Mest ánægja með Katrínu en Ásmundur hástökkvarinn milli kannana Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. apríl 2021 14:42 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mælist enn vinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra nýtur hve minnstra vinsælda samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, er hástökkvarinn milli kannana en ánægja með störf hans hefur aukist hvað mest frá því í fyrra. Könnuð var ánægja með störf ráðherra og voru niðurstöður bornar saman við mælingu sem gerð var á svipuðum tíma á síðasta ári. Ánægja með störf Katrínar hefur aukist úr 59 prósentum í fyrra upp í 67 prósent samkvæmt nýju könnuninni. Ánægja með störf Ásmundar Einars eykst aftur á móti úr 35 prósentum og upp í 59 prósent. Svandís Svavarsdóttir bætir einnig við sig og segjast 53 prósent ánægð með hennar störf, samanborið við 46 prósent í fyrra. Könnunin var gerð með netkönnun dagana 25. mars til 19. apríl 2021. 3.186 voru í úrtaki og var svarhlutfall 50,3 prósent.Gallup Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, er aftur á móti sá ráðherra þar sem ánægja minnkar hvað mest milli ára. Í fyrra sögðust 54 prósent ánægð með hennar störf en hlutfallið fer niður í 42 prósent samkvæmt nýju könnuninni. Þá dalar einnig ánægja með störf Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra, sem mældist með 46 prósent í fyrra en 35 prósent nú. Ánægja með störf Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, dalar einnig lítillega en aðrir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Kristján Þór Júlíusson, bæta við sig. Enn mælist þó minnst ánægja með störf Kristjáns Þórs, sem fer þó upp um eitt prósentustig á milli ára, úr 10 prósent í fyrra upp í 11 prósent í ár. Ánægja með störf Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, fer lítillega niður á við milli ára en ánægja með störf Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, eykst um sjö prósentustig milli ára. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðanakannanir Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Könnuð var ánægja með störf ráðherra og voru niðurstöður bornar saman við mælingu sem gerð var á svipuðum tíma á síðasta ári. Ánægja með störf Katrínar hefur aukist úr 59 prósentum í fyrra upp í 67 prósent samkvæmt nýju könnuninni. Ánægja með störf Ásmundar Einars eykst aftur á móti úr 35 prósentum og upp í 59 prósent. Svandís Svavarsdóttir bætir einnig við sig og segjast 53 prósent ánægð með hennar störf, samanborið við 46 prósent í fyrra. Könnunin var gerð með netkönnun dagana 25. mars til 19. apríl 2021. 3.186 voru í úrtaki og var svarhlutfall 50,3 prósent.Gallup Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, er aftur á móti sá ráðherra þar sem ánægja minnkar hvað mest milli ára. Í fyrra sögðust 54 prósent ánægð með hennar störf en hlutfallið fer niður í 42 prósent samkvæmt nýju könnuninni. Þá dalar einnig ánægja með störf Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra, sem mældist með 46 prósent í fyrra en 35 prósent nú. Ánægja með störf Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, dalar einnig lítillega en aðrir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson og Kristján Þór Júlíusson, bæta við sig. Enn mælist þó minnst ánægja með störf Kristjáns Þórs, sem fer þó upp um eitt prósentustig á milli ára, úr 10 prósent í fyrra upp í 11 prósent í ár. Ánægja með störf Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, fer lítillega niður á við milli ára en ánægja með störf Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, eykst um sjö prósentustig milli ára.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðanakannanir Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira