„Staðan í Fossvogsskóla er grafalvarleg“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. mars 2021 21:00 Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vill helst láta rífa byggingu Fossvogsskóla. Vísir/Vilhelm Móðir stúlku í Fossvogsskóla er afar ósátt við að ekki eigi að bregðast við svartri skýrslu um myglu í Fossvogsskóla. Hún kennir dóttur sinni heima. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks vill helst láta rífa skólann en borgaryfirvöld vilja ekki grípa til svo róttækra aðgerða. Starfsfólk og nemendur Fossvogsskóla kvörtuðu undan einkennum myglu árið 2019. Síðan þá hefur verið ráðist í úrbætur sem hafa kostað á fimmta hundrað milljónir króna. Í nýrri skýrslu kemur hins vegar fram að varasamar myglutegundir séu enn að finnast. „Staðan í Fossvogsskóla er grafalvarleg. Það kemur fram í þessum skýrsum að tvær tegundir af myglu sem eru að finnast sem eru hættulegar, önnur sem veldur krabbameini,“ segir Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hún segir vart forsvaranlegt að verja meira fjármagni í endurbætur á skólanum. Helst ætti að rífa hann eða að öðrum kosti koma börnunum burt. „Ég myndi bara helst vilja að börnin fengju að njóta vafans og starfsfólk og myndi vera flutt úr skólanum á meðan verið væri að komast að því hvar mygluna er að finna innan skólans,“ segir Valgerður. Foreldrar lýstu í gær vantrausti á Reykjavíkurborg og gagnrýna að fá engar upplýsingar um stöðu mála. „Börnunum okkar er ekki komið í burtu. Ég er búin að neyðast til að vera með dóttur mína hér í heimakennslu af því að ég hef ekki samvisku í að senda hana þarna, sér í lagi eftir að ég sé hvaða breytingar hafa átt sér stað hjá henni þegar hún er ekki í skólahúsnæðinu,“ segir Jónína Margrét Sigurðardóttir, móðir stúlku í Fossvogsskóla. „Ég fékk oft höfuðverk og var oft mjög þreytt og var stundum með beinverki,“ segir Þórdís Katla Einarsdóttir, dóttir Jónínu Margrétar. „Hún hefur fundið til. Það er svo rosalegt slen og þreyta, gífurleg síþreyta sem fylgir þessu og heilaþoka. En núna er hún kát og hress og vill fara út og leika,“ segir Jónína Margrét. „Það er betra að vera með góða heilsu og vera hér en í skólanum og vera svolítið veikur,“ segir Þórdís Katla. Samkvæmt upplýsingum frá borginni er málið til skoðunar en ekki kemur til greina að rífa skólann eins og staðan er nú því aðeins hafi myglugró verið staðfest en ekki mygla. Skóla - og menntamál Heilbrigðismál Reykjavík Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir „Mín tilfinning að fólki sé bara sama“ Foreldrar barna í Fossvogsskóla segja traust þeirra til Reykjavíkurborgar brostið í kjölfar upplýsinga- og aðgerðarleysis vegna myglu sem hefur fundist í skólanum. Foreldrar eru sumir hættir að senda börn sín í skólann. 2. mars 2021 13:42 „Í rauninni er hægt að finna myglu í hverju einasta húsi“ Líffræðingur og lýðheilsufræðingur hjá Eflu verkfræðistofu segir að finna megi myglu í einhverjum mæli í öllum húsum. Það sé upp að vissu marki eðlilegt að mygla myndist en mikilvægt sé að vera vel vakandi og fjarlægja alla myglu sem upp kemur. Góð loftskipti gegni lykilhlutverki í baráttunni gegn myglu í húsum. 22. febrúar 2021 18:16 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Sjá meira
Starfsfólk og nemendur Fossvogsskóla kvörtuðu undan einkennum myglu árið 2019. Síðan þá hefur verið ráðist í úrbætur sem hafa kostað á fimmta hundrað milljónir króna. Í nýrri skýrslu kemur hins vegar fram að varasamar myglutegundir séu enn að finnast. „Staðan í Fossvogsskóla er grafalvarleg. Það kemur fram í þessum skýrsum að tvær tegundir af myglu sem eru að finnast sem eru hættulegar, önnur sem veldur krabbameini,“ segir Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hún segir vart forsvaranlegt að verja meira fjármagni í endurbætur á skólanum. Helst ætti að rífa hann eða að öðrum kosti koma börnunum burt. „Ég myndi bara helst vilja að börnin fengju að njóta vafans og starfsfólk og myndi vera flutt úr skólanum á meðan verið væri að komast að því hvar mygluna er að finna innan skólans,“ segir Valgerður. Foreldrar lýstu í gær vantrausti á Reykjavíkurborg og gagnrýna að fá engar upplýsingar um stöðu mála. „Börnunum okkar er ekki komið í burtu. Ég er búin að neyðast til að vera með dóttur mína hér í heimakennslu af því að ég hef ekki samvisku í að senda hana þarna, sér í lagi eftir að ég sé hvaða breytingar hafa átt sér stað hjá henni þegar hún er ekki í skólahúsnæðinu,“ segir Jónína Margrét Sigurðardóttir, móðir stúlku í Fossvogsskóla. „Ég fékk oft höfuðverk og var oft mjög þreytt og var stundum með beinverki,“ segir Þórdís Katla Einarsdóttir, dóttir Jónínu Margrétar. „Hún hefur fundið til. Það er svo rosalegt slen og þreyta, gífurleg síþreyta sem fylgir þessu og heilaþoka. En núna er hún kát og hress og vill fara út og leika,“ segir Jónína Margrét. „Það er betra að vera með góða heilsu og vera hér en í skólanum og vera svolítið veikur,“ segir Þórdís Katla. Samkvæmt upplýsingum frá borginni er málið til skoðunar en ekki kemur til greina að rífa skólann eins og staðan er nú því aðeins hafi myglugró verið staðfest en ekki mygla.
Skóla - og menntamál Heilbrigðismál Reykjavík Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir „Mín tilfinning að fólki sé bara sama“ Foreldrar barna í Fossvogsskóla segja traust þeirra til Reykjavíkurborgar brostið í kjölfar upplýsinga- og aðgerðarleysis vegna myglu sem hefur fundist í skólanum. Foreldrar eru sumir hættir að senda börn sín í skólann. 2. mars 2021 13:42 „Í rauninni er hægt að finna myglu í hverju einasta húsi“ Líffræðingur og lýðheilsufræðingur hjá Eflu verkfræðistofu segir að finna megi myglu í einhverjum mæli í öllum húsum. Það sé upp að vissu marki eðlilegt að mygla myndist en mikilvægt sé að vera vel vakandi og fjarlægja alla myglu sem upp kemur. Góð loftskipti gegni lykilhlutverki í baráttunni gegn myglu í húsum. 22. febrúar 2021 18:16 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Sjá meira
„Mín tilfinning að fólki sé bara sama“ Foreldrar barna í Fossvogsskóla segja traust þeirra til Reykjavíkurborgar brostið í kjölfar upplýsinga- og aðgerðarleysis vegna myglu sem hefur fundist í skólanum. Foreldrar eru sumir hættir að senda börn sín í skólann. 2. mars 2021 13:42
„Í rauninni er hægt að finna myglu í hverju einasta húsi“ Líffræðingur og lýðheilsufræðingur hjá Eflu verkfræðistofu segir að finna megi myglu í einhverjum mæli í öllum húsum. Það sé upp að vissu marki eðlilegt að mygla myndist en mikilvægt sé að vera vel vakandi og fjarlægja alla myglu sem upp kemur. Góð loftskipti gegni lykilhlutverki í baráttunni gegn myglu í húsum. 22. febrúar 2021 18:16