Gos hafið í Geldingadal Sylvía Hall og Hólmfríður Gísladóttir skrifa 19. mars 2021 21:45 Gos hófst í Geldingadal við Fagradalsfjall í kvöld. Myndin er úr myndskeiði Landhelgisgæslunnar, sem flaug yfir gosstöðvarnar fyrr í kvöld. Landhelgisgæslan Eldgos er hafið í Geldingadal við Fagradalsfjall. Tilkynning þess efnis barst frá Veðurstofu Íslands til fjölmiðla klukkan 21:55 og í framhaldinu að það hefði að líkindum hafist klukkan 20:45. Lítill órói hefur sést á jarðskjálftamælum. Almannavarnir brýna fyrir fólki að vera ekki að fara ekki á staðinn. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er mjó hrauntunga sem rennur í suðsuðvestur og önnur tunga í vestur. Syðri endi tungunnar er um 2,6 km frá Suðurstrandarvegi, en sprungan sjálf er um 500 til 700 metrar. Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi var lokað um tíma á ellefta tímanum í kvöld. Vegirnir voru opnaðir á ný eftir að ljóst varð í hvaða átt hraunið rann. Sérfræðingar segja staðsetningu gossins afar góða og hefur gosinu verið lýst sem ræfilslegu. Í aukafréttatíma Stöðvar 2 sagði Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, að gosið hefði komið henni á óvart. Hún var þá nýkomin úr flugi með Landhelgisgæslunni yfir gosstöðvarnar. Fólk nærri mögulegu gossvæði sagðist á tíunda tímanum hafa séð ljósbjarma frá svæðinu og höfðu fréttastofu borist samskonar ábendingar. Fyrsta tilkynning barst Veðurstofu Íslands klukkan 21:20, en það var svo klukkan 21:55 sem staðfest var að eldgos væri hafið. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Veðurstofunni hófst gosið klukkan 20:45. Hér sjáum við staðsetningu gossins við í Geldingadal.Grafík/Hafsteinn
Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er mjó hrauntunga sem rennur í suðsuðvestur og önnur tunga í vestur. Syðri endi tungunnar er um 2,6 km frá Suðurstrandarvegi, en sprungan sjálf er um 500 til 700 metrar. Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi var lokað um tíma á ellefta tímanum í kvöld. Vegirnir voru opnaðir á ný eftir að ljóst varð í hvaða átt hraunið rann. Sérfræðingar segja staðsetningu gossins afar góða og hefur gosinu verið lýst sem ræfilslegu. Í aukafréttatíma Stöðvar 2 sagði Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, að gosið hefði komið henni á óvart. Hún var þá nýkomin úr flugi með Landhelgisgæslunni yfir gosstöðvarnar. Fólk nærri mögulegu gossvæði sagðist á tíunda tímanum hafa séð ljósbjarma frá svæðinu og höfðu fréttastofu borist samskonar ábendingar. Fyrsta tilkynning barst Veðurstofu Íslands klukkan 21:20, en það var svo klukkan 21:55 sem staðfest var að eldgos væri hafið. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Veðurstofunni hófst gosið klukkan 20:45. Hér sjáum við staðsetningu gossins við í Geldingadal.Grafík/Hafsteinn
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Sjá meira