Fólk verður að yfirgefa svæðið í síðasta lagi klukkan fimm Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. mars 2021 12:10 Eldgos við Fagradallsfjall. RAX Seinni partinn í dag og á morgun verður ekki óhætt að vera nálægt eldstöðvunum í Geldingadal vegna gasmengunar. Náttúruvársérfræðingur segir að fólk verði að hafa yfirgefið svæðið fyrir klukkan fimm, í síðasta lagi. Við eldgosið séu skaðlegar gastegundir og meðal annars ein sem fólk hvorki sér né finnur lykt af. Um tveggja kílómetra bílaröð við Grindavík er til marks um þann mikla fjölda fólks sem hyggst freista þess að berja eldgosið í Geldingadal augum nú þegar veðrið hefur gengið niður. Náttúruvársérfræðingar hafa þó áhyggjur af gasmengun því í hægviðri ná skaðlegar gastegundir frekar að safnast fyrir í dölum og dældum. Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur var spurð hvort óhætt sé að vera nálægt eldgosinu í dag. „Eins og er ætti að vera allt í lagi að vera þar á ferðinni núna en miðað við spána seinni partinn í kvöld og á morgun þá mælum við alls ekki með því að fólk sé þarna í kvöld og að fólk sem er á svæðinu komi sér frá í síðasta lagi um fimmleytið og að enginn sé á leiðinni á svæðið eftir þann tíma. Fólk verður að halda sér uppi á hæðum og alls ekki fara niður í dali eða dældir.“ Ein lofttegundin lyktar-og litlaus Nýjasta veðurspáin gerir ráð fyrir að vindstyrkur gæti jafnvel farið undir þrjá metra á sekúndu síðdegis og því sé alls ekki sniðugt að vera nálægt eldstöðvunum á þeim tíma. Vísindamenn hafa aðallega áhyggjur af þremur gastegundum. Ein þeirra, kolmónoxíð, er sérstaklega lúmsk. Hún er eitruð lofttegund sem er lyktar- og litlaus. „Við sjáum hana ekki og finnum ekki lyktina af henni og það getur verið mjög hættulegt“ Í þessum töluðu orðum eru fulltrúar Veðurstofunnar við gasmælingar í Geldingadal. Bryndís segir að niðurstöður muni sennilega ekki liggja fyrir fyrr en seinni partinn í dag eða kvöld þegar þeir hafa náð að vinna úr gögnum sínum. Staðan getur breyst hratt og því vissara að fylgjast vel með tilmælum frá almannavörnum. Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Tengdar fréttir Gasgrímur munu ekki hjálpa í súrefnislausum dældum Á morgun spáir hægari vindi við gossvæðið í Geldingadal, sem boðar ekki gott fyrir þá sem höfðu hugsað sér að berja hamfarirnar augum. 22. mars 2021 18:41 Löng bílaröð á slóðum gossins Fallegt veður er á suðvesturhorninu í dag og greinilega fjölmargir sem ætlað að nota daginn til að heimsækja gösstöðvarnar við Fagradalsfjall. 23. mars 2021 10:50 Brýnt að virða tilmæli því á morgun gæti mengun orðið lífshættuleg Náttúruvársérfræðingur segir að staðan á eldgosinu sé svipuð og í upphafi og að það sé ekkert sem bendi til þess að því ljúki í dag. Biðlað er til fólks um að virða tilmæli almannavarna því þegar lægir á morgun gæti gosmengun í Geldingadal orðið lífshættuleg. 22. mars 2021 14:27 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Um tveggja kílómetra bílaröð við Grindavík er til marks um þann mikla fjölda fólks sem hyggst freista þess að berja eldgosið í Geldingadal augum nú þegar veðrið hefur gengið niður. Náttúruvársérfræðingar hafa þó áhyggjur af gasmengun því í hægviðri ná skaðlegar gastegundir frekar að safnast fyrir í dölum og dældum. Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur var spurð hvort óhætt sé að vera nálægt eldgosinu í dag. „Eins og er ætti að vera allt í lagi að vera þar á ferðinni núna en miðað við spána seinni partinn í kvöld og á morgun þá mælum við alls ekki með því að fólk sé þarna í kvöld og að fólk sem er á svæðinu komi sér frá í síðasta lagi um fimmleytið og að enginn sé á leiðinni á svæðið eftir þann tíma. Fólk verður að halda sér uppi á hæðum og alls ekki fara niður í dali eða dældir.“ Ein lofttegundin lyktar-og litlaus Nýjasta veðurspáin gerir ráð fyrir að vindstyrkur gæti jafnvel farið undir þrjá metra á sekúndu síðdegis og því sé alls ekki sniðugt að vera nálægt eldstöðvunum á þeim tíma. Vísindamenn hafa aðallega áhyggjur af þremur gastegundum. Ein þeirra, kolmónoxíð, er sérstaklega lúmsk. Hún er eitruð lofttegund sem er lyktar- og litlaus. „Við sjáum hana ekki og finnum ekki lyktina af henni og það getur verið mjög hættulegt“ Í þessum töluðu orðum eru fulltrúar Veðurstofunnar við gasmælingar í Geldingadal. Bryndís segir að niðurstöður muni sennilega ekki liggja fyrir fyrr en seinni partinn í dag eða kvöld þegar þeir hafa náð að vinna úr gögnum sínum. Staðan getur breyst hratt og því vissara að fylgjast vel með tilmælum frá almannavörnum.
Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Tengdar fréttir Gasgrímur munu ekki hjálpa í súrefnislausum dældum Á morgun spáir hægari vindi við gossvæðið í Geldingadal, sem boðar ekki gott fyrir þá sem höfðu hugsað sér að berja hamfarirnar augum. 22. mars 2021 18:41 Löng bílaröð á slóðum gossins Fallegt veður er á suðvesturhorninu í dag og greinilega fjölmargir sem ætlað að nota daginn til að heimsækja gösstöðvarnar við Fagradalsfjall. 23. mars 2021 10:50 Brýnt að virða tilmæli því á morgun gæti mengun orðið lífshættuleg Náttúruvársérfræðingur segir að staðan á eldgosinu sé svipuð og í upphafi og að það sé ekkert sem bendi til þess að því ljúki í dag. Biðlað er til fólks um að virða tilmæli almannavarna því þegar lægir á morgun gæti gosmengun í Geldingadal orðið lífshættuleg. 22. mars 2021 14:27 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Gasgrímur munu ekki hjálpa í súrefnislausum dældum Á morgun spáir hægari vindi við gossvæðið í Geldingadal, sem boðar ekki gott fyrir þá sem höfðu hugsað sér að berja hamfarirnar augum. 22. mars 2021 18:41
Löng bílaröð á slóðum gossins Fallegt veður er á suðvesturhorninu í dag og greinilega fjölmargir sem ætlað að nota daginn til að heimsækja gösstöðvarnar við Fagradalsfjall. 23. mars 2021 10:50
Brýnt að virða tilmæli því á morgun gæti mengun orðið lífshættuleg Náttúruvársérfræðingur segir að staðan á eldgosinu sé svipuð og í upphafi og að það sé ekkert sem bendi til þess að því ljúki í dag. Biðlað er til fólks um að virða tilmæli almannavarna því þegar lægir á morgun gæti gosmengun í Geldingadal orðið lífshættuleg. 22. mars 2021 14:27