Mickelson og Oosthuizen leiða eftir annan hring Valur Páll Eiríksson skrifar 22. maí 2021 10:31 Hinn fimmtugi Mickelson stendur vel eftir fyrstu hringina tvo. Kylfingur á sextugsaldri hefur ekki náð efstu tíu sætunum á mótinu síðan 2000. Getty Images/Elsa Öðrum hring PGA-meistaramótsins í golfi á Kiawah-eyju í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum lauk í nótt. Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuizen lék manna best í gær og leiðir mótið ásamt Phil Mickelson. Oosthuizen lék hring gærdagsins á fjórum höggum undir pari þar sem hann fékk fimm fugla og einn skolla. Hann fór fyrri hringinn á einu höggi undir pari og er því á fimm höggum undir parinu í heildina. Mickelson hafði leikið einu höggi betur á fyrri hringnum en í gær náði hann í sex fugla en fékk þrjá skolla. Hann fór hringinn því á þremur undir pari og deilir toppsætinu með Oosthuizen. Mickelson er fimmtugur en það hefur ekki kylfingur sem er fimmtugur eða eldri endað í efstu tíu sætunum á meistaramótinu síðan Tom Watson tókst það árið 2000. Halfway home at the #PGAChamp T1. @PhilMickelson -5T1. @Louis57TM 3. @BKoepka -4T4. @BrandenGrace -3T4. @CbezGolf T4. Hideki MatsuyamaT7. @CoreConn -2T7. @GaryWoodland T7. @Streels54 T7. Sungjae ImT7. @Paul_Casey— PGA TOUR (@PGATOUR) May 22, 2021 Brooks Koepka er þriðji á fjórum undir parinu en hann lék á höggi undir pari vallar á seinni hringnum. Japaninn Hideki Matsuyama er sá eini sem lék eins vel og Oosthuizen í gær, einnig á fjórum undir pari, og er á þremur undir í 4.-6. sæti. Sætunum deilir hann með tveimur löndum Oosthuizen, þeim Christian Bezuidenhout og Branden Grace. Kanadamaðurinn Corey Conners, sem leiddi eftir fyrsta hringinn, gekk ekki eins vel í gær - fór hringinn á þremur yfir pari - og er í 7.-11. sæti á tveimur undir pari ásamt þremur öðrum kylfingum. Pure electricity. @HarryHiggs1991 drops one from nearly 60 feet. pic.twitter.com/ufzRWTwIUG— PGA TOUR (@PGATOUR) May 21, 2021 Norður-Írinn Rory McIlroy komst í gegnum niðurskurð en hann er á þremur yfir pari eftir að hafa farið annan hringinn á pari. Tony Finau, Rickie Fowler, Justin Rose og Jon Rahm er á meðal kylfinga sem deila því skori. Þónokkrir öflugir kylfingar hafa helst úr lestinni þar sem þeir komust ekki í gegnum niðurskurðinn, er þeir voru á sex höggum yfir pari eða hærra eftir hringina tvo. Þar má meðal annarra nefna Xander Schauffele, Justin Thomas, Dustin Johnson, Tommy Fleetwood og Sergio Garcia. Þriðji hringur mótsins er í dag og hefst bein útsending frá Kiawah-eyju klukkan 17:00 á Stöð 2 Golf. Justin Thomas needed to make birdie on 18 to play the weekend ...The 2017 winner has missed the cut at the PGA Championship for the first time in his career. pic.twitter.com/xjfqihClmT— PGA TOUR (@PGATOUR) May 22, 2021 Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Golf Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Sjá meira
Oosthuizen lék hring gærdagsins á fjórum höggum undir pari þar sem hann fékk fimm fugla og einn skolla. Hann fór fyrri hringinn á einu höggi undir pari og er því á fimm höggum undir parinu í heildina. Mickelson hafði leikið einu höggi betur á fyrri hringnum en í gær náði hann í sex fugla en fékk þrjá skolla. Hann fór hringinn því á þremur undir pari og deilir toppsætinu með Oosthuizen. Mickelson er fimmtugur en það hefur ekki kylfingur sem er fimmtugur eða eldri endað í efstu tíu sætunum á meistaramótinu síðan Tom Watson tókst það árið 2000. Halfway home at the #PGAChamp T1. @PhilMickelson -5T1. @Louis57TM 3. @BKoepka -4T4. @BrandenGrace -3T4. @CbezGolf T4. Hideki MatsuyamaT7. @CoreConn -2T7. @GaryWoodland T7. @Streels54 T7. Sungjae ImT7. @Paul_Casey— PGA TOUR (@PGATOUR) May 22, 2021 Brooks Koepka er þriðji á fjórum undir parinu en hann lék á höggi undir pari vallar á seinni hringnum. Japaninn Hideki Matsuyama er sá eini sem lék eins vel og Oosthuizen í gær, einnig á fjórum undir pari, og er á þremur undir í 4.-6. sæti. Sætunum deilir hann með tveimur löndum Oosthuizen, þeim Christian Bezuidenhout og Branden Grace. Kanadamaðurinn Corey Conners, sem leiddi eftir fyrsta hringinn, gekk ekki eins vel í gær - fór hringinn á þremur yfir pari - og er í 7.-11. sæti á tveimur undir pari ásamt þremur öðrum kylfingum. Pure electricity. @HarryHiggs1991 drops one from nearly 60 feet. pic.twitter.com/ufzRWTwIUG— PGA TOUR (@PGATOUR) May 21, 2021 Norður-Írinn Rory McIlroy komst í gegnum niðurskurð en hann er á þremur yfir pari eftir að hafa farið annan hringinn á pari. Tony Finau, Rickie Fowler, Justin Rose og Jon Rahm er á meðal kylfinga sem deila því skori. Þónokkrir öflugir kylfingar hafa helst úr lestinni þar sem þeir komust ekki í gegnum niðurskurðinn, er þeir voru á sex höggum yfir pari eða hærra eftir hringina tvo. Þar má meðal annarra nefna Xander Schauffele, Justin Thomas, Dustin Johnson, Tommy Fleetwood og Sergio Garcia. Þriðji hringur mótsins er í dag og hefst bein útsending frá Kiawah-eyju klukkan 17:00 á Stöð 2 Golf. Justin Thomas needed to make birdie on 18 to play the weekend ...The 2017 winner has missed the cut at the PGA Championship for the first time in his career. pic.twitter.com/xjfqihClmT— PGA TOUR (@PGATOUR) May 22, 2021 Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Golf Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Sjá meira