Mikil átök en engin merki um eldsumbrot Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 1. mars 2021 08:07 Kristín Jónsdóttir er hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands. Hún telur líklegast að það dragi úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga á næstu dögum. Vísir/Baldur Tæplega 800 skjálftar hafa mælst á Reykjanesskaga frá því á miðnætti samkvæmt töflu á vef Veðurstofu Íslands. Sá stærsti varð klukkan 01:31 í nótt og mældist 4,9 að stærð. Hann fannst víða en upptökin voru 2,6 kílómetra suðvestur af Keili. Þá varð annar skjálfti 3,8 að stærð rétt fyrir klukkan hálfátta í morgun. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, segir að alls hafi um átta til níu skjálftar fundist á höfuðborgarsvæðinu í nótt og í morgun. „Þannig að það hefur ekki dregið neitt úr þessu,“ segir Kristín í samtali við fréttastofu. Hún segir virknina enn að mestu bundna við Keili og þá rétt sunnan við fjallið en einnig við Trölladyngju þó þar sé virknin mun minni. Þá sé virknin ekki farin að færa sig austur fyrir Kleifarvatn í átt að Brennisteinsfjöllum en vísindamenn hafa varað við að á því svæði gæti orðið enn stærri skjálfti eða allt að 6,5 að stærð. Fordæmi fyrir svona hrinum Aðspurð hvort merki séu um eldsumbrot svarar Kristín neitandi. „Þetta eru auðvitað mikil átök en við höfum ekki ástæðu til að halda á þessum tímapunkti að það sé neitt slíkt í gangi,“ segir hún. Það var á miðvikudaginn í síðustu viku sem fyrsti stjóri skjálftinn í þessari hrinu varð en hann var 5,7 að stærð og er enn sá stærsti hingað til. Fjölmargir stórir skjálftar yfir fjórum að stærð hafa fylgt í kjölfarið. Kristín segir að fordæmi séu fyrir svona hrinum í sögunni. „Við erum með ágætar skráningar á skjálftum á síðustu öld og þá koma hrinur á sirka 25 ára fresti. Svona öflug hrina, við þurfum líklega að leita til haustsins 1973 eða jafnvel aftur til 1933 en það eru svona fordæmi einmitt um mikla skjálftavirkni við Fagradalsfjall,“ segir Kristín. Hún segir erfitt að spá fyrir um framhaldið. „Mér finnst nú líklegast að það fari að draga úr þessu á næstu dögum en ég held við verðum bara að spyrja að leikslokum.“ Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn Sjá meira
Sá stærsti varð klukkan 01:31 í nótt og mældist 4,9 að stærð. Hann fannst víða en upptökin voru 2,6 kílómetra suðvestur af Keili. Þá varð annar skjálfti 3,8 að stærð rétt fyrir klukkan hálfátta í morgun. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, segir að alls hafi um átta til níu skjálftar fundist á höfuðborgarsvæðinu í nótt og í morgun. „Þannig að það hefur ekki dregið neitt úr þessu,“ segir Kristín í samtali við fréttastofu. Hún segir virknina enn að mestu bundna við Keili og þá rétt sunnan við fjallið en einnig við Trölladyngju þó þar sé virknin mun minni. Þá sé virknin ekki farin að færa sig austur fyrir Kleifarvatn í átt að Brennisteinsfjöllum en vísindamenn hafa varað við að á því svæði gæti orðið enn stærri skjálfti eða allt að 6,5 að stærð. Fordæmi fyrir svona hrinum Aðspurð hvort merki séu um eldsumbrot svarar Kristín neitandi. „Þetta eru auðvitað mikil átök en við höfum ekki ástæðu til að halda á þessum tímapunkti að það sé neitt slíkt í gangi,“ segir hún. Það var á miðvikudaginn í síðustu viku sem fyrsti stjóri skjálftinn í þessari hrinu varð en hann var 5,7 að stærð og er enn sá stærsti hingað til. Fjölmargir stórir skjálftar yfir fjórum að stærð hafa fylgt í kjölfarið. Kristín segir að fordæmi séu fyrir svona hrinum í sögunni. „Við erum með ágætar skráningar á skjálftum á síðustu öld og þá koma hrinur á sirka 25 ára fresti. Svona öflug hrina, við þurfum líklega að leita til haustsins 1973 eða jafnvel aftur til 1933 en það eru svona fordæmi einmitt um mikla skjálftavirkni við Fagradalsfjall,“ segir Kristín. Hún segir erfitt að spá fyrir um framhaldið. „Mér finnst nú líklegast að það fari að draga úr þessu á næstu dögum en ég held við verðum bara að spyrja að leikslokum.“
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn Sjá meira