Telja ekki að eldur af þessari stærð ógni vatnsbóli borgarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 5. maí 2021 11:57 Gróðureldurinn í Heiðmörk í gær kallaði á viðbrögð til að vernda vatnsból og vatnsverndarsvæði borgarinnar. Vísir/Vilhelm Gripið var til aðgerða til þess að fyrirbyggja að gróðureldur sem kviknaði í Heiðmörk í gærkvöldi kæmist í mannvirki og búnað vatnsbóla höfuðborgarinnar þar og fyrirbyggja mengunarslys. Ekki er talið að gróðureldar á yfirborði af þessari stærðargráðu og á þessum stað hafi mælanleg áhrif á vatnsgæði. Talið er að rúmlega tveir ferkílómetrar gróðurlendis hafi brunnið í Heiðmörk í gær. Fleiri tugir manna tóku þátt í slökkvistarfinu frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, hjálparsveitum og lögreglu en auk þess tók þyrla Landhelgisgæslunnar þátt í því úr lofti. Vatnsból Reykvíkinga, Mosfellinga og Seltirninga og vatnsverndarsvæði í kringum þau eru staðsett í Heiðmörk og var nokkur viðbúnaður hjá Veitum vegna eldanna, að því er segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þannig var haft samráð við slökkvilið vegna aukinnar hættu á mengunarslysum sem fylgir umferð stórra ökutækja eins og dælubíla með töluverðu magni af eldsneyti um vatnsverndarsvæðið. Olíu og önnur efni geta komist af yfirborði í gegnum jarðlög og í grunnvatnsstrauma sem drykkjarvatni borgarinnar er dælt upp úr. Þá voru vatnstankar Veitna settir á yfirfall til þess að bleyta upp í yfirborði í nágrenni vatnstökumannvirkja til að koma í veg fyrir að eldurinn kæmist í þau og brunahanatengingar voru settar upp á einum af þremur vatnstökustöðum Veitna sem slökkvilið gat notað í Vatnsendakrikum. Veitur telja þó að vatnsgæði hafi ekki verið í hættu vegna eldsins í gær. „Neysluvatn höfuðborgarbúa er tekið úr borholum á vatnstökusvæðunum í Heiðmörk og er ekki talið að gróðureldar á yfirborði af þessari stærðargráðu og á þessum stað hafi mælanleg áhrif á vatnsgæði,“ segir í tilkynningunni. Búnaður vaktar efni í aðalvatnslögnum frá Heiðmörk Undanfarin ár hafa Veitur sett upp nokkra brunahana í Heiðmörk vegna hættu á gróðureldum. Þá hefur nýverið settur upp efnavöktunarbúnaður á báðum aðalvatnslögnum frá Heiðmörk til að vakta möguleg áhrif eldgoss á Reykjanesi á efnasamsetningu vatnsins sem streymir til borgarinnar. „Sá búnaður getur einnig nýst til að meta hugsanlegar breytingar, á þeim þáttum er hann mælir, af öðrum völdum, t.d. gróðurelda,“ segir í tilkynningunni. Slökkvilið Reykjavík Gróðureldar í Heiðmörk Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Vita hvorki hvar eldurinn kviknaði né hvers vegna Upptök sinubrunans í Heiðmörk í gær liggja enn á huldu, að sögn varðstjóra hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Erfitt var fyrir slökkvilið að komast að eldinum þar sem hann barst og varð töluvert svæði eldinum að bráð. 5. maí 2021 11:21 Tveir af þrjátíu ferkílómetrum Heiðmerkur brunnir Slökkviliði tókst að ráða niðurlögum gróðureldana í Heiðmörk í nótt og er störfum á vettvangi lokið. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru síðustu menn farnir af svæðinu um fjögurleytið. 5. maí 2021 06:35 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
Talið er að rúmlega tveir ferkílómetrar gróðurlendis hafi brunnið í Heiðmörk í gær. Fleiri tugir manna tóku þátt í slökkvistarfinu frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, hjálparsveitum og lögreglu en auk þess tók þyrla Landhelgisgæslunnar þátt í því úr lofti. Vatnsból Reykvíkinga, Mosfellinga og Seltirninga og vatnsverndarsvæði í kringum þau eru staðsett í Heiðmörk og var nokkur viðbúnaður hjá Veitum vegna eldanna, að því er segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þannig var haft samráð við slökkvilið vegna aukinnar hættu á mengunarslysum sem fylgir umferð stórra ökutækja eins og dælubíla með töluverðu magni af eldsneyti um vatnsverndarsvæðið. Olíu og önnur efni geta komist af yfirborði í gegnum jarðlög og í grunnvatnsstrauma sem drykkjarvatni borgarinnar er dælt upp úr. Þá voru vatnstankar Veitna settir á yfirfall til þess að bleyta upp í yfirborði í nágrenni vatnstökumannvirkja til að koma í veg fyrir að eldurinn kæmist í þau og brunahanatengingar voru settar upp á einum af þremur vatnstökustöðum Veitna sem slökkvilið gat notað í Vatnsendakrikum. Veitur telja þó að vatnsgæði hafi ekki verið í hættu vegna eldsins í gær. „Neysluvatn höfuðborgarbúa er tekið úr borholum á vatnstökusvæðunum í Heiðmörk og er ekki talið að gróðureldar á yfirborði af þessari stærðargráðu og á þessum stað hafi mælanleg áhrif á vatnsgæði,“ segir í tilkynningunni. Búnaður vaktar efni í aðalvatnslögnum frá Heiðmörk Undanfarin ár hafa Veitur sett upp nokkra brunahana í Heiðmörk vegna hættu á gróðureldum. Þá hefur nýverið settur upp efnavöktunarbúnaður á báðum aðalvatnslögnum frá Heiðmörk til að vakta möguleg áhrif eldgoss á Reykjanesi á efnasamsetningu vatnsins sem streymir til borgarinnar. „Sá búnaður getur einnig nýst til að meta hugsanlegar breytingar, á þeim þáttum er hann mælir, af öðrum völdum, t.d. gróðurelda,“ segir í tilkynningunni.
Slökkvilið Reykjavík Gróðureldar í Heiðmörk Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Vita hvorki hvar eldurinn kviknaði né hvers vegna Upptök sinubrunans í Heiðmörk í gær liggja enn á huldu, að sögn varðstjóra hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Erfitt var fyrir slökkvilið að komast að eldinum þar sem hann barst og varð töluvert svæði eldinum að bráð. 5. maí 2021 11:21 Tveir af þrjátíu ferkílómetrum Heiðmerkur brunnir Slökkviliði tókst að ráða niðurlögum gróðureldana í Heiðmörk í nótt og er störfum á vettvangi lokið. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru síðustu menn farnir af svæðinu um fjögurleytið. 5. maí 2021 06:35 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
Vita hvorki hvar eldurinn kviknaði né hvers vegna Upptök sinubrunans í Heiðmörk í gær liggja enn á huldu, að sögn varðstjóra hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Erfitt var fyrir slökkvilið að komast að eldinum þar sem hann barst og varð töluvert svæði eldinum að bráð. 5. maí 2021 11:21
Tveir af þrjátíu ferkílómetrum Heiðmerkur brunnir Slökkviliði tókst að ráða niðurlögum gróðureldana í Heiðmörk í nótt og er störfum á vettvangi lokið. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru síðustu menn farnir af svæðinu um fjögurleytið. 5. maí 2021 06:35