Krossar fingur að gripið hafi verið nógu snemma inn í Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. apríl 2021 10:48 Fjórir af sama vinnustaðnum greindust með Covid19 í gær. Vísir/Vilhelm Hópsmit kom upp í Ölfusi í gær þegar fjórir einstaklingar af sama vinnustaðnum greindust með kórónuveiruna. Bæjarstjórinn segir fólk áhyggjufullt en vonar að gripið hafi verið inn í nógu snemma. Þá greindist barn í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri með kórónuveiruna á laugardag og eru nú níutíu nemendur og þrjátíu starfsmenn komnir í sóttkví. Undir miðnætti í gærkvöld bárust þær upplýsingar að hópsmit hefði komið upp á vinnustað í Þorlákshöfn. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir að verið sé að reyna að ná utan um málið og að boða alla í skimun sem gætu hafa verið útsettir. „Við erum að vona að viðbrögðin hafi verið það snemmtæk að þetta hafi ekki náð mikilli útbreiðslu í samfélaginu en það er þó aldrei á vísan að róa,” segir Elliði. Hann segir að sveitarfélagið hafi verið að mestu smitfrítt undanfarnar vikur. „Við höfum sloppið nokkuð vel í gegnum þetta ástand. Það hafa sannarlega komið upp smit í sveitarfélaginu, þar með talið sonur minn sem fékk covid smit og var einn af þeim fyrstu. En við höfum ekki fengið mikið af þessum hópsmitum. Þetta er fyrsti vinnustaðurinn sem við finnum að verður fyrir einhverju sem gæti orðið útbreiddara.” Fólk sé nokkuð áhyggjufullt. „Fólk verður óttaslegið. Það er kannski sá munur á núna og áður að veiran er að stinga sér meira í yngri hópana. Ég finn að fólk veltir mikið vöngum og er dálítið skelkað hvað varðar skólana. En ég finn það líka að viðbragð dregur úr óttanum. Það er mikil tiltrú á þetta kerfi sem við erum búin að þróa og maður verður svo var við það þegar svona gerist hvað boðleiðirnar eru stuttar, hvað viðbrögðin eru fumlaus og með það að vopni þá leyfir maður sér að vera bjartsýnn.” Sveitarfélagið hefur skerpt á almennum reglum sem snúa meðal annars að sprittun og grímuskyldu, dregið hefur verið úr blöndun innan stofnana og skólarnir fara í skilgreindari hólf, svo dæmi séu tekin. „Við byrjuðum strax klukkan sjö í morgun að undirbúa breytingar hjá okkur,” segir Elliði. „Kannski eftir því sem veiran er nær manni verður maður enn meðvitaðri um þessar almennu reglur. En við höfum enn ekki þurft að grípa til neinna lokana og erum að vona að þetta sé minna útbreitt en orðið hefði ef ekki hefði strax verið gripið til aðgerða.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ölfus Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Undir miðnætti í gærkvöld bárust þær upplýsingar að hópsmit hefði komið upp á vinnustað í Þorlákshöfn. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, segir að verið sé að reyna að ná utan um málið og að boða alla í skimun sem gætu hafa verið útsettir. „Við erum að vona að viðbrögðin hafi verið það snemmtæk að þetta hafi ekki náð mikilli útbreiðslu í samfélaginu en það er þó aldrei á vísan að róa,” segir Elliði. Hann segir að sveitarfélagið hafi verið að mestu smitfrítt undanfarnar vikur. „Við höfum sloppið nokkuð vel í gegnum þetta ástand. Það hafa sannarlega komið upp smit í sveitarfélaginu, þar með talið sonur minn sem fékk covid smit og var einn af þeim fyrstu. En við höfum ekki fengið mikið af þessum hópsmitum. Þetta er fyrsti vinnustaðurinn sem við finnum að verður fyrir einhverju sem gæti orðið útbreiddara.” Fólk sé nokkuð áhyggjufullt. „Fólk verður óttaslegið. Það er kannski sá munur á núna og áður að veiran er að stinga sér meira í yngri hópana. Ég finn að fólk veltir mikið vöngum og er dálítið skelkað hvað varðar skólana. En ég finn það líka að viðbragð dregur úr óttanum. Það er mikil tiltrú á þetta kerfi sem við erum búin að þróa og maður verður svo var við það þegar svona gerist hvað boðleiðirnar eru stuttar, hvað viðbrögðin eru fumlaus og með það að vopni þá leyfir maður sér að vera bjartsýnn.” Sveitarfélagið hefur skerpt á almennum reglum sem snúa meðal annars að sprittun og grímuskyldu, dregið hefur verið úr blöndun innan stofnana og skólarnir fara í skilgreindari hólf, svo dæmi séu tekin. „Við byrjuðum strax klukkan sjö í morgun að undirbúa breytingar hjá okkur,” segir Elliði. „Kannski eftir því sem veiran er nær manni verður maður enn meðvitaðri um þessar almennu reglur. En við höfum enn ekki þurft að grípa til neinna lokana og erum að vona að þetta sé minna útbreitt en orðið hefði ef ekki hefði strax verið gripið til aðgerða.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ölfus Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira