„Það verður yndislegt fyrir mig að koma aftur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. apríl 2021 08:00 Mirim Lee með bikarinn eftir sigur sinn á ANA Inspiration í september í fyrra. Getty/Christian Petersen Fyrsta risamót ársins hjá konunum heldur upp á fimmtíu ára afmæli sitt í ár. ANA Inspiration hefst í dag en þetta er fyrsta risamót ársins 2021 hjá kvenkylfingum heimsins. Hin suður-kóreska Mirim Lee hefur titil að verja eftir ævintýralegan endi sinn í fyrra. ANA Inspiration risamótið fer fram hjá Mission Hills golfklúbbnum í Rancho Mirage í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Mótið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf stöðinni. Mótið fer fram í fimmtugasta skiptið í ár en 38 mismunandi kylfingar hafa fagnað sigri í 49 ára sögu mótsins. Mirim Lee frá Suður Kóreu vann ANA Inspiration risamótið í fyrra og það var hennar fyrsti risatitill á ferlinum. Last year, Mirim Lee chipped her way to an incredible victory at the @ANAinspiration The defending champion is back in the field this week pic.twitter.com/9CJbQUHONX— LPGA (@LPGA) March 29, 2021 Mótið var spilað í september á síðasta ári en því seinkaði um fimm mánuði vegna kórónuveirunnar. Það var mikil spenna á ANA Inspiration risamótinu í fyrra og þar þurfti umspil til að fá úrslit. Mirim Lee hafði þá betur eftir þriggja manna umspil á móti Nelly Korda og Brooke Henderson eftir að hafa tryggt sig inn í umspilið með því að fá örn á 72. og síðustu holu mótsins. Nelly Korda og Brooke Henderson höfðu báðar verið með forystuna á lokadeginum en Mirim Lee tryggði sér sigurinn með því að ná fugli á fyrstu holu bráðabanans. „Ég get ekki beðið eftir að koma aftur til Rancho Mirage sem ríkjandi meistari. Vanalega þarftu að bíða í tólf mánuði eftir að verja titilinn og það er því óvenjulegt að fá þetta mót svona snemma,“ sagði Mirim Lee. Hún hoppaði út í tjörn eftir sigurinn í fyrra. A victory jump into Poppie's Pond. Congratulations, Mirim Lee!pic.twitter.com/nEat32N74g— Golf Digest (@GolfDigest) September 13, 2020 „Það verður samt yndislegt fyrir mig persónulega að koma aftur og rifja upp allar ánægjulegu minningarnar frá því að vinna mótið í fyrra. Ég er leið yfir því að allir frábæru áhorfendurnir fá ekki að mæta núna en ég skil vel þá skynsamlegu ákvörðun þegar við glímum við heimsfaraldur. Við erum allar þakklátar fyrir að fá að keppa á fyrsta risamóti ársins,“ sagði Mirim Lee. Hún var annar suður-kóreski meistari ANA Inspiration í röð og sá þriðji á síðustu fjórum árum. Ko Jin-young vann það árið 2019 og Ryu So-yeon árið 2017. Alls hafa fimm mismunandi suður-kóreskar golfkonur unnið þetta risamót frá árinu 2012. Fjórar þeirra eru með í ár eða Mirim Lee, Ko Jin-young, Ryu So-yeon og Inbee Park. Svíinn Pernilla Lindberg er einnig með en hún er eini sigurvegari mótsins utan Suður-Kóreu frá og með mótinu 2017. Útsending frá fyrsta degi ANA Inspiration hefst á Stöð 2 Golf klukkan 16.00 í dag. Defending Champion Mirim Lee speaks live with the media at the 2021 @ANAInspiration. https://t.co/FKDYGT05G6— LPGA (@LPGA) March 30, 2021 Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Golf Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Sjá meira
ANA Inspiration hefst í dag en þetta er fyrsta risamót ársins 2021 hjá kvenkylfingum heimsins. Hin suður-kóreska Mirim Lee hefur titil að verja eftir ævintýralegan endi sinn í fyrra. ANA Inspiration risamótið fer fram hjá Mission Hills golfklúbbnum í Rancho Mirage í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Mótið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf stöðinni. Mótið fer fram í fimmtugasta skiptið í ár en 38 mismunandi kylfingar hafa fagnað sigri í 49 ára sögu mótsins. Mirim Lee frá Suður Kóreu vann ANA Inspiration risamótið í fyrra og það var hennar fyrsti risatitill á ferlinum. Last year, Mirim Lee chipped her way to an incredible victory at the @ANAinspiration The defending champion is back in the field this week pic.twitter.com/9CJbQUHONX— LPGA (@LPGA) March 29, 2021 Mótið var spilað í september á síðasta ári en því seinkaði um fimm mánuði vegna kórónuveirunnar. Það var mikil spenna á ANA Inspiration risamótinu í fyrra og þar þurfti umspil til að fá úrslit. Mirim Lee hafði þá betur eftir þriggja manna umspil á móti Nelly Korda og Brooke Henderson eftir að hafa tryggt sig inn í umspilið með því að fá örn á 72. og síðustu holu mótsins. Nelly Korda og Brooke Henderson höfðu báðar verið með forystuna á lokadeginum en Mirim Lee tryggði sér sigurinn með því að ná fugli á fyrstu holu bráðabanans. „Ég get ekki beðið eftir að koma aftur til Rancho Mirage sem ríkjandi meistari. Vanalega þarftu að bíða í tólf mánuði eftir að verja titilinn og það er því óvenjulegt að fá þetta mót svona snemma,“ sagði Mirim Lee. Hún hoppaði út í tjörn eftir sigurinn í fyrra. A victory jump into Poppie's Pond. Congratulations, Mirim Lee!pic.twitter.com/nEat32N74g— Golf Digest (@GolfDigest) September 13, 2020 „Það verður samt yndislegt fyrir mig persónulega að koma aftur og rifja upp allar ánægjulegu minningarnar frá því að vinna mótið í fyrra. Ég er leið yfir því að allir frábæru áhorfendurnir fá ekki að mæta núna en ég skil vel þá skynsamlegu ákvörðun þegar við glímum við heimsfaraldur. Við erum allar þakklátar fyrir að fá að keppa á fyrsta risamóti ársins,“ sagði Mirim Lee. Hún var annar suður-kóreski meistari ANA Inspiration í röð og sá þriðji á síðustu fjórum árum. Ko Jin-young vann það árið 2019 og Ryu So-yeon árið 2017. Alls hafa fimm mismunandi suður-kóreskar golfkonur unnið þetta risamót frá árinu 2012. Fjórar þeirra eru með í ár eða Mirim Lee, Ko Jin-young, Ryu So-yeon og Inbee Park. Svíinn Pernilla Lindberg er einnig með en hún er eini sigurvegari mótsins utan Suður-Kóreu frá og með mótinu 2017. Útsending frá fyrsta degi ANA Inspiration hefst á Stöð 2 Golf klukkan 16.00 í dag. Defending Champion Mirim Lee speaks live with the media at the 2021 @ANAInspiration. https://t.co/FKDYGT05G6— LPGA (@LPGA) March 30, 2021 Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Golf Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Sjá meira