„Aldrei draumastaða að missa lykilmenn“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. apríl 2021 14:01 Þorsteinn Halldórsson tók við landsliðinu í lok janúar á þessu ári. Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Ítalíu í tveim vináttulandsleikjum á næstu dögum. Báðir leikirnir eru spilaðir á Ítalíu, sá fyrri á morgun klukkan 14:00, en sá seinni á þriðjudaginn. Þorsteinn Halldórsson, nýráðinn þjálfari íslenska liðsins sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag. „Undirbúningurinn hefur gengið heilt yfir vel,“ sagði Halldór á fundinum. „Við höfum verið að rúlla í gegnum hlut og þetta hefur gengið fínt og ekki yfir neinu að kvarta og allar heilar.“ Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði liðsins, verður ekki með vegna meiðsla en Þorsteinn vildi ekki gefa upp hver myndi bera fyrirliðabandið í leiknum á morgun. „Það er ekki búið að tilkynna það ennþá. Þið fáið ekki að vita það fyrstir,“ sagði Þorsteinn léttur. Þorsteinn sagðist ekki geta sagt mikið um mótherjana en ítalska liðið valdi 33 manna hóp. „Í sjálfu sér vitum við lítið um liðið eða hvaða leikmenn eru að fara að spila á morgun. Þau völdu 33 manna hóp þannig að við gerum okkur ekki alveg grein fyrir því hvaða hóp þær nota á morgun.“ „Eins og lagt er upp með þá er þeirra sterkasti hópur að fara að spila á þriðjudaginn, þannig að maður gerir ráð fyrir að leikmenn sem eru seinna í goggunarröðinni séu að fara að spila á morgun. Það hefur svo sem ekkert verið rætt eða tilkynnt neitt í kringum það,“ sagði Þorsteinn. Aðspurður segist Þorsteinn sjálfur ætla að rúlla sínu liði vel. „Við munum rúlla liðinu vel. Allir útileikmennirnir munu koma til með að spila og við munum rúlla þessu töluvert mikið. Við munum gera margar breytingar milli leikja og erum bara að skoða leikmenn og hvernir þeir passa inn í það sem við erum að gera.“ Þorsteinn segir að uppleggið í leikjunum verði að reyna að halda boltanum eins mikið og hægt er. „Við munum reyna að halda boltanum eins mikið og við getum og reyna að vera skapandi í leik okkar. Eins og ég segi þá gerir maður sér ekki alveg grein fyrir því hvaða liði þær stilla upp og hversu sterkt lið þetta er. Þetta verður pottþétt lið sem er á sama getustigi og við þannig að þetta verður hörkuleikur.“ „Við þurfum að vera taktísk og öguð í okkar leik og förum inn í leikinn með ákveðna hugmyndafræði og við munum reyna að koma þeim hugmyndum í framkvæmd í leiknum.“ Eins og áður segir verður Sara Björk ekki með í leiknum. Dagný Brynjarsdóttir verður einnig utan hóps eftir að hún greindist með veiruna. Það reynir því á aðra leikmenn á miðsvæðinu. „Þetta gefur öðrum leikmönnum tækifæri til að sýna hvað í þeim býr og kannski taka á sig leiðtogahlutverk. Það verður spennandi að sjá hvernig þær tækla það. Það er auðvitað alltaf missir af góðum leikmönnum, en við teljum okkur vera með leikmenn til að stýra leik okkar á miðsvæðinu og óttumst það ekki neitt.“ „Það er aldrei draumastaða að missa lykilleikmenn en þetta er raunveruleikinn sem við búim við í dag,“ sagði Þorsteinn að lokum. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Stöð 2 Sport sýnir leik Íslands og Ítalíu á þriðjudaginn Vináttulandsleikur Íslands og Ítalíu á þriðjudaginn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þetta er seinni vináttulandsleikur liðanna af tveimur. 9. apríl 2021 13:30 „Þakka guði að vera úti í Svíþjóð þar sem allt er frekar afslappað“ Landsliðskonan Hallbera Gísladóttir segist vera sátt að vera úti í Svíþjóð á þessum tíma frekar en á Íslandi þar sem æfingar og keppni í íþróttum eru bannaðar. 8. apríl 2021 13:02 Blikaáherslur í landsliðinu Alexandra Jóhannsdóttir er ekki ókunn þeim áherslum sem Þorsteinn Halldórsson hefur komið með inn í íslenska landsliðið. 8. apríl 2021 16:00 Mest lesið Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Fleiri fréttir Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Sjá meira
„Undirbúningurinn hefur gengið heilt yfir vel,“ sagði Halldór á fundinum. „Við höfum verið að rúlla í gegnum hlut og þetta hefur gengið fínt og ekki yfir neinu að kvarta og allar heilar.“ Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði liðsins, verður ekki með vegna meiðsla en Þorsteinn vildi ekki gefa upp hver myndi bera fyrirliðabandið í leiknum á morgun. „Það er ekki búið að tilkynna það ennþá. Þið fáið ekki að vita það fyrstir,“ sagði Þorsteinn léttur. Þorsteinn sagðist ekki geta sagt mikið um mótherjana en ítalska liðið valdi 33 manna hóp. „Í sjálfu sér vitum við lítið um liðið eða hvaða leikmenn eru að fara að spila á morgun. Þau völdu 33 manna hóp þannig að við gerum okkur ekki alveg grein fyrir því hvaða hóp þær nota á morgun.“ „Eins og lagt er upp með þá er þeirra sterkasti hópur að fara að spila á þriðjudaginn, þannig að maður gerir ráð fyrir að leikmenn sem eru seinna í goggunarröðinni séu að fara að spila á morgun. Það hefur svo sem ekkert verið rætt eða tilkynnt neitt í kringum það,“ sagði Þorsteinn. Aðspurður segist Þorsteinn sjálfur ætla að rúlla sínu liði vel. „Við munum rúlla liðinu vel. Allir útileikmennirnir munu koma til með að spila og við munum rúlla þessu töluvert mikið. Við munum gera margar breytingar milli leikja og erum bara að skoða leikmenn og hvernir þeir passa inn í það sem við erum að gera.“ Þorsteinn segir að uppleggið í leikjunum verði að reyna að halda boltanum eins mikið og hægt er. „Við munum reyna að halda boltanum eins mikið og við getum og reyna að vera skapandi í leik okkar. Eins og ég segi þá gerir maður sér ekki alveg grein fyrir því hvaða liði þær stilla upp og hversu sterkt lið þetta er. Þetta verður pottþétt lið sem er á sama getustigi og við þannig að þetta verður hörkuleikur.“ „Við þurfum að vera taktísk og öguð í okkar leik og förum inn í leikinn með ákveðna hugmyndafræði og við munum reyna að koma þeim hugmyndum í framkvæmd í leiknum.“ Eins og áður segir verður Sara Björk ekki með í leiknum. Dagný Brynjarsdóttir verður einnig utan hóps eftir að hún greindist með veiruna. Það reynir því á aðra leikmenn á miðsvæðinu. „Þetta gefur öðrum leikmönnum tækifæri til að sýna hvað í þeim býr og kannski taka á sig leiðtogahlutverk. Það verður spennandi að sjá hvernig þær tækla það. Það er auðvitað alltaf missir af góðum leikmönnum, en við teljum okkur vera með leikmenn til að stýra leik okkar á miðsvæðinu og óttumst það ekki neitt.“ „Það er aldrei draumastaða að missa lykilleikmenn en þetta er raunveruleikinn sem við búim við í dag,“ sagði Þorsteinn að lokum.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Stöð 2 Sport sýnir leik Íslands og Ítalíu á þriðjudaginn Vináttulandsleikur Íslands og Ítalíu á þriðjudaginn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þetta er seinni vináttulandsleikur liðanna af tveimur. 9. apríl 2021 13:30 „Þakka guði að vera úti í Svíþjóð þar sem allt er frekar afslappað“ Landsliðskonan Hallbera Gísladóttir segist vera sátt að vera úti í Svíþjóð á þessum tíma frekar en á Íslandi þar sem æfingar og keppni í íþróttum eru bannaðar. 8. apríl 2021 13:02 Blikaáherslur í landsliðinu Alexandra Jóhannsdóttir er ekki ókunn þeim áherslum sem Þorsteinn Halldórsson hefur komið með inn í íslenska landsliðið. 8. apríl 2021 16:00 Mest lesið Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Fleiri fréttir Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Sjá meira
Stöð 2 Sport sýnir leik Íslands og Ítalíu á þriðjudaginn Vináttulandsleikur Íslands og Ítalíu á þriðjudaginn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þetta er seinni vináttulandsleikur liðanna af tveimur. 9. apríl 2021 13:30
„Þakka guði að vera úti í Svíþjóð þar sem allt er frekar afslappað“ Landsliðskonan Hallbera Gísladóttir segist vera sátt að vera úti í Svíþjóð á þessum tíma frekar en á Íslandi þar sem æfingar og keppni í íþróttum eru bannaðar. 8. apríl 2021 13:02
Blikaáherslur í landsliðinu Alexandra Jóhannsdóttir er ekki ókunn þeim áherslum sem Þorsteinn Halldórsson hefur komið með inn í íslenska landsliðið. 8. apríl 2021 16:00
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn