Líkur á að hraun renni yfir Suðurstrandarveg Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. mars 2021 11:47 Suðurstrandarvegur liggur frá Grindavík til Þorlákshafnar. Vísir/Vilhelm Jarðskjálfti af stærðinni 4,6 í Eldvörpum skömmu fyrir klukkan níu í morgun er merki um spennubreytingar á Reykjanesskaga. Smáskjálftavirkni á svæðinu er en talinn fyrirboði eldgoss en talið er að kvikugangurinn við Fagradalsfjall hafi færst til suðurs. Skjálftinn við Eldvörp í morgun varð sex kílómetra vestan við Grindavík og fannst allt norður á Akranes og Hvanneyri og austur á Hvolsvöll. Sérfræðingar segja skjálftann hafa orðið vegna spennubreytinga á svæðinu vestan við Fagradalsfjall. Frá miðnætti til klukkan sjö í morgun mældust um 800 jarðskjálftar á Reykjanesskaga. Virknin er að mestu bundin við syðsta enda kvikugangsins við Fagradalsfjall. Enginn gosórói hefur þó mælst. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands segir stærstu skjálftana núna vera vegna spennulosunar á svæðinu. Fagradalsfjall á Reykjanesi.Vísir/Vilhelm „Gangurinn virðist áfram vera að stækka og þrýstingur að vera að byggjast upp sem veldur þessum gikkskjálftum og þeir geta verið langt í burtu frá þeim stað þar sem að kvikan er að koma upp í jarðskorpuna,“ segir Kristín. Engin merki eru um að kvika sér að ganga til annarsstaðar á svæðinu en eftir því sem jarðskjálftavirkni heldur áfram er mun líklegra að atburðurinn endi með eldgosi. „Það er hugsanlegt að gangurinn hafi verið að færast aðeins til suðurs. Við erum að skoða það einmitt núna. Það í rauninni breytist sviðsmyndinni ekkert rosalega mikið en ef það kæmi upp hraun þarna að þá mundi það renna að lokum beint út í sjó og yfir Suðurstrandarveginn,“ segir Kristín. „Það er hugsanlegt að gangurinn hafi verið að færast aðeins til suðurs. Við erum að skoða það einmitt núna. Það í rauninni breytist sviðsmyndinni ekkert rosalega mikið en ef það kæmi upp hraun þarna að þá mundi það renna að lokum beint út í sjó og yfir Suðurstrandaveginn,“ segir Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvár á Veðurstofu Íslands.Vísir/Vilhelm Komi upp eldgos á þessum stað eru afar litlar líkur eru á að hætta muni skapast í byggð. Fyrr í vikunni var grein frá því að kvika væri á um eins kílómetra dýpi en ekki liggja fyrir upplýsinga um að hún hafi færst nær yfirborði. „Nei við erum ekki með neitt í hendi akkúrat núna um það. Við erum að fylgjast með þessu og ef að gangurinn er að vaxa í þessa átt þá ættum við að sjá það greinilega í skjálftavirkninni að það er í rauninni þessi fremsti hluti gangsins að er virkur hverju sinni og við höfum séð mestu virknina veran sannarlega í Fagradalsfjallinu. Það er svæðið sem við erum að horfa á núna,“ segir Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Samgöngur Grindavík Hafnarfjörður Ölfus Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Skjálftinn við Eldvörp í morgun varð sex kílómetra vestan við Grindavík og fannst allt norður á Akranes og Hvanneyri og austur á Hvolsvöll. Sérfræðingar segja skjálftann hafa orðið vegna spennubreytinga á svæðinu vestan við Fagradalsfjall. Frá miðnætti til klukkan sjö í morgun mældust um 800 jarðskjálftar á Reykjanesskaga. Virknin er að mestu bundin við syðsta enda kvikugangsins við Fagradalsfjall. Enginn gosórói hefur þó mælst. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands segir stærstu skjálftana núna vera vegna spennulosunar á svæðinu. Fagradalsfjall á Reykjanesi.Vísir/Vilhelm „Gangurinn virðist áfram vera að stækka og þrýstingur að vera að byggjast upp sem veldur þessum gikkskjálftum og þeir geta verið langt í burtu frá þeim stað þar sem að kvikan er að koma upp í jarðskorpuna,“ segir Kristín. Engin merki eru um að kvika sér að ganga til annarsstaðar á svæðinu en eftir því sem jarðskjálftavirkni heldur áfram er mun líklegra að atburðurinn endi með eldgosi. „Það er hugsanlegt að gangurinn hafi verið að færast aðeins til suðurs. Við erum að skoða það einmitt núna. Það í rauninni breytist sviðsmyndinni ekkert rosalega mikið en ef það kæmi upp hraun þarna að þá mundi það renna að lokum beint út í sjó og yfir Suðurstrandarveginn,“ segir Kristín. „Það er hugsanlegt að gangurinn hafi verið að færast aðeins til suðurs. Við erum að skoða það einmitt núna. Það í rauninni breytist sviðsmyndinni ekkert rosalega mikið en ef það kæmi upp hraun þarna að þá mundi það renna að lokum beint út í sjó og yfir Suðurstrandaveginn,“ segir Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvár á Veðurstofu Íslands.Vísir/Vilhelm Komi upp eldgos á þessum stað eru afar litlar líkur eru á að hætta muni skapast í byggð. Fyrr í vikunni var grein frá því að kvika væri á um eins kílómetra dýpi en ekki liggja fyrir upplýsinga um að hún hafi færst nær yfirborði. „Nei við erum ekki með neitt í hendi akkúrat núna um það. Við erum að fylgjast með þessu og ef að gangurinn er að vaxa í þessa átt þá ættum við að sjá það greinilega í skjálftavirkninni að það er í rauninni þessi fremsti hluti gangsins að er virkur hverju sinni og við höfum séð mestu virknina veran sannarlega í Fagradalsfjallinu. Það er svæðið sem við erum að horfa á núna,“ segir Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Samgöngur Grindavík Hafnarfjörður Ölfus Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira