Hæstiréttur heimilar afhendingu skattskýrslna Trumps Eiður Þór Árnason skrifar 22. febrúar 2021 15:07 Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er eini forsetinn sem hefur ekki birt skattskýrslur sínar opinberlega. AP/Carolyn Kaster Hæstiréttur Bandaríkjanna greiddi í dag leið saksóknara í New York að skattskýrslum og öðrum fjárhagsgögnum Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Undirréttur hafði áður úrskurðað í október að fyrrum endurskoðendur Trumps þyrftu að verða við beiðni ákærudómstóls og afhenda gögnin. Lögmenn Trumps hafa lengi reynt að snúa við þeirri niðurstöðu en hæstiréttur hafnaði í dag kröfu fyrrverandi forsetans um að réttaráhrifum áðurnefnds úrskurðar yrði frestað. Niðurstaðan kemur eftir að hæstiréttur hafnaði þeim lagarökum í júlí að ekki ætti að láta gögnin af hendi þar sem sitjandi forseti nyti ekki einungis friðhelgi fyrir ákæru heldur einnig hvers kyns rannsókn. Hluti af sakamálarannsókn Óskað var eftir gögnunum í tengslum við sakamálarannsókn Cyrus Vance, umdæmissaksóknara á Manhattan, á fjármálum Trumps. Beinist rannsóknin meðal annars að peningagreiðslum sem Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trumps, greiddi konum fyrir að þaga um samband sitt við kaupsýslumanninn. Saksóknarinn kallaði upphaflega eftir því í ágúst 2019 að bókhaldsfyrirtækið Mazars USA, sem hafði lengi starfað fyrir Trump, myndi afhenda embættinu skattskýrslur þáverandi forseta fyrir árin 2011 til 2018. Trump er eini Bandaríkjaforsetinn sem hefur neitað að birta skattskýrslur sínar opinberlega en talið er að þær geymi áður óséðar upplýsingar um auðæfi hans og starfsemi Trump Organization. Mikil leynd hefur ríkt yfir fjármálum Trumps en vísbendingar hafa komið fram um að hann hafi skotið háum fjárhæðum undan skatti í gegnum tíðina. Fréttin hefur verið uppfærð. Donald Trump Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Segist vera í fullum rétti til að fá skattskýrslur Trump Saksóknarinn Cyrus R. Vance Jr. hefur krafist þess að fá skattskýrslur Trump undanfarin átta ár afhentar vegna gruns um „umfangsmikla og langvarandi saknæma háttsemi“. 3. ágúst 2020 20:24 Hæstiréttur úrskurðaði gegn forsetanum Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði í dag að forseti njóti algerrar friðhelgi fyrir sakamálarannsókn. Úrskurðurinn opnar möguleikann á að saksóknarar í New York fái skattskýrslur Donalds Trump forseta afhentar. 9. júlí 2020 14:27 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Lögmenn Trumps hafa lengi reynt að snúa við þeirri niðurstöðu en hæstiréttur hafnaði í dag kröfu fyrrverandi forsetans um að réttaráhrifum áðurnefnds úrskurðar yrði frestað. Niðurstaðan kemur eftir að hæstiréttur hafnaði þeim lagarökum í júlí að ekki ætti að láta gögnin af hendi þar sem sitjandi forseti nyti ekki einungis friðhelgi fyrir ákæru heldur einnig hvers kyns rannsókn. Hluti af sakamálarannsókn Óskað var eftir gögnunum í tengslum við sakamálarannsókn Cyrus Vance, umdæmissaksóknara á Manhattan, á fjármálum Trumps. Beinist rannsóknin meðal annars að peningagreiðslum sem Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trumps, greiddi konum fyrir að þaga um samband sitt við kaupsýslumanninn. Saksóknarinn kallaði upphaflega eftir því í ágúst 2019 að bókhaldsfyrirtækið Mazars USA, sem hafði lengi starfað fyrir Trump, myndi afhenda embættinu skattskýrslur þáverandi forseta fyrir árin 2011 til 2018. Trump er eini Bandaríkjaforsetinn sem hefur neitað að birta skattskýrslur sínar opinberlega en talið er að þær geymi áður óséðar upplýsingar um auðæfi hans og starfsemi Trump Organization. Mikil leynd hefur ríkt yfir fjármálum Trumps en vísbendingar hafa komið fram um að hann hafi skotið háum fjárhæðum undan skatti í gegnum tíðina. Fréttin hefur verið uppfærð.
Donald Trump Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Segist vera í fullum rétti til að fá skattskýrslur Trump Saksóknarinn Cyrus R. Vance Jr. hefur krafist þess að fá skattskýrslur Trump undanfarin átta ár afhentar vegna gruns um „umfangsmikla og langvarandi saknæma háttsemi“. 3. ágúst 2020 20:24 Hæstiréttur úrskurðaði gegn forsetanum Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði í dag að forseti njóti algerrar friðhelgi fyrir sakamálarannsókn. Úrskurðurinn opnar möguleikann á að saksóknarar í New York fái skattskýrslur Donalds Trump forseta afhentar. 9. júlí 2020 14:27 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Segist vera í fullum rétti til að fá skattskýrslur Trump Saksóknarinn Cyrus R. Vance Jr. hefur krafist þess að fá skattskýrslur Trump undanfarin átta ár afhentar vegna gruns um „umfangsmikla og langvarandi saknæma háttsemi“. 3. ágúst 2020 20:24
Hæstiréttur úrskurðaði gegn forsetanum Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði í dag að forseti njóti algerrar friðhelgi fyrir sakamálarannsókn. Úrskurðurinn opnar möguleikann á að saksóknarar í New York fái skattskýrslur Donalds Trump forseta afhentar. 9. júlí 2020 14:27