„Íbúar eru mjög sárir yfir þessu“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. maí 2021 21:02 Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. vísir/EGill Reykjanesbær skorar á heilbrigðisráðherra að tryggja starfsemi nýrrar heilsugæslu á Suðurnesjum. Forseti bæjarstjórnar segir ástandið óviðunandi og segist ekki skilja hvers vegna íbúar njóti ekki sömu réttinda og aðrir. Tæplega þrjátíu þúsund manns búa á Suðurnesjunum en á svæðinu er aðeins ein heilsugæslustöð sem þjónustar um tíu til tólf þúsund manns að sögn Guðbrands Einarsson, forseta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. „En við þyrftum í raun að hafa þrjár heilsugæslustöðvar hér á Suðurnesjum þannig að ástandið væri viðunandi. Við erum bara búin að eiga við þennan vanda í einn áratug eða lengur.“ Það sé mönnunarvandi á heilsugæslustöðinni. „Það er engin ásókn í að fara vinna hérna sem gerir það að verkum að við höfum ekki þá lækna sem við þyrftum og íbúar hafa vegna þess leitað til Reykjavíkur og við erum með fjögur þúsund manns skráða á Suðurnesjum skráða á heilsugæslustöð í Reykjavík,“ segir Guðbrandur. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæjar, ríkið mismuni íbúum sveitarfélagsins með engri heilbrigðisþjónustu. Um sé að ræða eina sveitarfélagið á landinu þar sem íbúar fái enga heilbrigðisþjónustu í sinni heimabyggð. Í Suðurnesjabæ eru byggðakjarnarnir Garður og Sandgerði og þar búa um 3700 íbúar. Fyrir þó nokkrum árum voru heilsugæslustöðvar á báðum stöðum en þeim var lokað. Guðbrandur tekur undir áhyggjur Magnúsar. Hafa skorað á heilbrigðisráðherra Guðbrandur segir fólk þurfa að bíða allt að þrjár til fjórar vikur eftir tíma á heilsugæslunni. Bæjarstjórn Reykjavíkurbæjar samþykkti bókun í byrjun mánaðarins þar sem skorað er á heilbrigðisráðherra að tryggja starfsemi nýrrar heilsgæslu á Suðurnesjum sem allra fyrst og ekki seinna en 1. október. „Það er til aðstaða til þess að nota og hægt að kalla til lækna í þá aðstöðu og það hefur bara ekki fengist samþykki fyrir því einhverra hluta vegna. Maður bara áttar sig ekki á þessu,“ segir Guðbrandur. Njóti ekki sömu réttinda og aðrir Lengi hafi verið talað fyrir því að sett verði á laggirnar einkarekin heilsugæslustöð á Suðurnesjum. „En hér hefur ekki verið lögð máls að því að opna slíka stöð og maður skilur ekki hvers vegna við njótum ekki sömu réttinda og aðrir íbúar landsins. Íbúar eru mjög sárir yfir þessu,“ segir Guðbrandur. Hann segir ástandið óviðunandi. Þá sé alþjóðaflugvöllur í miklum vexti á svæðinu. „Það gæti ýmislegt gerst þar sem reynir á heilbrigðiskerfið okkar og því styttri sem vegalengdin er í þá þjónustu því betra,“ segir Guðbrandur. Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Suðurnesjabær Reykjanesbær Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Sjá meira
Tæplega þrjátíu þúsund manns búa á Suðurnesjunum en á svæðinu er aðeins ein heilsugæslustöð sem þjónustar um tíu til tólf þúsund manns að sögn Guðbrands Einarsson, forseta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. „En við þyrftum í raun að hafa þrjár heilsugæslustöðvar hér á Suðurnesjum þannig að ástandið væri viðunandi. Við erum bara búin að eiga við þennan vanda í einn áratug eða lengur.“ Það sé mönnunarvandi á heilsugæslustöðinni. „Það er engin ásókn í að fara vinna hérna sem gerir það að verkum að við höfum ekki þá lækna sem við þyrftum og íbúar hafa vegna þess leitað til Reykjavíkur og við erum með fjögur þúsund manns skráða á Suðurnesjum skráða á heilsugæslustöð í Reykjavík,“ segir Guðbrandur. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Magnús Stefánsson, bæjarstjóri Suðurnesjabæjar, ríkið mismuni íbúum sveitarfélagsins með engri heilbrigðisþjónustu. Um sé að ræða eina sveitarfélagið á landinu þar sem íbúar fái enga heilbrigðisþjónustu í sinni heimabyggð. Í Suðurnesjabæ eru byggðakjarnarnir Garður og Sandgerði og þar búa um 3700 íbúar. Fyrir þó nokkrum árum voru heilsugæslustöðvar á báðum stöðum en þeim var lokað. Guðbrandur tekur undir áhyggjur Magnúsar. Hafa skorað á heilbrigðisráðherra Guðbrandur segir fólk þurfa að bíða allt að þrjár til fjórar vikur eftir tíma á heilsugæslunni. Bæjarstjórn Reykjavíkurbæjar samþykkti bókun í byrjun mánaðarins þar sem skorað er á heilbrigðisráðherra að tryggja starfsemi nýrrar heilsgæslu á Suðurnesjum sem allra fyrst og ekki seinna en 1. október. „Það er til aðstaða til þess að nota og hægt að kalla til lækna í þá aðstöðu og það hefur bara ekki fengist samþykki fyrir því einhverra hluta vegna. Maður bara áttar sig ekki á þessu,“ segir Guðbrandur. Njóti ekki sömu réttinda og aðrir Lengi hafi verið talað fyrir því að sett verði á laggirnar einkarekin heilsugæslustöð á Suðurnesjum. „En hér hefur ekki verið lögð máls að því að opna slíka stöð og maður skilur ekki hvers vegna við njótum ekki sömu réttinda og aðrir íbúar landsins. Íbúar eru mjög sárir yfir þessu,“ segir Guðbrandur. Hann segir ástandið óviðunandi. Þá sé alþjóðaflugvöllur í miklum vexti á svæðinu. „Það gæti ýmislegt gerst þar sem reynir á heilbrigðiskerfið okkar og því styttri sem vegalengdin er í þá þjónustu því betra,“ segir Guðbrandur.
Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Suðurnesjabær Reykjanesbær Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Sjá meira