Tímabilið vonbrigði en það er ekki hægt að vinna endalaust Andri Már Eggertsson skrifar 26. maí 2021 21:35 Stefán var svekktur með að vera úr leik í kvöld Vísir/Hulda Tímabilinu er lokið hjá Fram eftir að hafa tapað 2-0 í undanúrslitar einvígi á móti Val. Sterkur varnarleikur Vals sá til þess að þær unnu leikinn að lokum með 5 mörkum 24-19. Stefán Arnarson þjálfari Fram var afar svekktur með úrslit leiksins. „Þetta eru mikil vonbrigði vegna þess við erum í handbolta til að vinna. Í dag voru það fullt af litlum hlutum hjá okkur sem eru í miklu ólagi," sagði Stefán og bætti við að hlutirnir sem klikkuðu væru of margir til að nefna þá. Það var lítið skorað til að byrja með leiks og voru Framkonur í vandræðum með að brjóta ísinn sem þær á endanum gerðu eftir 6:30 mínútu. „Sterkur varnarleikur er oft aðaleinkenni þegar lið mætast í annað sinn í einvígi. Við lentum fyrst tveimur mörkum undir komust síðan í 7-4 en síðan voru þær talsvert sterkari á báðum endum vallarins og óska ég þeim til hamingju með að vera kominn í úrslitin." Það kom afar slakur kafli hjá Fram eftir að þær komust 7-4 yfir í fyrri hálfleik þar sem Framkonur voru miklir klaufar. „Valur refsaði okkur mikið þegar við vorum að spila stuttar sóknir þar sem við töpuðum boltanum. Hvernig við byrjuðum seinni hálfleikinn voru mikil vonbrigði, þetta hefur loðað mikið við okkur í vetur sem ég verð að taka á mig." „Í öllu einvíginu var Valur miklu betri, þær voru með talsvert meiri neista. Við vorum betri en þær í deildarkeppninni en þær voru betri en við í dag." Stefán Arnarson og hans stelpur í Fram þekkja lítið annað heldur en að vinna bikara því er afar mikil vonbrigði að liðið vinni ekkert á þessu tímabili. „Tímabilið er vonbrigði. Við vorum Íslandsmeistarar 2017,18. Í fyrra unnum við deild og bikar, síðan hefðum við orðið Íslandsmeistarar hefði Covid ekki komið. Það er ekki hægt að vinna endalaust en við viljum gera betur," sagði Stefán að lokum. Fram Olís-deild kvenna Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Sjá meira
„Þetta eru mikil vonbrigði vegna þess við erum í handbolta til að vinna. Í dag voru það fullt af litlum hlutum hjá okkur sem eru í miklu ólagi," sagði Stefán og bætti við að hlutirnir sem klikkuðu væru of margir til að nefna þá. Það var lítið skorað til að byrja með leiks og voru Framkonur í vandræðum með að brjóta ísinn sem þær á endanum gerðu eftir 6:30 mínútu. „Sterkur varnarleikur er oft aðaleinkenni þegar lið mætast í annað sinn í einvígi. Við lentum fyrst tveimur mörkum undir komust síðan í 7-4 en síðan voru þær talsvert sterkari á báðum endum vallarins og óska ég þeim til hamingju með að vera kominn í úrslitin." Það kom afar slakur kafli hjá Fram eftir að þær komust 7-4 yfir í fyrri hálfleik þar sem Framkonur voru miklir klaufar. „Valur refsaði okkur mikið þegar við vorum að spila stuttar sóknir þar sem við töpuðum boltanum. Hvernig við byrjuðum seinni hálfleikinn voru mikil vonbrigði, þetta hefur loðað mikið við okkur í vetur sem ég verð að taka á mig." „Í öllu einvíginu var Valur miklu betri, þær voru með talsvert meiri neista. Við vorum betri en þær í deildarkeppninni en þær voru betri en við í dag." Stefán Arnarson og hans stelpur í Fram þekkja lítið annað heldur en að vinna bikara því er afar mikil vonbrigði að liðið vinni ekkert á þessu tímabili. „Tímabilið er vonbrigði. Við vorum Íslandsmeistarar 2017,18. Í fyrra unnum við deild og bikar, síðan hefðum við orðið Íslandsmeistarar hefði Covid ekki komið. Það er ekki hægt að vinna endalaust en við viljum gera betur," sagði Stefán að lokum.
Fram Olís-deild kvenna Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Sjá meira