„Ótrúleg vinnubrögð af hálfu HSÍ og áfrýjunardómstólsins“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. mars 2021 12:15 KA/Þór er ekki sátt með vinnubrögð HSÍ og áfrýjunardómstóls sambandsins. vísir/hag Framkvæmdastjóri KA er gáttaður á úrskurði áfrýjunardómstóls HSÍ um að endurtaka eigi leik KA/Þórs og Stjörnunnar í Olís-deild kvenna. Akureyringar hafa eitt og annað við málsmeðferðina að athuga og segja að gleymst hafi að tilkynna þeim um áfrýjunina. Félögunum var tilkynnt um ákvörðun áfrýjunardómstólsins í gær. Hún kom KA/Þór í opna skjöldu. „Við erum eiginlega orðlaus yfir þessu og sérstaklega málsmeðferðinni sem er ótrúleg í alla staði. Það gleymist að tilkynna okkur um að málinu hafi verið áfrýjað og það hafi verið tekið fyrir hjá áfrýjunardómstólnum. Allar málsmeðferðarreglur sem þekkjast í íslensku réttarfarsríki voru brotnar,“ sagði Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, í samtali við Vísi í dag. Hann segir rangt að KA/Þór hafi ekki látið málið sérstaklega til sín taka eins og segir í dómi áfrýjunardómstólsins. Hann má lesa með því að smella hér. Leikurinn fór fram 13. febrúar. KA/Þór vann hann, 26-27, en eitt marka liðsins var oftalið vegna mistaka á ritaraborði. Dómstóll HSÍ staðfesti úrslit leiksins 1. mars en Stjarnan áfrýjaði þremur dögum seinna. „Þá ber HSÍ að tilkynna okkur sem málsaðila en það gleymist. Dómstólnum ber að kalla eftir staðfestingu og gögnum frá okkur ef við viljum koma með greinargerð. Það gerist ekki og þar af leiðandi náum við aldrei að taka til varna í málinu,“ sagði Sævar. „Við vissum ekkert um dóminn fyrr en það er búið að úrskurða í málinu sem eru ótrúleg vinnubrögð af hálfu HSÍ og áfrýjunardómstólsins.“ Eini aðilinn sem tapar í málinu Niðurstaðan kom KA/Þór á óvart og Sævar segir skrítið að lið geti kært eigin framkvæmd og það bitni á hinu liðinu. „Hún hlýtur að opna á alls konar fordæmi, að heimaliðið sem er að tapa leik geti gert mistök á klukku og svo endurtekið leikinn. Stjarnan kærir framkvæmd Stjörnunnar í þessum leik og vinnur málið,“ sagði Sævar. „Samkvæmt niðurstöðunni er allur málskostnaður felldur niður sem þýðir að þrátt fyrir að við höfum ekkert komið nálægt framkvæmdinni erum við eini aðilinn sem tapar í málinu, bæði stigum og þetta mun kosta okkur fullt af pening.“ Förum með þetta eins langt og hægt er KA/Þór ætlar að óska eftir endurupptöku málsins hjá áfrýjunardómstólnum og er tilbúið að fara með málið lengra. „Við förum með þetta eins langt og hægt er. Til að byrja með óskum við eftir endurupptöku hjá áfrýjunardómstólnum þar sem þeir gleyma að tilkynna okkur um þetta. Svo munum við leita til áfrýjunardómstóls ÍSÍ og höfum tilkynnt HSÍ að við munum jafnvel leita á náðir almennra dómstóla þar sem við teljum gróflega á okkur brotið með þessari málsmeðferð,“ sagði Sævar. Ekki liggur fyrir hvenær leikurinn verður endurtekinn. „Ég sé ekki fram á að hann verði leikinn á næstu vikum. Við munum fara með þetta mál alla leið og það mun taka þónokkuð margar vikur að vinna það,“ sagði Sævar. Leikurinn verður væntanlega óspilaður langt fram á vor „Við mætum ekki í þennan leik við Stjörnuna fyrr en úr málinu verður skorið fyrir þeim dómstólum sem við munum leita til. Hvaða áhrif það hefur á úrslitakeppnina geri ég mér ekki grein fyrir en þessi leikur verður væntanlega óspilaður langt fram á vor.“ KA/Þór er á toppi Olís-deildarinnar en Stjarnan í 6. sætinu þegar tveimur umferðum er ólokið. Sex liða úrslitakeppni tekur svo við. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Stjarnan Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Sjá meira
Félögunum var tilkynnt um ákvörðun áfrýjunardómstólsins í gær. Hún kom KA/Þór í opna skjöldu. „Við erum eiginlega orðlaus yfir þessu og sérstaklega málsmeðferðinni sem er ótrúleg í alla staði. Það gleymist að tilkynna okkur um að málinu hafi verið áfrýjað og það hafi verið tekið fyrir hjá áfrýjunardómstólnum. Allar málsmeðferðarreglur sem þekkjast í íslensku réttarfarsríki voru brotnar,“ sagði Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, í samtali við Vísi í dag. Hann segir rangt að KA/Þór hafi ekki látið málið sérstaklega til sín taka eins og segir í dómi áfrýjunardómstólsins. Hann má lesa með því að smella hér. Leikurinn fór fram 13. febrúar. KA/Þór vann hann, 26-27, en eitt marka liðsins var oftalið vegna mistaka á ritaraborði. Dómstóll HSÍ staðfesti úrslit leiksins 1. mars en Stjarnan áfrýjaði þremur dögum seinna. „Þá ber HSÍ að tilkynna okkur sem málsaðila en það gleymist. Dómstólnum ber að kalla eftir staðfestingu og gögnum frá okkur ef við viljum koma með greinargerð. Það gerist ekki og þar af leiðandi náum við aldrei að taka til varna í málinu,“ sagði Sævar. „Við vissum ekkert um dóminn fyrr en það er búið að úrskurða í málinu sem eru ótrúleg vinnubrögð af hálfu HSÍ og áfrýjunardómstólsins.“ Eini aðilinn sem tapar í málinu Niðurstaðan kom KA/Þór á óvart og Sævar segir skrítið að lið geti kært eigin framkvæmd og það bitni á hinu liðinu. „Hún hlýtur að opna á alls konar fordæmi, að heimaliðið sem er að tapa leik geti gert mistök á klukku og svo endurtekið leikinn. Stjarnan kærir framkvæmd Stjörnunnar í þessum leik og vinnur málið,“ sagði Sævar. „Samkvæmt niðurstöðunni er allur málskostnaður felldur niður sem þýðir að þrátt fyrir að við höfum ekkert komið nálægt framkvæmdinni erum við eini aðilinn sem tapar í málinu, bæði stigum og þetta mun kosta okkur fullt af pening.“ Förum með þetta eins langt og hægt er KA/Þór ætlar að óska eftir endurupptöku málsins hjá áfrýjunardómstólnum og er tilbúið að fara með málið lengra. „Við förum með þetta eins langt og hægt er. Til að byrja með óskum við eftir endurupptöku hjá áfrýjunardómstólnum þar sem þeir gleyma að tilkynna okkur um þetta. Svo munum við leita til áfrýjunardómstóls ÍSÍ og höfum tilkynnt HSÍ að við munum jafnvel leita á náðir almennra dómstóla þar sem við teljum gróflega á okkur brotið með þessari málsmeðferð,“ sagði Sævar. Ekki liggur fyrir hvenær leikurinn verður endurtekinn. „Ég sé ekki fram á að hann verði leikinn á næstu vikum. Við munum fara með þetta mál alla leið og það mun taka þónokkuð margar vikur að vinna það,“ sagði Sævar. Leikurinn verður væntanlega óspilaður langt fram á vor „Við mætum ekki í þennan leik við Stjörnuna fyrr en úr málinu verður skorið fyrir þeim dómstólum sem við munum leita til. Hvaða áhrif það hefur á úrslitakeppnina geri ég mér ekki grein fyrir en þessi leikur verður væntanlega óspilaður langt fram á vor.“ KA/Þór er á toppi Olís-deildarinnar en Stjarnan í 6. sætinu þegar tveimur umferðum er ólokið. Sex liða úrslitakeppni tekur svo við. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Stjarnan Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn