„Eins og að vera með kanarífugl í kolanámu“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. apríl 2021 10:18 Þó nokkur brögð eru af því að fólk taki með sér hunda í Geldingadali en fjórir dagar eru síðan Matvælastofnun ráðlagði fólki að gera það ekki, það geti haft neikvæð heilsufarsleg áhrif. Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir að Matvælastofnun ráðleggi fólki að taka ekki með sér hunda á gosstöðvarnar í Geldingadölum eru enn brögð að því að fólk taki hunda með sér. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir það vera líkt og kanarífugl í kolanámu. Fjórir dagar eru síðan Matvælastofnu réð fólki eindregið frá því að taka hunda með á gosstöðvarnar í Geldingadölum. Mikil mengun væri á svæðinu af efnum sem geti haft skaðleg áhrif á hunda. Jafnframt sé hætta á ýmis konar slysum Í tilkynningu Matvælastofnunar kemur fram að á gossvæðinu sé töluvert mikið áreiti, bæði hljóð og lykt, flugvélar, þyrlur og drónar og mikið af fólki, þannig að margir hundar geti orðið stressaðir. Rannsóknir Jarðvísindastofnunar og Veðurstofunnar á regnvatni á svæðinu hafi sýnt mikla efnamengun. Meðal annars hafi flúrsýra greinst langt yfir neysluvatnsviðmiðum, allt að 60 falt magn. Einnig mælist mikil saltsýra og sýrustig er mjög lágt. Ef hundar drekka vatn á svæðinu, éta snjó, eða sleikja þófa getur það haft neikvæð heilsufarsleg áhrif. Saltsýra og lágt sýrustig á yfirborði getur ert þófa og sært. Hundur með sára þófa sleikir þá gjarnan og efnin geta borist í hundinn. Gunnar Schram yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir fráleitt að taka hunda með sér að gosinu og segist undrandi að fólk skuli ennþá taka þá með sér. „Mér finnst ekki veita af varnaðarorðum þegar kemur því að biðja fólk um að taka ekki hunda með sér. Það er eins og að vera með kanarífugl í kolanámu,“ segir Gunnar. Dýr Eldgos í Fagradalsfjalli Gæludýr Tengdar fréttir Efnamengun á gossvæðinu getur haft skaðleg áhrif á hunda Mikil mengun er á gossvæðinu í Geldingadölum sem getur haft skaðleg áhrif á hunda og jafnframt hætta á ýmis konar slysum. Matvælastofnun mælir eindregið gegn því að hundar séu teknir með að gossvæðinu. 31. mars 2021 10:37 Beinir því til fólks að taka hunda ekki með að gosstöðvunum Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, beinir því til hundaeigenda að skilja ferfætlingana eftir heima þegar haldið er upp í Geldingadali til að skoða gosstöðvarnar þar. 25. mars 2021 21:58 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira
Fjórir dagar eru síðan Matvælastofnu réð fólki eindregið frá því að taka hunda með á gosstöðvarnar í Geldingadölum. Mikil mengun væri á svæðinu af efnum sem geti haft skaðleg áhrif á hunda. Jafnframt sé hætta á ýmis konar slysum Í tilkynningu Matvælastofnunar kemur fram að á gossvæðinu sé töluvert mikið áreiti, bæði hljóð og lykt, flugvélar, þyrlur og drónar og mikið af fólki, þannig að margir hundar geti orðið stressaðir. Rannsóknir Jarðvísindastofnunar og Veðurstofunnar á regnvatni á svæðinu hafi sýnt mikla efnamengun. Meðal annars hafi flúrsýra greinst langt yfir neysluvatnsviðmiðum, allt að 60 falt magn. Einnig mælist mikil saltsýra og sýrustig er mjög lágt. Ef hundar drekka vatn á svæðinu, éta snjó, eða sleikja þófa getur það haft neikvæð heilsufarsleg áhrif. Saltsýra og lágt sýrustig á yfirborði getur ert þófa og sært. Hundur með sára þófa sleikir þá gjarnan og efnin geta borist í hundinn. Gunnar Schram yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir fráleitt að taka hunda með sér að gosinu og segist undrandi að fólk skuli ennþá taka þá með sér. „Mér finnst ekki veita af varnaðarorðum þegar kemur því að biðja fólk um að taka ekki hunda með sér. Það er eins og að vera með kanarífugl í kolanámu,“ segir Gunnar.
Dýr Eldgos í Fagradalsfjalli Gæludýr Tengdar fréttir Efnamengun á gossvæðinu getur haft skaðleg áhrif á hunda Mikil mengun er á gossvæðinu í Geldingadölum sem getur haft skaðleg áhrif á hunda og jafnframt hætta á ýmis konar slysum. Matvælastofnun mælir eindregið gegn því að hundar séu teknir með að gossvæðinu. 31. mars 2021 10:37 Beinir því til fólks að taka hunda ekki með að gosstöðvunum Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, beinir því til hundaeigenda að skilja ferfætlingana eftir heima þegar haldið er upp í Geldingadali til að skoða gosstöðvarnar þar. 25. mars 2021 21:58 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira
Efnamengun á gossvæðinu getur haft skaðleg áhrif á hunda Mikil mengun er á gossvæðinu í Geldingadölum sem getur haft skaðleg áhrif á hunda og jafnframt hætta á ýmis konar slysum. Matvælastofnun mælir eindregið gegn því að hundar séu teknir með að gossvæðinu. 31. mars 2021 10:37
Beinir því til fólks að taka hunda ekki með að gosstöðvunum Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, beinir því til hundaeigenda að skilja ferfætlingana eftir heima þegar haldið er upp í Geldingadali til að skoða gosstöðvarnar þar. 25. mars 2021 21:58