Málaferli sem gætu gerbreytt forritaverslun Apple Kjartan Kjartansson skrifar 4. maí 2021 09:06 Framleiðandi tölvuleiksins Fortnite vill að Apple hætti að krefjast þess að öll snjallforrit séu seld í gegnum forritaverslunina App Store og að hugbúnaðarfyrirtæki verði að nota greiðslukerfi Apple. Vísir/EPA Málflutningur á máli Epic, framleiðanda eins vinsælasta tölvuleiks í heimi, gegn tæknirisanum Apple hófst í gær með því að forstjóri Epic sakaði Apple um að hafa „öll völd“ yfir Iphone-símum. Epic sakar Apple um samkeppnisbrot og hafi það betur gæti Apple neyðst til þess að gerbreyta hvernig Iphone-eigendur nálgast snjallforrit. Upphaf málsins má rekja til þess að Apple taldi að Epic hefði brotið notendaskilmála sína þegar hugbúnaðarfyrirtækið tók upp eigið greiðslukerfi inni í tölvuleiknum Fornite sem margir Iphone-notendur spila á símanum sínum. Apple krefst ekki aðeins að öll forrit séu seld í gegnum App Store, forritaverslun sína, heldur að hugbúnaðarfyrirtækin notist aðeins við greiðslukerfi þess þar sem Apple smyr 30% þóknun ofan á verðið. Mikið er í húfi fyrir Epic því tekjur fyrirtækisins af Fortnite byggjast á því að notendur leiksins kaupi sér hluti innan hans eins og nýtt útlit á persónuna sem þeir spila. Ókeypis er að sækja og spila leikinn sjálfan en Epic hefur þénað fúlgur fjár eingöngu á hégóma spilaranna sem eru tilbúnir að punga út beinhörðum peningum til að líta sem best út á meðan þeir spila. Apple bannaði Epic í App Store fyrir að hafa tekið upp eigið greiðslukerfi. Epic stefndi því Apple fyrir umdæmisdómstól í Kaliforníu í fyrra og sakaði tæknirisann um samkeppnisbrot. Stefnan byggir meðal annars á því að Apple misnoti vald sitt yfir hugbúnaðarfyrirtækjum sem þróa snjallforrit með notendaskilmálum sínum og greiðslukerfi og skaði þannig samkeppni á milli þeirra. Vildu vekja athygli á viðskiptaháttum Apple Við upphaf málflutnings í gær hélt lögmaður Epic því fram að tilgangur App Store væri að Apple gæti kreist pening út úr hugbúnaðarfyrirtækjum sem vilja selja Iphone-notendum snjallforrit. Tim Sweeney, forstjóri Epic, sagðist hafa brotið skilmála Apple vísvitandi í fyrra til þess að vekja athygli á einokun Apple. „Ég vildi að heimurinn sæi að Apple hefur fullt vald yfir öllum hugbúnaði á Ios [stýrikerfi Apple] og að það getur beitt því valdi til að neita notendum um aðgang að forritum,“ sagði Sweeney fyrir dómi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Apple ber því við að skilmálar App Store tryggi öryggi notenda þegar þeir greiða hugbúnaðarfyrirtækjum sem þeir þekkja ekki fyrir þjónustu. Þannig hafi það skapað risavaxinn markað sem öll hugbúnaðarfyrirtæki njóti góðs af. Það sakar Epic um að hafa brotið reglurnar vegna þess að það vildi fá aðgang að Iphone-notendum sér að kostnaðarlausu. Búist er við því að málaferlin standi yfir í þrjár vikur. Epic krefst ekki bóta frá Apple en vill að dómari skipi Apple að leyfa Iphone-notendum að sækja sér forrit utan App Store líkt og notendur Android-síma geta þegar gert. Apple Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Sjá meira
Upphaf málsins má rekja til þess að Apple taldi að Epic hefði brotið notendaskilmála sína þegar hugbúnaðarfyrirtækið tók upp eigið greiðslukerfi inni í tölvuleiknum Fornite sem margir Iphone-notendur spila á símanum sínum. Apple krefst ekki aðeins að öll forrit séu seld í gegnum App Store, forritaverslun sína, heldur að hugbúnaðarfyrirtækin notist aðeins við greiðslukerfi þess þar sem Apple smyr 30% þóknun ofan á verðið. Mikið er í húfi fyrir Epic því tekjur fyrirtækisins af Fortnite byggjast á því að notendur leiksins kaupi sér hluti innan hans eins og nýtt útlit á persónuna sem þeir spila. Ókeypis er að sækja og spila leikinn sjálfan en Epic hefur þénað fúlgur fjár eingöngu á hégóma spilaranna sem eru tilbúnir að punga út beinhörðum peningum til að líta sem best út á meðan þeir spila. Apple bannaði Epic í App Store fyrir að hafa tekið upp eigið greiðslukerfi. Epic stefndi því Apple fyrir umdæmisdómstól í Kaliforníu í fyrra og sakaði tæknirisann um samkeppnisbrot. Stefnan byggir meðal annars á því að Apple misnoti vald sitt yfir hugbúnaðarfyrirtækjum sem þróa snjallforrit með notendaskilmálum sínum og greiðslukerfi og skaði þannig samkeppni á milli þeirra. Vildu vekja athygli á viðskiptaháttum Apple Við upphaf málflutnings í gær hélt lögmaður Epic því fram að tilgangur App Store væri að Apple gæti kreist pening út úr hugbúnaðarfyrirtækjum sem vilja selja Iphone-notendum snjallforrit. Tim Sweeney, forstjóri Epic, sagðist hafa brotið skilmála Apple vísvitandi í fyrra til þess að vekja athygli á einokun Apple. „Ég vildi að heimurinn sæi að Apple hefur fullt vald yfir öllum hugbúnaði á Ios [stýrikerfi Apple] og að það getur beitt því valdi til að neita notendum um aðgang að forritum,“ sagði Sweeney fyrir dómi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Apple ber því við að skilmálar App Store tryggi öryggi notenda þegar þeir greiða hugbúnaðarfyrirtækjum sem þeir þekkja ekki fyrir þjónustu. Þannig hafi það skapað risavaxinn markað sem öll hugbúnaðarfyrirtæki njóti góðs af. Það sakar Epic um að hafa brotið reglurnar vegna þess að það vildi fá aðgang að Iphone-notendum sér að kostnaðarlausu. Búist er við því að málaferlin standi yfir í þrjár vikur. Epic krefst ekki bóta frá Apple en vill að dómari skipi Apple að leyfa Iphone-notendum að sækja sér forrit utan App Store líkt og notendur Android-síma geta þegar gert.
Apple Mest lesið Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Viðskipti innlent Landsbankinn við Austurstræti falur Viðskipti innlent Hefja flug til Edinborgar og Malaga Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gamla nafnið verður nýja nafnið, aftur Íslenskt sund í New York Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Ríkið eignast hlut í Norwegian Hækkanir á Asíumörkuðum Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Bretar fyrstir til að semja við Trump Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Sjá meira
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent