Norðausturkjördæmi, sem nær frá Siglufirði til Djúpavogs, eru 3 megin svæði, Eyjafjörður, Þingeyjarsýslur og Austurland. Öll þessi svæði eru vel í stakk búin til þess að taka við fleiri störfum og stofnunum. Það mun styrkja hinar dreifðari byggðir, auk þess að færa ungu fólki af landsbyggðinni, sem haldið hefur til framhaldsnáms, tækifæri til aukins frelsis við val á búsetu og aukin kost á að snúa aftur heim. Samhliða því mun með þessu nást veruleg hagræðing varðandi húsnæðiskostnað, því fasteigna- og leiguverð á landsbyggðinni er til muna lægra en í höfuðborginni. Temjum okkur tækifærin, sem framfarir og tæknin býður. Horfum björtum augum til framtíðar og þeirra möguleika sem þar eru. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. laugardaginn þann 29. maí 2021. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Gunnar Hnefill Örlygsson Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Aftur í öldum fyrir nútíma samskipti, tók langan tíma að koma boðum milli landshorna. Þá voru skeyti, bréf og boð borin áfram af embættismönnum sem kallaðir voru landspóstar. Samkvæmt tilskipun frá árinu 1776 skyldu þeir fara þrjár leiðir um landið þrisvar á ári. Eðlilega í ljósi samskipta, sem voru jafn stopul og þá, byggist landstjórn og stjórnsýsla að mestu leyti upp á einum stað, Reykjavík. En í tímans rás hefur margt tekið breytingum, samgöngur hafa eflst og batnað, tækni hefur fleygt svo fram, að formæður okkar og -feður hefðu varla getað gert sér í hugarlund hvað framtíðin bæri í skauti sér. Eitt hefur þó staðist tímans tönn og það er sú staðreynd að stofnanir og ríkisfyrirtæki hafa að mestu byggst upp á einum stað á þessu víðferma og fagra landi okkar. Í mars á síðasta ári var veröld okkar umturnað af völdum þess vágest sem Covid veiran er. Við brugðumst við og með samstöðu, breyttum okkar venjum til að vernda samfélag okkar og samborgara. Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Viðbrögð okkar við þessum breyttu aðstæðum voru meðal annars, að færa fjölda starfa út úr skrifstofubyggingum í borginni og í heimahús. Við getum því spurt okkur; Hvað kenndi Covid okkur? Jú, að fjölda starfa má sinna annar staðar en í skrifstofubyggingum staðsettum í Reykjavík. Ég vil líta svo á að hér sé sóknarfæri fyrir landsbyggðina. Í mínu kjördæmi, Norðausturkjördæmi, sem nær frá Siglufirði til Djúpavogs, eru 3 megin svæði, Eyjafjörður, Þingeyjarsýslur og Austurland. Öll þessi svæði eru vel í stakk búin til þess að taka við fleiri störfum og stofnunum. Það mun styrkja hinar dreifðari byggðir, auk þess að færa ungu fólki af landsbyggðinni, sem haldið hefur til framhaldsnáms, tækifæri til aukins frelsis við val á búsetu og aukin kost á að snúa aftur heim. Samhliða því mun með þessu nást veruleg hagræðing varðandi húsnæðiskostnað, því fasteigna- og leiguverð á landsbyggðinni er til muna lægra en í höfuðborginni. Temjum okkur tækifærin, sem framfarir og tæknin býður. Horfum björtum augum til framtíðar og þeirra möguleika sem þar eru. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. laugardaginn þann 29. maí 2021.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun