Carragher og Neville brjálaðir út í sín félög og ofurdeildina: Vandræðalegt, skammarlegt og glæpsamlegt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. apríl 2021 07:31 Jamie Carragher og Gary Neville eru á sama máli um nýju ofurdeildina. epa/PETER POWELL Jamie Carragher og Gary Neville eru ekki alltaf sammála en þeir hafa sömu skoðun á nýrri ofurdeild Evrópu. Í gær var greint frá því að tólf félög í Evrópu hefðu stofnað nýja ofurdeild sem á að koma í stað Meistaradeildar Evrópu. Fréttirnar vöktu mikil viðbrögð og þau neikvæðu hafa verið mun meira áberandi en þau jákvæðu. Carragher og Neville eru meðal þeirra sem eru ósáttir við nýju ofurdeildina og þeir sendu sínum eigin félögum, Liverpool og Manchester United, tóninn í gær. „Þetta er vandræðalegt fyrir Liverpool. Hugsið um allt fólkið sem kom á undan okkur hjá þessu félagi sem hefði fundist þetta jafn vandræðalegt,“ skrifaði Carragher á Twitter. What an embarrassment we ve become @LFC think of all the people who have come before us at this club who would be equally embarrassed as well. #SuperLeague https://t.co/zLxhNyeaXB— Jamie Carragher (@Carra23) April 18, 2021 Neville flutti svo mikla eldræðu á Sky Sports eftir leik United og Burnley í ensku úrvalsdeildinni. „Þetta hefur verið fordæmt og það skiljanlega. Ég hef verið stuðningsmaður Manchester United í fjörutíu ár en mér býður við þessu, sérstaklega hvað varðar United og Liverpool,“ sagði Neville. „Manchester United, stofnað af verkafólki á svæðinu, er að stofna deild án keppni þar sem þeir geta ekki einu sinni fallið. Þetta er til skammar. Það þarf að taka völdin af þessum stærstu félögum í deildinni, þar á meðal mínu félagi.“ | "I'm a #MUFC fan and I'm absolutely disgusted." | "They are an absolute joke."@GNev2 gives a brutally honest reaction to reports that England's biggest clubs are expected to be part of plans for a breakaway European Super League. pic.twitter.com/VfJccHgybc— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 18, 2021 Neville hvatti til þess að ensku félögunum sem eru í hópi stofnmeðlima ofurdeildarinnar yrði refsað. „Dragið af stig af þeim öllum á morgun. Sendið þau á botn deildarinnar og sektið þau. Í alvöru, við þurfum að stíga fast til jarðar. Þetta er glæpsamlegt gagnvart fótboltaaðdáendum í landinu,“ sagði Neville. Enski boltinn Ofurdeildin Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Sjá meira
Í gær var greint frá því að tólf félög í Evrópu hefðu stofnað nýja ofurdeild sem á að koma í stað Meistaradeildar Evrópu. Fréttirnar vöktu mikil viðbrögð og þau neikvæðu hafa verið mun meira áberandi en þau jákvæðu. Carragher og Neville eru meðal þeirra sem eru ósáttir við nýju ofurdeildina og þeir sendu sínum eigin félögum, Liverpool og Manchester United, tóninn í gær. „Þetta er vandræðalegt fyrir Liverpool. Hugsið um allt fólkið sem kom á undan okkur hjá þessu félagi sem hefði fundist þetta jafn vandræðalegt,“ skrifaði Carragher á Twitter. What an embarrassment we ve become @LFC think of all the people who have come before us at this club who would be equally embarrassed as well. #SuperLeague https://t.co/zLxhNyeaXB— Jamie Carragher (@Carra23) April 18, 2021 Neville flutti svo mikla eldræðu á Sky Sports eftir leik United og Burnley í ensku úrvalsdeildinni. „Þetta hefur verið fordæmt og það skiljanlega. Ég hef verið stuðningsmaður Manchester United í fjörutíu ár en mér býður við þessu, sérstaklega hvað varðar United og Liverpool,“ sagði Neville. „Manchester United, stofnað af verkafólki á svæðinu, er að stofna deild án keppni þar sem þeir geta ekki einu sinni fallið. Þetta er til skammar. Það þarf að taka völdin af þessum stærstu félögum í deildinni, þar á meðal mínu félagi.“ | "I'm a #MUFC fan and I'm absolutely disgusted." | "They are an absolute joke."@GNev2 gives a brutally honest reaction to reports that England's biggest clubs are expected to be part of plans for a breakaway European Super League. pic.twitter.com/VfJccHgybc— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 18, 2021 Neville hvatti til þess að ensku félögunum sem eru í hópi stofnmeðlima ofurdeildarinnar yrði refsað. „Dragið af stig af þeim öllum á morgun. Sendið þau á botn deildarinnar og sektið þau. Í alvöru, við þurfum að stíga fast til jarðar. Þetta er glæpsamlegt gagnvart fótboltaaðdáendum í landinu,“ sagði Neville.
Enski boltinn Ofurdeildin Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Sjá meira