The Players hefst í dag: „Skrýtið að eiga enn titil að verja“ Sindri Sverrisson skrifar 11. mars 2021 14:01 Rory McIlroy vann The Players síðast þegar mótið var klárað, árið 2019. Getty/Kevin C. Cox Bestu kylfingar heims eru mættir til Flórída þar sem stærsta golfmót ársins hingað til, The Players meistaramótið, hefst í dag. Rory McIlroy hefur titil að verja, líkt og í fyrra. McIlroy vann The Players árið 2019 í fyrsta sinn. Þar sem að Tiger Woods er á sjúkrahúsi eftir bílslys hefur enginn keppenda í ár unnið mótið oftar en einu sinni, og nær ómögulegt virðist að spá fyrir um sigurvegara að þessu sinni. Efsti maður heimslistans, Dustin Johnson, er þó sigurstranglegastur hjá veðbönkum en fast á hæla hans koma Jon Rahm, Bryson Dechambeau, Justin Thomas og McIlroy. Kylfingar náðu aðeins að leika einn hring í fyrra áður en mótið var blásið af vegna kórónuveirufaraldursins. McIlroy lék þann hring á 72 höggum, eða á pari TPC Sawgrass vallarins, og var því kannski ekki eins svekktur og sumir aðrir yfir því að mótinu væri slitið. Rýr uppskera eftir að faraldurinn hófst „Ég held að mér líði aðeins betur með það en Hideki [Matsuyama, sem lék á 63 höggum],“ sagði McIlroy í vikunni. „Ef að mér leið illa fyrir hönd einhvers í fyrra þá var það Hideki. Þetta var augljóslega magnaður fyrsti hringur. Ég fékk fugla á síðustu þremur holunum og náði pari, svo það hefði getað verið verra,“ sagði McIlroy. „Það er frekar skrýtið að eiga enn titil að verja eftir að hafa ekki unnið í tvö ár. En það er gott að vera kominn aftur og vonandi get ég byrjað betur en í fyrra. Náð að spila á 60 og eitthvað höggum, vera ekki of langt frá efsta manni og byggja ofan á það,“ sagði McIlroy. McIlroy hefur ekki unnið mót síðan á HSBC mótinu í Kína ári 2019. Frá því að keppni hófst að nýju í júní í fyrra, eftir hlé vegna faraldursins, hefur McIlroy spilað á 19 mótum en aðeins tvisvar endað í hópi fimm efstu. Bein útsending frá The Players hefst kl. 17 í dag á Stöð 2 Golf. Mótið verður spilað næstu fjóra daga og verður í beinni útsendingu á stöðinni. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Golf Tengdar fréttir Tiger á batavegi og lét McIlroy heyra það á sjúkrabeðinu Tiger Woods er á batavegi eftir bílslysið í síðasta mánuði og gæti farið af spítalanum og heim til sín á næstu dögum. 11. mars 2021 09:30 Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Fleiri fréttir „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Sjá meira
McIlroy vann The Players árið 2019 í fyrsta sinn. Þar sem að Tiger Woods er á sjúkrahúsi eftir bílslys hefur enginn keppenda í ár unnið mótið oftar en einu sinni, og nær ómögulegt virðist að spá fyrir um sigurvegara að þessu sinni. Efsti maður heimslistans, Dustin Johnson, er þó sigurstranglegastur hjá veðbönkum en fast á hæla hans koma Jon Rahm, Bryson Dechambeau, Justin Thomas og McIlroy. Kylfingar náðu aðeins að leika einn hring í fyrra áður en mótið var blásið af vegna kórónuveirufaraldursins. McIlroy lék þann hring á 72 höggum, eða á pari TPC Sawgrass vallarins, og var því kannski ekki eins svekktur og sumir aðrir yfir því að mótinu væri slitið. Rýr uppskera eftir að faraldurinn hófst „Ég held að mér líði aðeins betur með það en Hideki [Matsuyama, sem lék á 63 höggum],“ sagði McIlroy í vikunni. „Ef að mér leið illa fyrir hönd einhvers í fyrra þá var það Hideki. Þetta var augljóslega magnaður fyrsti hringur. Ég fékk fugla á síðustu þremur holunum og náði pari, svo það hefði getað verið verra,“ sagði McIlroy. „Það er frekar skrýtið að eiga enn titil að verja eftir að hafa ekki unnið í tvö ár. En það er gott að vera kominn aftur og vonandi get ég byrjað betur en í fyrra. Náð að spila á 60 og eitthvað höggum, vera ekki of langt frá efsta manni og byggja ofan á það,“ sagði McIlroy. McIlroy hefur ekki unnið mót síðan á HSBC mótinu í Kína ári 2019. Frá því að keppni hófst að nýju í júní í fyrra, eftir hlé vegna faraldursins, hefur McIlroy spilað á 19 mótum en aðeins tvisvar endað í hópi fimm efstu. Bein útsending frá The Players hefst kl. 17 í dag á Stöð 2 Golf. Mótið verður spilað næstu fjóra daga og verður í beinni útsendingu á stöðinni. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Golf Tengdar fréttir Tiger á batavegi og lét McIlroy heyra það á sjúkrabeðinu Tiger Woods er á batavegi eftir bílslysið í síðasta mánuði og gæti farið af spítalanum og heim til sín á næstu dögum. 11. mars 2021 09:30 Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Fleiri fréttir „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Sjá meira
Tiger á batavegi og lét McIlroy heyra það á sjúkrabeðinu Tiger Woods er á batavegi eftir bílslysið í síðasta mánuði og gæti farið af spítalanum og heim til sín á næstu dögum. 11. mars 2021 09:30