Fjármálaráðherra segir ASÍ stoppa það af að launafólk fái val um að ráðstafa 3,5% iðgjaldi í frjálsan viðbótarsparnað! Vilhjálmur Birgisson skrifar 14. apríl 2021 12:30 Ég hlustaði vel og rækilega á umræður á Alþingi í gær þar sem breytingar á lágmarksiðgjaldi í lífeyrissjóði voru til umræðu. Það kom margt afar forvitnilegt fram í máli fjármálaráðherra sem talaði fyrir frumvarpinu. En í einu af andsvörum sagði Bjarni Benediksson fjármálaráðherra að hann persónulega væri sammála því að launafólk hefði val um að setja 3,5% af 15,5% iðgjaldi í frjálsan viðbótarsparnað. Hann sagði hátt og skýrt að hann hefði ekkert á móti því. Það kom einnig fram í andsvari hjá fjármálaráðherra að í fyrstu hafi það einnig verið hugmyndir Samtaka atvinnulífsins að launafólk hefði frjálst val um að setja 3,5% í frjálsan viðbótarsparnað. Síðan sagði fjármálaráðherra með miklum þunga að það væri Alþýðusamband Íslands sem vildi það alls ekki og sé búið að leggja á sig margra ára vinnu við að launafólk fái ekki þetta val. Að hugsa sér að þegar iðgjaldið var hækkað um 3,5% árið 2016 vildu Samtök atvinnulífsins að launafólk hefði val um að setja þessa viðbót iðgjaldsins í frjálsan viðbótarsparnað. Rétt hjá fjármálaráðherra En það er Alþýðusamband Íslands sem hefur komið í veg fyrir að launafólk hafi þetta val og ég veit að þetta er rétt hjá fjármálaráðherra þegar hann segir að ASÍ sé búið að leggja á sig margra ára vinnu við að þetta fari helst allt í samtrygginguna eða með takmörkunum í einhverja tilgreinda séreign. Af hverju segi ég það? Jú, vegna þess að þegar ég var fyrsti varaforseti ASÍ þá var ég að berjast fyrir því að launafólk hefði þetta frjálsa val. Enda tel ég að það að sé vilji hjá stórum hluta félagsmanna ASÍ að hafa slíkt val um ráðstöfun á sínum lífeyri. Það liggur hins vegar fyrir að lítill hópur innan ASÍ hefur alltaf viljað að þetta fari allt í samtrygginguna. En hvernig væri að spyrja launafólk um hvort það vilji hafa val um að setja 3,5% í frjálsan viðbótarsparnað og ég ítreka það að ég tel gríðarlegan stuðning hjá almennu launafólki við að hafa slíkt val. Ég veit alla vega ekki um neinn launamann sem stekkur hæð sína yfir því að hafa ekki val um hvernig hann ráðstafar sínum lífeyrisréttindum. Það hefur verið ákall frá almenningi um að einfalda lífeyriskerfið, ætlar einhver að halda því fram að verið sé að einfalda lífeyriskerfið með þessari lagasetningu? Nei, það er alls ekki verið að gera það enda kallar þessi breyting á enn meira flækjustig þar sem verið er að búa nýjan bastarð sem heitir tilgreind séreign. Það er gert ráð fyrir því í frumvarpinu að allt framlagið renni óáreitt inní samtrygginguna, en ef vilji sjóðfélaga sé til að nýta sér úrræðið um tilgreinda séreign skuli hann óska eftir slíkri ráðstöfun við þann lífeyrissjóð sem tekur við iðgjaldi hans til öflunar lífeyrisréttinda í sameign. Fyrir hvern er Alþýðusamband Íslands að vinna? Nú liggur fyrir að bæði fjármálaráðherra og Samtök atvinnulífsins hafa ekkert á móti því að launafólk fái val um að ráðstafa 3,5% í frjálsan viðbótarsparnað, nei það er ASÍ sem stoppar málið af! Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Birgisson Neytendur Lífeyrissjóðir Fjármál heimilisins Mest lesið Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Ég hlustaði vel og rækilega á umræður á Alþingi í gær þar sem breytingar á lágmarksiðgjaldi í lífeyrissjóði voru til umræðu. Það kom margt afar forvitnilegt fram í máli fjármálaráðherra sem talaði fyrir frumvarpinu. En í einu af andsvörum sagði Bjarni Benediksson fjármálaráðherra að hann persónulega væri sammála því að launafólk hefði val um að setja 3,5% af 15,5% iðgjaldi í frjálsan viðbótarsparnað. Hann sagði hátt og skýrt að hann hefði ekkert á móti því. Það kom einnig fram í andsvari hjá fjármálaráðherra að í fyrstu hafi það einnig verið hugmyndir Samtaka atvinnulífsins að launafólk hefði frjálst val um að setja 3,5% í frjálsan viðbótarsparnað. Síðan sagði fjármálaráðherra með miklum þunga að það væri Alþýðusamband Íslands sem vildi það alls ekki og sé búið að leggja á sig margra ára vinnu við að launafólk fái ekki þetta val. Að hugsa sér að þegar iðgjaldið var hækkað um 3,5% árið 2016 vildu Samtök atvinnulífsins að launafólk hefði val um að setja þessa viðbót iðgjaldsins í frjálsan viðbótarsparnað. Rétt hjá fjármálaráðherra En það er Alþýðusamband Íslands sem hefur komið í veg fyrir að launafólk hafi þetta val og ég veit að þetta er rétt hjá fjármálaráðherra þegar hann segir að ASÍ sé búið að leggja á sig margra ára vinnu við að þetta fari helst allt í samtrygginguna eða með takmörkunum í einhverja tilgreinda séreign. Af hverju segi ég það? Jú, vegna þess að þegar ég var fyrsti varaforseti ASÍ þá var ég að berjast fyrir því að launafólk hefði þetta frjálsa val. Enda tel ég að það að sé vilji hjá stórum hluta félagsmanna ASÍ að hafa slíkt val um ráðstöfun á sínum lífeyri. Það liggur hins vegar fyrir að lítill hópur innan ASÍ hefur alltaf viljað að þetta fari allt í samtrygginguna. En hvernig væri að spyrja launafólk um hvort það vilji hafa val um að setja 3,5% í frjálsan viðbótarsparnað og ég ítreka það að ég tel gríðarlegan stuðning hjá almennu launafólki við að hafa slíkt val. Ég veit alla vega ekki um neinn launamann sem stekkur hæð sína yfir því að hafa ekki val um hvernig hann ráðstafar sínum lífeyrisréttindum. Það hefur verið ákall frá almenningi um að einfalda lífeyriskerfið, ætlar einhver að halda því fram að verið sé að einfalda lífeyriskerfið með þessari lagasetningu? Nei, það er alls ekki verið að gera það enda kallar þessi breyting á enn meira flækjustig þar sem verið er að búa nýjan bastarð sem heitir tilgreind séreign. Það er gert ráð fyrir því í frumvarpinu að allt framlagið renni óáreitt inní samtrygginguna, en ef vilji sjóðfélaga sé til að nýta sér úrræðið um tilgreinda séreign skuli hann óska eftir slíkri ráðstöfun við þann lífeyrissjóð sem tekur við iðgjaldi hans til öflunar lífeyrisréttinda í sameign. Fyrir hvern er Alþýðusamband Íslands að vinna? Nú liggur fyrir að bæði fjármálaráðherra og Samtök atvinnulífsins hafa ekkert á móti því að launafólk fái val um að ráðstafa 3,5% í frjálsan viðbótarsparnað, nei það er ASÍ sem stoppar málið af! Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun