Hagræðing í fækkun sveitarfélaga Jóhann Sigmarsson skrifar 11. maí 2021 10:30 Árið 2020 eru sveitarfélög á Íslandi 69 með Reykjavík. Árneshreppur á Vestfjörðum er minnsta sveitarfélagið með 43 íbúa skráða. Íbúafjöldi á Íslandi er skráður 368.792. Ef það er borið saman við Pankow-hverfið í Berlín þá eru 399,000 skráðir þar. Mér vitanlega eru níu manns sem að stjórna hverfinu. Tillaga okkar er að fækka sveitarfélögum um helming eða um tvo þriðju vegna smæðar á íbúafjölda. Jafnvel gæti þeim verið fækkað niður í sömu tölu og kjördæmin eru á landinu eða niður í 6 sveitarfélög. Það myndi minnka bákn skriffinskunnar og yfirbyggingu sveitarfélaga verulega til muna sem búið er til að stórum hluta vegna flokkanna. Ég hef búið á nokkrum stöðum á landinu m.a. á Selfossi og átt t.d. í ágætis samskiptum við Sveitarfélagið Árborg. Það varð til 7. júní 1998 við sameiningu 4 sveitarfélaga: Selfossbæjar, Eyrarbakkahrepps, Stokkseyrarhrepps og Sandvíkurhrepps. Stjórnir sveitarfélaganna eru kosnar í almennum kosningum meðal íbúanna á fjögurra ára fresti. Frá og með 9. áratugnum var farið að leggja áherslu á sameiningu sveitarfélaga til að auka hagkvæmni í rekstri þeirra og bæta þjónustu ríkisstofnanna til almennings. Fækkun sveitarfélaga eykur hagkvæmni og bætir þjónustu til almennings. Sveitarfélögin hafa nánast frá upphafi byggðar á Íslandi verið grundvallareining í stjórnskipan landsins. Tímarnir eru aðrir í dag og nýir. Gjörbreyting hefur orðið á samskiptum milli fólks til umheimsins með tækninni. Almenningur á landinu getur verið í samskiptum við allar stofnanir og nauðsynjar í gegnum tölvur og síma um gjörvalla veröld með mjög stuttum fyrirvara. Nú geta flestar undirritanir farið á milli í gegnum rafræn skilríki í snjallsímum og tölvum. Það kostar að halda sveitarfélög. Sveitarfélög eru með eigu og leigu á húsnæðum, ræstingar, mat og allskyns fríðindi, bæjarstjóra, stjórn úr flokkunum og starfsfólki s.s ráðgjafa, upplýsingafulltrúa, mannauðstjóra, lögfræðinga og einhverja aðra nýja titla sem fáir vita hvað standa fyrir eða gera. Báknið hefur blásið út með tilheyrandi óþörfum kostnaði síðustu ár. Þjónustan hefur versnað mjög til muna. Það ætti að skrúfa fyrir krana sjálftökunnar. Stjórnsýslan virðist vera orðin að einhverri hitu hvítflibba. Það hefur eitthvað farið alvarlega aflaga í stjórnmálum þegar borgarstjóri Reykjavíkur og bæjarstjórar nágrannasveitarfélagana eru farnir að taka sér hærri laun en borgarstjórar New York, London og París. Það ætti t.d. að taka fyrir allar greiðslur fyrir setu funda. Konan sem skúrar skrifstofu Dags B. Eggertsson er líklega með lágmarkslaun, 300 þúsund krónur á mánuði. Dagur sjálfur tekur síðan 330 þúsund krónur í þóknun fyrir einn klukkutíma á fundi hjá slökkviliðinu. Bæjarstjórinn í Kópavogi er á hærri launum en borgarstjórinn í London. Bæjarstjórar, hreppstjórar og sveitarstjórar út um allt land eru á hærri launum og á umtalsmeiri fríðindum en borgarstjórar stórborga í heiminum sem að jafnvel telja yfir tug milljóna íbúa. Oft færist þetta fólk á milli embætta í áratugi til að haldast á spenanum frá hinu opinbera. Það fáa sem að hefur áorkast með stækkun stjórnsýslunnar er að þjónustan er verri við almenning, erfiðara er að nálgast lausn erinda sinna, millistjórnir, deildir og nefndir eru nánast óþarfar, yfirstjórnin er orðin ósnertanleg og þarf ekki að taka ábyrgð á neinu sem að miður fer í stjórnsýslunni sem allt er ókostur. Þetta er algjör sóun á opinberu skattfé frá almenningi og allt í boði stjórnsýslunnar í flokkspólitíkinni á Íslandi. Við viljum að farið verði eftir alþjóðlegum stjórnsýslulögum um setu í opinberum embættum. Kjörtímabil þingmanna, ráðherra og embættismanna skal vera 4 ár. Kjörnir fulltrúar geta setið í 2 kjörtímabil og lengst í 3 kjörtímabil séu þeir kosnir til þess á ný af almenningi. Eftir þriðja kjörtímabil verða fulltrúar hins opinbera í stjórnunarstöðum að segja af sér og að gefa öðrum færi á að komast að. Þýðir þá ekki að láta færa sig á milli embætta. Sjálftaka á kostnað skattborgarans. Nokkuð er um bruðl í samningum sem að ríki og sveitarfélög gera við fyrirtæki og einstaklinga. Samningar við verkefni fara oft á tíðum langt fram úr kostnaðaráætlun. Það kemur einnig fyrir að samningafólkið eru líka aðilar sem að eru með tengsl í gegnum flokkspólitíkina, vinir eða ættmenni sem að er vanhæfi. Öll verk eiga að vera boðin út og auglýst. Landsflokkurinn vill að samningar sem gerðir eru við hið opinbera eða ríkisstofnanir með útboði skuli standa. Ef að verkefni fer fram úr áætlun og kostnaði skal viðkomandi aðili, fyrirtæki eða verktaki taka ábyrgð á því en ekki hið opinbera. Við ætlum einnig að vinna að því að yfirvöld mega ekki hafa nein hagsmunaleg eða persónuleg tengsl og hverskyns vanhæfi við ákvarðanatökur. Lausnin er í sameiningu sveitarfélaga. Það er vel hægt að sameina öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu sem eru Hafnarfjarðarkaupstaður, Garðabær, Kópavogsbær, Seltjarnarnesbær, Mosfellsbær, Kjósarhreppur og Reykjavík. Öll stjórnsýsla gæti komist fyrir á einum stað t.d. í Ráðhúsi Reykjavíkur sem að þá myndi væntanlega breyta um nafn og verða að Ráðhúsi Höfuðborgarsvæðisins. Það gæti skilað sér í bætri þjónustu til almennings á borð við sorphirðu, almenningssamgöngur, rekstur grunnskóla og leikskóla, félagslega aðstoð, þjónustu við fatlað fólk og aldraða, í formi bættra atvinnuvega, uppbyggingu innviða sveitarfélagsins, lægri sköttum á almenning og fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Það gætu ef til vill verið reknar litlar og hagkvæmari þjónustu- og starfsstöðvar fyrir fólkið í stærstu bæjarfélögunum, en öll megin starfsemin og yfirstjórn færi fram í Ráðhúsi Höfuðborgarsvæðisins. Það ætti að vinna að fækkun og sameiningu sveitarfélaga um allt land. Yfirstjórn ríkis- og sveitarfélaga ætti að vera höfð í lágmarki. Skattar sem greiddir eru til ríkis- og sveitarfélaga gætu runnið að mestu leyti út aftur og væru notaðir til að styrkja innviði og stoðir samfélagsins alls. Höfundur er listamaður, kvikmyndagerðarmaður og formaður Landsflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Árið 2020 eru sveitarfélög á Íslandi 69 með Reykjavík. Árneshreppur á Vestfjörðum er minnsta sveitarfélagið með 43 íbúa skráða. Íbúafjöldi á Íslandi er skráður 368.792. Ef það er borið saman við Pankow-hverfið í Berlín þá eru 399,000 skráðir þar. Mér vitanlega eru níu manns sem að stjórna hverfinu. Tillaga okkar er að fækka sveitarfélögum um helming eða um tvo þriðju vegna smæðar á íbúafjölda. Jafnvel gæti þeim verið fækkað niður í sömu tölu og kjördæmin eru á landinu eða niður í 6 sveitarfélög. Það myndi minnka bákn skriffinskunnar og yfirbyggingu sveitarfélaga verulega til muna sem búið er til að stórum hluta vegna flokkanna. Ég hef búið á nokkrum stöðum á landinu m.a. á Selfossi og átt t.d. í ágætis samskiptum við Sveitarfélagið Árborg. Það varð til 7. júní 1998 við sameiningu 4 sveitarfélaga: Selfossbæjar, Eyrarbakkahrepps, Stokkseyrarhrepps og Sandvíkurhrepps. Stjórnir sveitarfélaganna eru kosnar í almennum kosningum meðal íbúanna á fjögurra ára fresti. Frá og með 9. áratugnum var farið að leggja áherslu á sameiningu sveitarfélaga til að auka hagkvæmni í rekstri þeirra og bæta þjónustu ríkisstofnanna til almennings. Fækkun sveitarfélaga eykur hagkvæmni og bætir þjónustu til almennings. Sveitarfélögin hafa nánast frá upphafi byggðar á Íslandi verið grundvallareining í stjórnskipan landsins. Tímarnir eru aðrir í dag og nýir. Gjörbreyting hefur orðið á samskiptum milli fólks til umheimsins með tækninni. Almenningur á landinu getur verið í samskiptum við allar stofnanir og nauðsynjar í gegnum tölvur og síma um gjörvalla veröld með mjög stuttum fyrirvara. Nú geta flestar undirritanir farið á milli í gegnum rafræn skilríki í snjallsímum og tölvum. Það kostar að halda sveitarfélög. Sveitarfélög eru með eigu og leigu á húsnæðum, ræstingar, mat og allskyns fríðindi, bæjarstjóra, stjórn úr flokkunum og starfsfólki s.s ráðgjafa, upplýsingafulltrúa, mannauðstjóra, lögfræðinga og einhverja aðra nýja titla sem fáir vita hvað standa fyrir eða gera. Báknið hefur blásið út með tilheyrandi óþörfum kostnaði síðustu ár. Þjónustan hefur versnað mjög til muna. Það ætti að skrúfa fyrir krana sjálftökunnar. Stjórnsýslan virðist vera orðin að einhverri hitu hvítflibba. Það hefur eitthvað farið alvarlega aflaga í stjórnmálum þegar borgarstjóri Reykjavíkur og bæjarstjórar nágrannasveitarfélagana eru farnir að taka sér hærri laun en borgarstjórar New York, London og París. Það ætti t.d. að taka fyrir allar greiðslur fyrir setu funda. Konan sem skúrar skrifstofu Dags B. Eggertsson er líklega með lágmarkslaun, 300 þúsund krónur á mánuði. Dagur sjálfur tekur síðan 330 þúsund krónur í þóknun fyrir einn klukkutíma á fundi hjá slökkviliðinu. Bæjarstjórinn í Kópavogi er á hærri launum en borgarstjórinn í London. Bæjarstjórar, hreppstjórar og sveitarstjórar út um allt land eru á hærri launum og á umtalsmeiri fríðindum en borgarstjórar stórborga í heiminum sem að jafnvel telja yfir tug milljóna íbúa. Oft færist þetta fólk á milli embætta í áratugi til að haldast á spenanum frá hinu opinbera. Það fáa sem að hefur áorkast með stækkun stjórnsýslunnar er að þjónustan er verri við almenning, erfiðara er að nálgast lausn erinda sinna, millistjórnir, deildir og nefndir eru nánast óþarfar, yfirstjórnin er orðin ósnertanleg og þarf ekki að taka ábyrgð á neinu sem að miður fer í stjórnsýslunni sem allt er ókostur. Þetta er algjör sóun á opinberu skattfé frá almenningi og allt í boði stjórnsýslunnar í flokkspólitíkinni á Íslandi. Við viljum að farið verði eftir alþjóðlegum stjórnsýslulögum um setu í opinberum embættum. Kjörtímabil þingmanna, ráðherra og embættismanna skal vera 4 ár. Kjörnir fulltrúar geta setið í 2 kjörtímabil og lengst í 3 kjörtímabil séu þeir kosnir til þess á ný af almenningi. Eftir þriðja kjörtímabil verða fulltrúar hins opinbera í stjórnunarstöðum að segja af sér og að gefa öðrum færi á að komast að. Þýðir þá ekki að láta færa sig á milli embætta. Sjálftaka á kostnað skattborgarans. Nokkuð er um bruðl í samningum sem að ríki og sveitarfélög gera við fyrirtæki og einstaklinga. Samningar við verkefni fara oft á tíðum langt fram úr kostnaðaráætlun. Það kemur einnig fyrir að samningafólkið eru líka aðilar sem að eru með tengsl í gegnum flokkspólitíkina, vinir eða ættmenni sem að er vanhæfi. Öll verk eiga að vera boðin út og auglýst. Landsflokkurinn vill að samningar sem gerðir eru við hið opinbera eða ríkisstofnanir með útboði skuli standa. Ef að verkefni fer fram úr áætlun og kostnaði skal viðkomandi aðili, fyrirtæki eða verktaki taka ábyrgð á því en ekki hið opinbera. Við ætlum einnig að vinna að því að yfirvöld mega ekki hafa nein hagsmunaleg eða persónuleg tengsl og hverskyns vanhæfi við ákvarðanatökur. Lausnin er í sameiningu sveitarfélaga. Það er vel hægt að sameina öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu sem eru Hafnarfjarðarkaupstaður, Garðabær, Kópavogsbær, Seltjarnarnesbær, Mosfellsbær, Kjósarhreppur og Reykjavík. Öll stjórnsýsla gæti komist fyrir á einum stað t.d. í Ráðhúsi Reykjavíkur sem að þá myndi væntanlega breyta um nafn og verða að Ráðhúsi Höfuðborgarsvæðisins. Það gæti skilað sér í bætri þjónustu til almennings á borð við sorphirðu, almenningssamgöngur, rekstur grunnskóla og leikskóla, félagslega aðstoð, þjónustu við fatlað fólk og aldraða, í formi bættra atvinnuvega, uppbyggingu innviða sveitarfélagsins, lægri sköttum á almenning og fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Það gætu ef til vill verið reknar litlar og hagkvæmari þjónustu- og starfsstöðvar fyrir fólkið í stærstu bæjarfélögunum, en öll megin starfsemin og yfirstjórn færi fram í Ráðhúsi Höfuðborgarsvæðisins. Það ætti að vinna að fækkun og sameiningu sveitarfélaga um allt land. Yfirstjórn ríkis- og sveitarfélaga ætti að vera höfð í lágmarki. Skattar sem greiddir eru til ríkis- og sveitarfélaga gætu runnið að mestu leyti út aftur og væru notaðir til að styrkja innviði og stoðir samfélagsins alls. Höfundur er listamaður, kvikmyndagerðarmaður og formaður Landsflokksins.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun