Masters-matseðill Johnson klár Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. apríl 2021 11:30 Dustin Johnson er ríkjandi meistari og fékk því að ákveða hvað væri á hinum margrómaða Masters-matseðli í ár. Rob Carr/Getty Images Þó aðeins séu fjórir mánuðir síðan Dustin Johnson vann Masters-mótið í golfi sem átti upphaflega að fara fram á svipuðum tíma í fyrra þá heldur Johnson í hefðina og hefur nú tilkynnt Masters-matseðil ársins. Hvert ár hittast fyrrum sigurvegarar Masters-mótsins og borða mat sem sigurvegari ársins á undan hefur valið. Hefðin nær aftur til ársins 1952 þegar Ben Hogan stofnaði Meistara-matseðilinn. Var hann ætlaður fyrrum sigurvegurum og heiðursmeðlimum Clifford Roberts og Bobby Jones. Síðan þá hefur matseðillinn verið jafn fjölbreyttur og sigurvegarar mótsins. Tiger Woods bauð til að mynda upp á ostborga og mjólkurhristinga. Þá var til að mynda boðið upp á haggis – skoskt lostgæti – árið 1989. Tiger verður ekki með á mótinu í ár. 20 years after the famous Tiger Slam, Woods absence looms, but his legacy is undeniably present. #themasters pic.twitter.com/sz4kthxbqt— The Masters (@TheMasters) April 5, 2021 Eins og áður sagði hefur sigurvegari mótsins venjulega ár til að undirbúa matseðilinn. Dustin var þó lítið að stressa sig á því að hafa aðeins fjóra mánuði til að undirbúa sig. Undirbúningur hans fólst einungis í því að skrifa matseðilinn niður og nokkuð ljóst að Johnson var löngu búinn að ákveða hvað hann myndi bjóða upp á þegar hann myndi loks fá að velja Masters-matseðilinn. Matseðill Dustins Johnson er í hefðbundnari kantinum. Í forrétt er boðið upp á svín í teppum, humar og „corn fritters.“ Svo er salat hússins eða Ceasar-salat. Meðlæti er kartöflumús og grænmeti. Í aðalrétt er nautakjöt [filet mignon] og maríneraður hafbarri. Að lokum er ferskjubaka eða eplakaka með vanilluís. View this post on Instagram A post shared by Dustin Johnson (@djohnsonpga) Johnson sett met er hann vann Masters í nóvember á síðasta ári. Hann lék á 20 undir pari eftir að hafa farið fyrsta hring á 65 höggum, annan hring á 70 höggum, þriðja hring á 65 höggum og að lokum fjórða hring á 68 höggum. Masters-mótið í golfi hefst á fimmtudag og verður sýnt beint frá mótinu á Stöð 2 Golf. Golf Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Rosalegur ráshópur McIlroy Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Sjá meira
Hvert ár hittast fyrrum sigurvegarar Masters-mótsins og borða mat sem sigurvegari ársins á undan hefur valið. Hefðin nær aftur til ársins 1952 þegar Ben Hogan stofnaði Meistara-matseðilinn. Var hann ætlaður fyrrum sigurvegurum og heiðursmeðlimum Clifford Roberts og Bobby Jones. Síðan þá hefur matseðillinn verið jafn fjölbreyttur og sigurvegarar mótsins. Tiger Woods bauð til að mynda upp á ostborga og mjólkurhristinga. Þá var til að mynda boðið upp á haggis – skoskt lostgæti – árið 1989. Tiger verður ekki með á mótinu í ár. 20 years after the famous Tiger Slam, Woods absence looms, but his legacy is undeniably present. #themasters pic.twitter.com/sz4kthxbqt— The Masters (@TheMasters) April 5, 2021 Eins og áður sagði hefur sigurvegari mótsins venjulega ár til að undirbúa matseðilinn. Dustin var þó lítið að stressa sig á því að hafa aðeins fjóra mánuði til að undirbúa sig. Undirbúningur hans fólst einungis í því að skrifa matseðilinn niður og nokkuð ljóst að Johnson var löngu búinn að ákveða hvað hann myndi bjóða upp á þegar hann myndi loks fá að velja Masters-matseðilinn. Matseðill Dustins Johnson er í hefðbundnari kantinum. Í forrétt er boðið upp á svín í teppum, humar og „corn fritters.“ Svo er salat hússins eða Ceasar-salat. Meðlæti er kartöflumús og grænmeti. Í aðalrétt er nautakjöt [filet mignon] og maríneraður hafbarri. Að lokum er ferskjubaka eða eplakaka með vanilluís. View this post on Instagram A post shared by Dustin Johnson (@djohnsonpga) Johnson sett met er hann vann Masters í nóvember á síðasta ári. Hann lék á 20 undir pari eftir að hafa farið fyrsta hring á 65 höggum, annan hring á 70 höggum, þriðja hring á 65 höggum og að lokum fjórða hring á 68 höggum. Masters-mótið í golfi hefst á fimmtudag og verður sýnt beint frá mótinu á Stöð 2 Golf.
Golf Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Mikilmennin misstíga sig á PGA-meistaramótinu Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Rosalegur ráshópur McIlroy Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Fjórtán ára strákur kominn í lokaúrtökumót fyrir Opna bandaríska Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Rory McIlroy vildi ekki tala við DeChambeau Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið McIlroy vann Masters í bráðabana Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Sló kúluna í rassinn á starfsmanni McIlroy stoltur af sjálfum sér Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Sjá meira