35 ár frá sprengingunni í Tsjernobyl Samúel Karl Ólason skrifar 26. apríl 2021 13:00 Þessi mynd var tekin nokkrum vikum eftir sprenginguna í kjarnakljúfi fjögur. Getty/Laski Diffusion 35 ár eru liðin frá því að einn kjarnakljúfur orkuversins í Tsjernobyl bræddi úr sér og sprakk í loft upp. Þarna varð annað tveggja stærstu kjarnorkuslysa heimsins. 31 starfsmaður og slökkviliðsmaður dó í slysinu sjálfu og strax í kjölfar þess. Þar af flestir vegna mikillar geislavirkni. Þúsundir frekari dauðsfalla hafa verið rakin til slyssins, sem hafði gífurlegar afleiðingar fyrir Sovétríkin og heiminn allan. Mikhail Gorbatsjov, fyrrum leiðtogi Sovíetríkjanna, hefur sagt að slysið hafi verið einn af síðustu nöglunum í líkkistu ríkjabandalagsins. Drónamynd af draugabænum Pripyat með kjarnorkuverið í bakgrunni.AP/Efrem Lukatsky Ráðamenn í Sovétríkjunum héldu leynd yfir því sem hafði gerst. Íbúar Pripyat voru fluttir á brott þann 27. apríl og var þeim sagt að þau myndu snúa aftur eftir þrjá daga. Brottflutningurinn er þó enn í gildi. Þar bjuggu um 50 þúsund manns en bærinn hafði verið sérstaklega byggður fyrir starfsmenn kjarnorkuversins og fjölskyldur þeirra. Öðrum var ekkert sagt. Sovétríkin sögðu umheiminum ekkert frá slysinu, jafnvel þó geislavirkni breiddist yfir Evrópu. Alþjóðasamfélagið komst þó á snoðir um slysið þann 28. apríl, þegar geislavirknin greindist á mælum í Svíþjóð. Það var ekki fyrr en 14. maí sem Mikhail Goarbachev, þáverandi leiðtogi Sovíetríkjanna tjáði sig um slysið og viðurkenndi að það hefði átt sér stað. Úr stjórnstöð Tsjernobyl, nokkrum m´nauðum fyrir slysið árið 1986.Getty/Laski Diffusion Rúmlega hundrað þúsund manns voru flutt frá heimilum sínum og um 2.600 ferkílómetra svæði í kringum kjarnakljúfinn lokað. Þeir einu sem voru á svæðinu voru verkamenn sem unnu að hreinsun og því að grafa kjarnakljúfinn. Geislun barst frá kjarnakljúfnum allt til ársins 2019, þegar nýr hlífðarskjöldur var reistur í kringum allt kjarnorkuverið. Þar inni vinna vélmenni að því að taka kjarnakljúfa orkuversins í sundur. Vonast er til þess að því starfi geti verið lokið fyrir árið 2064, samkvæmt umfjöllun AP fréttaveitunnar. On the 35th anniversary of the Chornobyl disaster, we join Ukrainians in honouring the victims. Many lives could have been saved if Soviet propaganda had not hidden the truth. Since 1991, has been supporting with over 1bn to maintain a high level of nuclear safety. pic.twitter.com/eubDsiXNLm— EU in Ukraine (@EUDelegationUA) April 26, 2021 Slysið er annað tveggja stærstu kjarnorkuslysa heimsins. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin heldur utan um lista yfir kjarnorkuslys sem orðið hafa í heiminum og skilgreinir þau eftir stærð, alvarleika og umfangi. Á INES-listanum svokallaða er slysum skipt í sjö flokka. Einungis tvo slys eru í efsta flokki. Slysið í Tsjernobyl og slysið í Fukushima í Japan. Ekki er farið nánar út í það hvort slysið teljist alvarlegra. AP fréttaveitan segir úkraínska embættismenn nú finna fyrir meiri jákvæðni en áður í garð Tsjarnobyl. Vonast er til þess að hægt verði að opna svæðið betur fyrir ferðamenn, sem fjölgaði í kjölfar sýningar þáttanna um slysið sem frumsýndir voru 2019. Til að mynda er verið að vinna að gerð göngustíga þar sem ferðamenn geta gengið öruggir um Pripyat. Hér má sjá hvernig Pripyat leit út fyrir nokkrum árum síðan. Þó ferðamönnum sé tiltölulega öruggt að skoða svæðið er búseta þar ólögleg. Þrátt fyrir það búa um hundrað manns á svæðinu og hafa þau neitað að yfirgefa svæðið þrátt fyrir skipanir. Þá hefur dýralíf blómstrað á svæðinu og finnast þar birnir, úlfar, kettir, villtir hestar og ýmsar aðrar dýrategundir. Það hefur komið vísindamönnum á óvart hve miklar varnir gegn geislun dýrin hafa og hve fljótt þau aðlöðuðust geislavirkninni. Það er til rannsóknar hjá vísindamönnum frá Úkraínu, Japan og Þýskalandi. Meðal þeirra sem búa þarna er hinn 84 ára gamli Jevgení Markevíts. Hér má sjá myndefni þar sem rætt er við hann. Ráðamenn í Úkraínu stefna nú að því að Tsjernobyl verði bætt á minjalista UNESCO og vonast þeir til þess að það myndi laða að fleiri ferðamenn og fjárfestingu. Þegar er búið að grípa til aðgerða í þá átt að Úkraínumenn geti sótt um að Tsjernobyl verði bætt á listann. Frá minningarathöfn í Kænugarði í dag.AP/Efrem Lukatsky Í frétt Guardian er haft eftir Oleksandr Tkasjenkó, menningarráðherra Úkraínu, að verndun Tsjernobyl sé mikilvæg öllum heimsbúum. Hann segir að svæðið ætti ekki að vera leikvöllur fyrir ævintýramenn, heldur ætti fólk að yfirgefa það Tsjernobyl Úkraína Kjarnorka Sovétríkin Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Sjá meira
Þúsundir frekari dauðsfalla hafa verið rakin til slyssins, sem hafði gífurlegar afleiðingar fyrir Sovétríkin og heiminn allan. Mikhail Gorbatsjov, fyrrum leiðtogi Sovíetríkjanna, hefur sagt að slysið hafi verið einn af síðustu nöglunum í líkkistu ríkjabandalagsins. Drónamynd af draugabænum Pripyat með kjarnorkuverið í bakgrunni.AP/Efrem Lukatsky Ráðamenn í Sovétríkjunum héldu leynd yfir því sem hafði gerst. Íbúar Pripyat voru fluttir á brott þann 27. apríl og var þeim sagt að þau myndu snúa aftur eftir þrjá daga. Brottflutningurinn er þó enn í gildi. Þar bjuggu um 50 þúsund manns en bærinn hafði verið sérstaklega byggður fyrir starfsmenn kjarnorkuversins og fjölskyldur þeirra. Öðrum var ekkert sagt. Sovétríkin sögðu umheiminum ekkert frá slysinu, jafnvel þó geislavirkni breiddist yfir Evrópu. Alþjóðasamfélagið komst þó á snoðir um slysið þann 28. apríl, þegar geislavirknin greindist á mælum í Svíþjóð. Það var ekki fyrr en 14. maí sem Mikhail Goarbachev, þáverandi leiðtogi Sovíetríkjanna tjáði sig um slysið og viðurkenndi að það hefði átt sér stað. Úr stjórnstöð Tsjernobyl, nokkrum m´nauðum fyrir slysið árið 1986.Getty/Laski Diffusion Rúmlega hundrað þúsund manns voru flutt frá heimilum sínum og um 2.600 ferkílómetra svæði í kringum kjarnakljúfinn lokað. Þeir einu sem voru á svæðinu voru verkamenn sem unnu að hreinsun og því að grafa kjarnakljúfinn. Geislun barst frá kjarnakljúfnum allt til ársins 2019, þegar nýr hlífðarskjöldur var reistur í kringum allt kjarnorkuverið. Þar inni vinna vélmenni að því að taka kjarnakljúfa orkuversins í sundur. Vonast er til þess að því starfi geti verið lokið fyrir árið 2064, samkvæmt umfjöllun AP fréttaveitunnar. On the 35th anniversary of the Chornobyl disaster, we join Ukrainians in honouring the victims. Many lives could have been saved if Soviet propaganda had not hidden the truth. Since 1991, has been supporting with over 1bn to maintain a high level of nuclear safety. pic.twitter.com/eubDsiXNLm— EU in Ukraine (@EUDelegationUA) April 26, 2021 Slysið er annað tveggja stærstu kjarnorkuslysa heimsins. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin heldur utan um lista yfir kjarnorkuslys sem orðið hafa í heiminum og skilgreinir þau eftir stærð, alvarleika og umfangi. Á INES-listanum svokallaða er slysum skipt í sjö flokka. Einungis tvo slys eru í efsta flokki. Slysið í Tsjernobyl og slysið í Fukushima í Japan. Ekki er farið nánar út í það hvort slysið teljist alvarlegra. AP fréttaveitan segir úkraínska embættismenn nú finna fyrir meiri jákvæðni en áður í garð Tsjarnobyl. Vonast er til þess að hægt verði að opna svæðið betur fyrir ferðamenn, sem fjölgaði í kjölfar sýningar þáttanna um slysið sem frumsýndir voru 2019. Til að mynda er verið að vinna að gerð göngustíga þar sem ferðamenn geta gengið öruggir um Pripyat. Hér má sjá hvernig Pripyat leit út fyrir nokkrum árum síðan. Þó ferðamönnum sé tiltölulega öruggt að skoða svæðið er búseta þar ólögleg. Þrátt fyrir það búa um hundrað manns á svæðinu og hafa þau neitað að yfirgefa svæðið þrátt fyrir skipanir. Þá hefur dýralíf blómstrað á svæðinu og finnast þar birnir, úlfar, kettir, villtir hestar og ýmsar aðrar dýrategundir. Það hefur komið vísindamönnum á óvart hve miklar varnir gegn geislun dýrin hafa og hve fljótt þau aðlöðuðust geislavirkninni. Það er til rannsóknar hjá vísindamönnum frá Úkraínu, Japan og Þýskalandi. Meðal þeirra sem búa þarna er hinn 84 ára gamli Jevgení Markevíts. Hér má sjá myndefni þar sem rætt er við hann. Ráðamenn í Úkraínu stefna nú að því að Tsjernobyl verði bætt á minjalista UNESCO og vonast þeir til þess að það myndi laða að fleiri ferðamenn og fjárfestingu. Þegar er búið að grípa til aðgerða í þá átt að Úkraínumenn geti sótt um að Tsjernobyl verði bætt á listann. Frá minningarathöfn í Kænugarði í dag.AP/Efrem Lukatsky Í frétt Guardian er haft eftir Oleksandr Tkasjenkó, menningarráðherra Úkraínu, að verndun Tsjernobyl sé mikilvæg öllum heimsbúum. Hann segir að svæðið ætti ekki að vera leikvöllur fyrir ævintýramenn, heldur ætti fólk að yfirgefa það
Tsjernobyl Úkraína Kjarnorka Sovétríkin Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Sjá meira