Áætla að þrír til sjö milljarðar tapist árlega vegna tryggingasvika Nadine Guðrún Yaghi og Birgir Olgeirsson skrifa 13. maí 2021 13:28 Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri samtaka fjármálafyrirtækja, segir að samtökin áætli að þrír til sjö milljarðar tapist árlega vegna tryggingasvika hér á landi. Áætlað er að þrír til sjö milljarðar tapist árlega vegna tryggingasvika á Íslandi. Vísbendingar eru um að fólk líti tryggingasvik ekki eins alvarlegum augum og önnur fjármunabrot, samkvæmt nýlegri könnun samtaka fjármálafyrirtækja. Í umfjöllun Kompás um skipulagða glæpastarfsemi kom fram að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsaki nú þaulskipulögð tryggingasvik glæpahópa á Íslandi. Einn hópurinn er grunaður um að hafa svikið úr á þriðja hundrað milljónir af íslensku tryggingafélagi. Meðlimir í hópnum er grunaðir um að hafa ekið bílum sínum ítrekað á ljósastraura af ásetningi og fengið greiddar bætur fyrir líkamstjón. Samtök fjármálafyrirtækja áætla að þrír til sjö milljarðar tapist árlega vegna tryggingasvika hér á landi en það er aðeins að hluta vegna skipulagðra glæpahópa, og er þá tekið mið af tölum frá Norðurlöndunum. Katrín Júlísdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, segir vísbendingar um að fólk líti tryggingasvik ekki eins alvarlegum augum og fjármunabrot og vísar þar til nýlegrar könnunar sem samtökin létu gera fyrir sig. „Það kannski skýrist af því að þetta er lítið til umfjöllunar og fólk áttar sig kannski minna á því hvar tjónið verður,“ segir Katrín en tryggingasvik hafa áhrif á iðgjöld almennings. Samkvæmt könnuninni mátu 62 prósent tryggingasvik sem mjög alvarleg brot en 77 prósent mátu fjárdrátt sem mjög alvarleg brot og 67 prósent skattvik mátu skattsvik mjög alvarleg. „Ef við bara berum þetta saman við skattsvik. Þetta er ekkert ósvipað. Þeir sem svíkja undan skatti eru að taka frá hinum sem greiða og það er það sama með vátryggingastarfsemi, því það er ákveðin gjaldþolskrafa, það þarf að vera til fyrir tjónunum sem eru áætluð á hverju ári og það þarf að áætla iðgjöldin þar með út frá því og þeir sem svíkja úr tryggingunum, það bitnar á þeim sem greiða,“ segir Katrín. Tryggingasvik séu ekkert annað en fjársvik og auðgunarbrot. Katrín segir að tryggingafélögin fagni auknu samstarfi við lögreglu og að tjónagagnagrunnur sem tekinn var í gagnið árið 2019, að norskri fyrirmynd, hjálpi félögunum í baráttunni. Kompás Tryggingar Lögreglumál Efnahagsmál Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Sjá meira
Í umfjöllun Kompás um skipulagða glæpastarfsemi kom fram að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsaki nú þaulskipulögð tryggingasvik glæpahópa á Íslandi. Einn hópurinn er grunaður um að hafa svikið úr á þriðja hundrað milljónir af íslensku tryggingafélagi. Meðlimir í hópnum er grunaðir um að hafa ekið bílum sínum ítrekað á ljósastraura af ásetningi og fengið greiddar bætur fyrir líkamstjón. Samtök fjármálafyrirtækja áætla að þrír til sjö milljarðar tapist árlega vegna tryggingasvika hér á landi en það er aðeins að hluta vegna skipulagðra glæpahópa, og er þá tekið mið af tölum frá Norðurlöndunum. Katrín Júlísdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, segir vísbendingar um að fólk líti tryggingasvik ekki eins alvarlegum augum og fjármunabrot og vísar þar til nýlegrar könnunar sem samtökin létu gera fyrir sig. „Það kannski skýrist af því að þetta er lítið til umfjöllunar og fólk áttar sig kannski minna á því hvar tjónið verður,“ segir Katrín en tryggingasvik hafa áhrif á iðgjöld almennings. Samkvæmt könnuninni mátu 62 prósent tryggingasvik sem mjög alvarleg brot en 77 prósent mátu fjárdrátt sem mjög alvarleg brot og 67 prósent skattvik mátu skattsvik mjög alvarleg. „Ef við bara berum þetta saman við skattsvik. Þetta er ekkert ósvipað. Þeir sem svíkja undan skatti eru að taka frá hinum sem greiða og það er það sama með vátryggingastarfsemi, því það er ákveðin gjaldþolskrafa, það þarf að vera til fyrir tjónunum sem eru áætluð á hverju ári og það þarf að áætla iðgjöldin þar með út frá því og þeir sem svíkja úr tryggingunum, það bitnar á þeim sem greiða,“ segir Katrín. Tryggingasvik séu ekkert annað en fjársvik og auðgunarbrot. Katrín segir að tryggingafélögin fagni auknu samstarfi við lögreglu og að tjónagagnagrunnur sem tekinn var í gagnið árið 2019, að norskri fyrirmynd, hjálpi félögunum í baráttunni.
Kompás Tryggingar Lögreglumál Efnahagsmál Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Sjá meira