Rýmingaráætlun ekki tilbúin en flóttaleiðir þó margar og greiðar Kristín Ólafsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 1. mars 2021 15:28 Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum. Vísir/Egill Bæjarstjóri í Vogum hefði gjarnan viljað að rýmingaráætlun fyrir Suðurnes væri tilbúin, nú þegar jarðskjálftar skekja svæðið. Sem betur fer séu þó greiðar flóttaleiðir frá Vogum til margra átta, komi til eldgoss. Þá séu jarðskjálftarnir alltaf jafnóþægilegir þegar þeir ríða yfir. Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri í Vogum segir í samtali við fréttastofu að það hafi vissulega ekki farið fram hjá nokkrum einasta manni að mikil skjálftavirkni sé á svæðinu. „Við finnum mikið fyrir þessu hér þegar skjálftarnir koma. Að því sögðu finnst mér staðan vera í jafnvægi, ef maður getur notað það orð. Það er erfitt að búa við þetta að því leytinu til að það er alltaf léleg öryggistilfinning þegar þetta gengur yfir en við erum upp til hópa með fólk sem tekur þessu af æðruleysi og tekur þessu með raunsæissjónarmiði,“ segir Ásgeir. „Þetta er misjafnt eftir því hve jarðskjálftarnir eru stórir og þetta er alltaf jafnóþægilegt. Manni bregður yfirleitt við þegar þeir koma en að því sögðu reynir maður bara að treysta vísindasamfélaginu fyrir því að þetta sé ekkert meira en þetta.“ Veit ekki af neinum sem hefur forðað sér Veistu til þess að fólk hafi gripið til viðbragða, pakkað í töskur eða hreinlega farið úr bænum? „Ég veit ekki um neinn sem hefur forðað sér,“ segir Ásgeir. „En ég veit um einhverja sem hafa haft tilbúnar töskur, kannski aðallega lyf og slíkt sem fólk er háð, sem er bara jákvætt og eðlilegt. Aðalatriðið og mikilvægast er að kynna sér vel leiðbeiningar frá almannavörnum um viðbrögð, bæði varðandi það ef þarf að rýma svæðið og varðandi lausa muni og slíkt.“ Hefði gjarnan viljað sjá rýmingaráætlunina miklu fyrr Rýmingaráætlun fyrir Grindavík er tilbúin en slík áætlun er enn í vinnslu fyrir restina af Suðurnesjum. „Okkar [rýmingaráætlun] er ekki tilbúin en hér eru hins vegar greiðar leiðir, flóttaleiðir til margra átta og greiðar samgöngur og á meðan ekki eru eldsumbrot er engin hætta á ferðum hvað það varðar,“ segir Ásgeir. En er ekki fullseint í rassinn gripið að fara að vinna að rýmingaráætlun núna þegar þessar jarðhræringar hafa staðið yfir í heilt ár? „Við hefðum gjarnan viljað sjá þessa rýmingaráætlun miklu fyrr og höfum þrýst á það lengi. Þetta er auðvitað mikil vinna sem tekur langan tíma. Frumkvæðið og utanumhaldið er hjá lögreglu og almannavörnum, sveitarfélögin hafa öll hér á svæðinu þrýst á um þetta. Það er samt betra seint en aldrei og vonandi verður hún tilbúin fyrr en síðar,“ segir Ásgeir. Vogar Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Telur ekki þörf á því að fólk pakki niður í töskur Jarðskjálftafræðingur telur ekki þörf á því að fólk pakki niður í töskur til að geta yfirgefið heimili sín í flýti. Borið hefur á umræðu um slíkt á samfélagsmiðlum meðal íbúa á suðvesturhorninu, þar sem mikil jarðskjálftahrina hefur staðið yfir síðan á miðvikudag. 1. mars 2021 14:29 Áhersla lögð á að koma réttum upplýsingum til skelkaðra íbúa af erlendum uppruna Bæjarstjórinn í Grindavík segir að mikil hræðsla hafi gripið um sig hjá fólki af erlendum uppruna í samfélaginu vegna jarðskjálftana undanfarið. Margir hafi litla reynslu af jarðskjálftum og eina þekkingin komi frá fréttamyndum af miklum hörmungum í kjölfar þeirra. Áhersla sé lögð á að koma réttum upplýsingum til hópsins. 1. mars 2021 12:33 Afar hæpið að íslensk hús hrynji vegna jarðskjálfta Lágreist hús með léttum þökum, sem mjög algeng eru á Íslandi, eru sérstaklega heppileg með tilliti til jarðskjálfta, að sögn jarðskjálftaverkfræðings. Þá finni íbúar húsa á hörðu undirlagi minna fyrir jarðskjálftum en þeir sem búa þar sem undirlagið er mýkra. 1. mars 2021 12:04 Snarpur skjálfti á Reykjanesi Snarpur skjálfti fannst vel á suðvesturhorninu, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu, um klukkan 13:50 í dag. Skrifstofur fréttastofu á Suðurlandsbraut í Reykjavík hristust vel en skjálftinn varði þó nokkuð skemur en stóru skjálftarnir sem urðu í nótt og á laugardagsmorgun. 1. mars 2021 13:53 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Sjá meira
Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri í Vogum segir í samtali við fréttastofu að það hafi vissulega ekki farið fram hjá nokkrum einasta manni að mikil skjálftavirkni sé á svæðinu. „Við finnum mikið fyrir þessu hér þegar skjálftarnir koma. Að því sögðu finnst mér staðan vera í jafnvægi, ef maður getur notað það orð. Það er erfitt að búa við þetta að því leytinu til að það er alltaf léleg öryggistilfinning þegar þetta gengur yfir en við erum upp til hópa með fólk sem tekur þessu af æðruleysi og tekur þessu með raunsæissjónarmiði,“ segir Ásgeir. „Þetta er misjafnt eftir því hve jarðskjálftarnir eru stórir og þetta er alltaf jafnóþægilegt. Manni bregður yfirleitt við þegar þeir koma en að því sögðu reynir maður bara að treysta vísindasamfélaginu fyrir því að þetta sé ekkert meira en þetta.“ Veit ekki af neinum sem hefur forðað sér Veistu til þess að fólk hafi gripið til viðbragða, pakkað í töskur eða hreinlega farið úr bænum? „Ég veit ekki um neinn sem hefur forðað sér,“ segir Ásgeir. „En ég veit um einhverja sem hafa haft tilbúnar töskur, kannski aðallega lyf og slíkt sem fólk er háð, sem er bara jákvætt og eðlilegt. Aðalatriðið og mikilvægast er að kynna sér vel leiðbeiningar frá almannavörnum um viðbrögð, bæði varðandi það ef þarf að rýma svæðið og varðandi lausa muni og slíkt.“ Hefði gjarnan viljað sjá rýmingaráætlunina miklu fyrr Rýmingaráætlun fyrir Grindavík er tilbúin en slík áætlun er enn í vinnslu fyrir restina af Suðurnesjum. „Okkar [rýmingaráætlun] er ekki tilbúin en hér eru hins vegar greiðar leiðir, flóttaleiðir til margra átta og greiðar samgöngur og á meðan ekki eru eldsumbrot er engin hætta á ferðum hvað það varðar,“ segir Ásgeir. En er ekki fullseint í rassinn gripið að fara að vinna að rýmingaráætlun núna þegar þessar jarðhræringar hafa staðið yfir í heilt ár? „Við hefðum gjarnan viljað sjá þessa rýmingaráætlun miklu fyrr og höfum þrýst á það lengi. Þetta er auðvitað mikil vinna sem tekur langan tíma. Frumkvæðið og utanumhaldið er hjá lögreglu og almannavörnum, sveitarfélögin hafa öll hér á svæðinu þrýst á um þetta. Það er samt betra seint en aldrei og vonandi verður hún tilbúin fyrr en síðar,“ segir Ásgeir.
Vogar Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Telur ekki þörf á því að fólk pakki niður í töskur Jarðskjálftafræðingur telur ekki þörf á því að fólk pakki niður í töskur til að geta yfirgefið heimili sín í flýti. Borið hefur á umræðu um slíkt á samfélagsmiðlum meðal íbúa á suðvesturhorninu, þar sem mikil jarðskjálftahrina hefur staðið yfir síðan á miðvikudag. 1. mars 2021 14:29 Áhersla lögð á að koma réttum upplýsingum til skelkaðra íbúa af erlendum uppruna Bæjarstjórinn í Grindavík segir að mikil hræðsla hafi gripið um sig hjá fólki af erlendum uppruna í samfélaginu vegna jarðskjálftana undanfarið. Margir hafi litla reynslu af jarðskjálftum og eina þekkingin komi frá fréttamyndum af miklum hörmungum í kjölfar þeirra. Áhersla sé lögð á að koma réttum upplýsingum til hópsins. 1. mars 2021 12:33 Afar hæpið að íslensk hús hrynji vegna jarðskjálfta Lágreist hús með léttum þökum, sem mjög algeng eru á Íslandi, eru sérstaklega heppileg með tilliti til jarðskjálfta, að sögn jarðskjálftaverkfræðings. Þá finni íbúar húsa á hörðu undirlagi minna fyrir jarðskjálftum en þeir sem búa þar sem undirlagið er mýkra. 1. mars 2021 12:04 Snarpur skjálfti á Reykjanesi Snarpur skjálfti fannst vel á suðvesturhorninu, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu, um klukkan 13:50 í dag. Skrifstofur fréttastofu á Suðurlandsbraut í Reykjavík hristust vel en skjálftinn varði þó nokkuð skemur en stóru skjálftarnir sem urðu í nótt og á laugardagsmorgun. 1. mars 2021 13:53 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Sjá meira
Telur ekki þörf á því að fólk pakki niður í töskur Jarðskjálftafræðingur telur ekki þörf á því að fólk pakki niður í töskur til að geta yfirgefið heimili sín í flýti. Borið hefur á umræðu um slíkt á samfélagsmiðlum meðal íbúa á suðvesturhorninu, þar sem mikil jarðskjálftahrina hefur staðið yfir síðan á miðvikudag. 1. mars 2021 14:29
Áhersla lögð á að koma réttum upplýsingum til skelkaðra íbúa af erlendum uppruna Bæjarstjórinn í Grindavík segir að mikil hræðsla hafi gripið um sig hjá fólki af erlendum uppruna í samfélaginu vegna jarðskjálftana undanfarið. Margir hafi litla reynslu af jarðskjálftum og eina þekkingin komi frá fréttamyndum af miklum hörmungum í kjölfar þeirra. Áhersla sé lögð á að koma réttum upplýsingum til hópsins. 1. mars 2021 12:33
Afar hæpið að íslensk hús hrynji vegna jarðskjálfta Lágreist hús með léttum þökum, sem mjög algeng eru á Íslandi, eru sérstaklega heppileg með tilliti til jarðskjálfta, að sögn jarðskjálftaverkfræðings. Þá finni íbúar húsa á hörðu undirlagi minna fyrir jarðskjálftum en þeir sem búa þar sem undirlagið er mýkra. 1. mars 2021 12:04
Snarpur skjálfti á Reykjanesi Snarpur skjálfti fannst vel á suðvesturhorninu, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu, um klukkan 13:50 í dag. Skrifstofur fréttastofu á Suðurlandsbraut í Reykjavík hristust vel en skjálftinn varði þó nokkuð skemur en stóru skjálftarnir sem urðu í nótt og á laugardagsmorgun. 1. mars 2021 13:53