Trump rannsakaður hátt og lágt Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. mars 2021 09:04 Trump á yfir höfði sér fjársektir og fangelsisdóma ef hann verður fundinn sekur um þá glæpi sem eru til rannsóknar. Bolir á borð við þennan eru til sölu. Donald Trump, sem nýtur ekki lengur friðhelgi foretaembættisins, á nú yfir höfði sér fjölmörg dómsmál, bæði einkamál og sakamál. Sum tengjast gjörðum hans á meðan hann sat enn í embætti en önnur viðskiptagjörningum og óvarlegum umælum, svo eitthvað sé nefnt. Trump var tvisvar ákærður af fulltrúadeild bandaríska þingsins á meðan hann sat á forsetastóli. Ákærurnar munu rata í sögubækurnar en þær kærur og ákærur sem nú hanga yfir höfði hans gætu haft áþreifanlegri afleiðingar, það er að segja fjársektir og jafnvel fangelsisvist. Trump var sigurviss í Georgíu en svo fór að Biden tók ríkið og demókratar öldungadeildarþingsætin tvö.epa/Erik S. Lesser Afskipti af forsetakosningunum í Georgíu Fyrst ber að nefna tvær rannsóknir sem standa yfir af hálfu yfirvalda í Georgíu í tengslum við símasamtöl sem Trump átti við embættismenn í tengslum við forsetakosningarnar. Í öðru samtalinu, sem forsetinn þáverandi átti við Brad Raffensberger ríkisráðherra (Secretary of State), biðlaði Trump til ráðherrans að „finna“ nógu mörg atkvæði til að snúa úrslitum kosninganna í ríkinu. Í hinu samtalinu bað Trump yfirmann rannsóknar á mögulegum kosningasvikum í Cobb-sýslu um að freista þess að grafa eitthvað misjafnt upp og sagði rannsóknina varða þjóðarhagsmuni. Rannsóknirnar tvær eru annars vegar á vegum ríkissaksóknara Georgíu og hins vegar ákæruvaldsins í Fulton-sýslu. Saksóknarar hafa loksins komist yfir skattagögn Trumps til tíu ára. Þau munu þó ekki koma fyrir augu almennings.epa/Justin Lane Vafasamir viðskiptahættir í New York Saksóknaraembættið á Manhattan rannsakar meint brot Trump-veldisins á ýmsum ríkislögum, svo sem skattsvik og tryggingasvindl. Það skoðar einnig hvort félagið hafi afvegaleitt fjármálastofnanir þegar það sótti um lán og hvort það blekkti skattayfirvöld til að nýta sér ýmsar skattaívilnanir. Þá hefur ríkissaksóknarinn Letitia James það til rannsóknar hvort Trump Organization ýkti virði eigna sinna til að tryggja sér hagstæð kjör á lánum og trygginum. Ofangreindir rannsakendur höfðu í langan tíma freistað þess að komast yfir skattaframtöl Trump, sem hann opinberaði ekki þegar hann bauð sig fram til forseta, ólíkt forverum sínum. Þeir fengu gögnin loks í hendur í lok febrúar, þegar Hæstiréttur neitaði að verða við umleitan Trumps um að halda þeim leyndum. Gögnin munu ekki koma fyrir sjónir almennings en verða lögð fyrir svokallaðan rannsóknarkviðdóm. Samstarfsmenn votta lögreglumanninum Brian Sicknick virðingu sína í hvelfingu þinghússins 3. febrúar sl.epa/Kevin Dietsch Árásin á þinghúsið Fleiri en 200 einstaklingar hafa verið ákærðir í tengslum við óeirðirnar við og innrásina í þinghúsið í Washington D.C. í janúar. Ákæruvaldið hefur gefið í skyn að verið sé að skoða ábyrgð allra sem komu að málinu en fjölmargir hafa bent á Trump í þessu samhengi og sagt hann hafa hvatt stuðningsmenn sína áfram. Einn lögreglumaður lést og fimm óróaseggir, og fleiri en hundrað særðust. Að minnsta kosti einn ákærðu hefur játað að hafa beðið eftir „tilmælum“ frá forsetanum, sem skömmu áður hvatti stuðningsmenn sína til að fara að þinghúsinu. Þá sagði Trump fylgismenn sína hafa vald til að koma í veg fyrir að Biden yrði forseti en þegar innrásin átti sér stað stóð yfir staðfesting þingsins á talningu atkvæða kjörmanna. Bæjarráð Palm Beach er ekki á því að forsetanum fyrrverandi sé heimilt að búa á hótelinu allan ársins hring.The Mar-a-Lago Club Önnur mál, stór og smá Meðal annarra mála sem eru til skoðunar hjá yfirvöldum og dómstólum má nefna rannsókn ríkissaksóknarans í Washinton D.C. á því hvort félag Trump og innsetningarnefnd þá verðandi forsetans hefðu gerst sek um misnotkun á kosningafé með því að yfirgreiða fyrir notkun Trump-hótelsins í Washington fyrir innsetningarhátíðina 2017. Trump á einnig yfir höfði sér einkamál vegna ummæla sem hann lét falla um tvær þeirra kvenna sem hafa sakað hann um kynferðisbrot en hann kallaði báðar lygara. Lögmenn annarrar höfðu farið fram á að Trump yrði kallaður til skýrslugjafar og til að gefa erfðasýni en dómsmálaráðuneytið beitt sér gegn því á meðan Trump sat í Hvíta húsinu. Nú, þegar Trump er ekki lengur í embætti, á að freista þess að þoka málunum áfram. Þá á forsetinn fyrirverandi einnig von á ákvörðun bæjarráðs Palm Beach um það hvort honum er heimilt að vera með lögheimili í Mar-a-Lago á Flórída og búa þar allan ársins hring. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Maður talinn af eftir jarðfall Erlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Fleiri fréttir Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Sjá meira
Trump var tvisvar ákærður af fulltrúadeild bandaríska þingsins á meðan hann sat á forsetastóli. Ákærurnar munu rata í sögubækurnar en þær kærur og ákærur sem nú hanga yfir höfði hans gætu haft áþreifanlegri afleiðingar, það er að segja fjársektir og jafnvel fangelsisvist. Trump var sigurviss í Georgíu en svo fór að Biden tók ríkið og demókratar öldungadeildarþingsætin tvö.epa/Erik S. Lesser Afskipti af forsetakosningunum í Georgíu Fyrst ber að nefna tvær rannsóknir sem standa yfir af hálfu yfirvalda í Georgíu í tengslum við símasamtöl sem Trump átti við embættismenn í tengslum við forsetakosningarnar. Í öðru samtalinu, sem forsetinn þáverandi átti við Brad Raffensberger ríkisráðherra (Secretary of State), biðlaði Trump til ráðherrans að „finna“ nógu mörg atkvæði til að snúa úrslitum kosninganna í ríkinu. Í hinu samtalinu bað Trump yfirmann rannsóknar á mögulegum kosningasvikum í Cobb-sýslu um að freista þess að grafa eitthvað misjafnt upp og sagði rannsóknina varða þjóðarhagsmuni. Rannsóknirnar tvær eru annars vegar á vegum ríkissaksóknara Georgíu og hins vegar ákæruvaldsins í Fulton-sýslu. Saksóknarar hafa loksins komist yfir skattagögn Trumps til tíu ára. Þau munu þó ekki koma fyrir augu almennings.epa/Justin Lane Vafasamir viðskiptahættir í New York Saksóknaraembættið á Manhattan rannsakar meint brot Trump-veldisins á ýmsum ríkislögum, svo sem skattsvik og tryggingasvindl. Það skoðar einnig hvort félagið hafi afvegaleitt fjármálastofnanir þegar það sótti um lán og hvort það blekkti skattayfirvöld til að nýta sér ýmsar skattaívilnanir. Þá hefur ríkissaksóknarinn Letitia James það til rannsóknar hvort Trump Organization ýkti virði eigna sinna til að tryggja sér hagstæð kjör á lánum og trygginum. Ofangreindir rannsakendur höfðu í langan tíma freistað þess að komast yfir skattaframtöl Trump, sem hann opinberaði ekki þegar hann bauð sig fram til forseta, ólíkt forverum sínum. Þeir fengu gögnin loks í hendur í lok febrúar, þegar Hæstiréttur neitaði að verða við umleitan Trumps um að halda þeim leyndum. Gögnin munu ekki koma fyrir sjónir almennings en verða lögð fyrir svokallaðan rannsóknarkviðdóm. Samstarfsmenn votta lögreglumanninum Brian Sicknick virðingu sína í hvelfingu þinghússins 3. febrúar sl.epa/Kevin Dietsch Árásin á þinghúsið Fleiri en 200 einstaklingar hafa verið ákærðir í tengslum við óeirðirnar við og innrásina í þinghúsið í Washington D.C. í janúar. Ákæruvaldið hefur gefið í skyn að verið sé að skoða ábyrgð allra sem komu að málinu en fjölmargir hafa bent á Trump í þessu samhengi og sagt hann hafa hvatt stuðningsmenn sína áfram. Einn lögreglumaður lést og fimm óróaseggir, og fleiri en hundrað særðust. Að minnsta kosti einn ákærðu hefur játað að hafa beðið eftir „tilmælum“ frá forsetanum, sem skömmu áður hvatti stuðningsmenn sína til að fara að þinghúsinu. Þá sagði Trump fylgismenn sína hafa vald til að koma í veg fyrir að Biden yrði forseti en þegar innrásin átti sér stað stóð yfir staðfesting þingsins á talningu atkvæða kjörmanna. Bæjarráð Palm Beach er ekki á því að forsetanum fyrrverandi sé heimilt að búa á hótelinu allan ársins hring.The Mar-a-Lago Club Önnur mál, stór og smá Meðal annarra mála sem eru til skoðunar hjá yfirvöldum og dómstólum má nefna rannsókn ríkissaksóknarans í Washinton D.C. á því hvort félag Trump og innsetningarnefnd þá verðandi forsetans hefðu gerst sek um misnotkun á kosningafé með því að yfirgreiða fyrir notkun Trump-hótelsins í Washington fyrir innsetningarhátíðina 2017. Trump á einnig yfir höfði sér einkamál vegna ummæla sem hann lét falla um tvær þeirra kvenna sem hafa sakað hann um kynferðisbrot en hann kallaði báðar lygara. Lögmenn annarrar höfðu farið fram á að Trump yrði kallaður til skýrslugjafar og til að gefa erfðasýni en dómsmálaráðuneytið beitt sér gegn því á meðan Trump sat í Hvíta húsinu. Nú, þegar Trump er ekki lengur í embætti, á að freista þess að þoka málunum áfram. Þá á forsetinn fyrirverandi einnig von á ákvörðun bæjarráðs Palm Beach um það hvort honum er heimilt að vera með lögheimili í Mar-a-Lago á Flórída og búa þar allan ársins hring.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Maður talinn af eftir jarðfall Erlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Fleiri fréttir Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Sjá meira