Halda áfram að nota nafn Trump þrátt fyrir mótbárur hans Kjartan Kjartansson skrifar 9. mars 2021 11:46 Trump ræðir við starfsmenn landsnefndar Repúblikanaflokksins á kjördag í nóvember. Í síðustu viku reyndi hann að setja flokknum stólinn fyrir dyrnar varðandi notkun á nafni hans í fjáröflunarskyni. Vísir/EPA Repúblikanaflokkurinn í Bandaríkjunum ætlar að halda áfram að nota nafn Donalds Trump fyrrverandi forseta í fjáröflunarskyni og kynningarefni þrátt fyrir að hann hafi látið lögfræðinga sína krefjast þess að flokkurinn léti af því í síðustu viku. Í bréfi til landsnefndar Repúblikanaflokksins og tveggja þingframboðsnefnda hans á landsvísu kröfðust lögfræðingar Trump þess að nefndirnar hættu að leggja nafn fyrrverandi forsetans við hégóma í fjáröflunarskyni. Reuters-fréttastofan hefur eftir ónefndum ráðgjafa Trump að fyrrverandi forsetanum gremjist meðal annars að flokkurinn noti nafn hans til að styðja þingmenn flokksins sem greiddu atkvæði með því að kæra hann fyrir embættisbrot vegna árásarinnar á þinghúsið í Washington-borg 6. janúar. Landsnefndin svaraði lögfræðingunum og sagði að Trump hefði tjáð Ronnu McDaniel, formanni nefndarinnar, að hann sé samþykkur núverandi notkun flokksins á nafni sínu um helgina. Þá hélt nefndin því fram að hún hefði fullan rétt á að nafngreina opinbera persónu í stjórnmálastarfi sínu. Trump hefur ekki útilokað að bjóða sig fram aftur til forseta árið 2024 og virðist tilbúinn að halda Repúblikanaflokknum í heljargreipum í millitíðinni. Fyrrverandi forsetinn stofnaði eigin pólitíska aðgerðanefnd til að safna framlögum frá stuðningsmönnum svo að hann geti stutt frambjóðendur í forvölum repúblikana til höfuðs sitjandi þingmanna sem Trump telur að hafi ekki verið nægilega hollir sér persónulega. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump bannar Repúblikönum að nota nafn sitt í fjáröflun Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er afar ósáttur við Repúblikanaflokkurinn noti nafn sitt við fjáröflun og á varningi sem seldur er til stuðningsmanna flokksins. Hafa lögmenn hans sent kröfu um að því verði hætt tafarlaust. 6. mars 2021 18:06 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Sjá meira
Í bréfi til landsnefndar Repúblikanaflokksins og tveggja þingframboðsnefnda hans á landsvísu kröfðust lögfræðingar Trump þess að nefndirnar hættu að leggja nafn fyrrverandi forsetans við hégóma í fjáröflunarskyni. Reuters-fréttastofan hefur eftir ónefndum ráðgjafa Trump að fyrrverandi forsetanum gremjist meðal annars að flokkurinn noti nafn hans til að styðja þingmenn flokksins sem greiddu atkvæði með því að kæra hann fyrir embættisbrot vegna árásarinnar á þinghúsið í Washington-borg 6. janúar. Landsnefndin svaraði lögfræðingunum og sagði að Trump hefði tjáð Ronnu McDaniel, formanni nefndarinnar, að hann sé samþykkur núverandi notkun flokksins á nafni sínu um helgina. Þá hélt nefndin því fram að hún hefði fullan rétt á að nafngreina opinbera persónu í stjórnmálastarfi sínu. Trump hefur ekki útilokað að bjóða sig fram aftur til forseta árið 2024 og virðist tilbúinn að halda Repúblikanaflokknum í heljargreipum í millitíðinni. Fyrrverandi forsetinn stofnaði eigin pólitíska aðgerðanefnd til að safna framlögum frá stuðningsmönnum svo að hann geti stutt frambjóðendur í forvölum repúblikana til höfuðs sitjandi þingmanna sem Trump telur að hafi ekki verið nægilega hollir sér persónulega.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump bannar Repúblikönum að nota nafn sitt í fjáröflun Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er afar ósáttur við Repúblikanaflokkurinn noti nafn sitt við fjáröflun og á varningi sem seldur er til stuðningsmanna flokksins. Hafa lögmenn hans sent kröfu um að því verði hætt tafarlaust. 6. mars 2021 18:06 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Sjá meira
Trump bannar Repúblikönum að nota nafn sitt í fjáröflun Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er afar ósáttur við Repúblikanaflokkurinn noti nafn sitt við fjáröflun og á varningi sem seldur er til stuðningsmanna flokksins. Hafa lögmenn hans sent kröfu um að því verði hætt tafarlaust. 6. mars 2021 18:06