Vonandi hægt að opna neyslurými þegar nýr bíll verður afhentur Sunna Sæmundsdóttir skrifar 17. febrúar 2021 12:20 Elísabet Brynjarsdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar. vísir/Arnar Hægt verður að opna tímabundið neyslurými í bíl Frú Ragnheiðar þar til varanlegt rými verður tekið í notkun samkvæmt nýrri reglugerð. Verkefnastýra Frú Ragnheiðar segir að úrræðið muni bjarga mannslífum og vonast til þess að hægt verði að nýta eldri bíl starfseminnar þegar sá nýji verður afhentur. Neyslurými er í lögum skilgreint sem lagalega verndað umhverfi þar sem neytendur yfir átján ára aldri geta sprautað fíkniefnum í æð undir eftirliti starfsfólks við öruggar aðstæður. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, staðfesti í gær reglugerð þar sem úrræðið er útfært nánar og í henni er bráðabirgðaákvæði sem gerir verkefninu Frú Ragnheiði, sem Rauði krossinn rekur, kleift að nýta bíl starfseminnar tímabundið sem neyslurými þar til varanlegt rými verður opnað. Safnað var fyrir nýjum bíl fyrir starfsemina í fyrra og Elísabet Brynjarsdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar, segir að nú sé verið að innrétta hann og fæst hann vonandi afhentur á næstu mánuðum. Ekki sé hægt að opna neyslurými í bílnum sem nú er í notkun fyrr en sá nýji er kominn á göturnar. „Út af því að þá myndi þjónustan okkar skerðast eins og hún er í dag og við þurfum að standa með notendum og tryggja þessa þjónustu sem við veitum á hverjum degi, sem er mjög mikil og mjög þung, og er þessi nálaskipta- og heilbrigðisþjónusta á vettvangi í lágþröskuldaþjónstu. Og það er búið að vera mjög mikið álag á verkefninu síðasta árið eftir að heimsfaraldurinn skall á,“ segir Elísabet. Elísabet vonar að opnun neyslurýmis sé ofarlega á forgangslista sveitarfélaga.vísir/vilhelm Hún segir erfitt að meta fjöldann sem myndi nota neyslurými en hann er þó áætlaður í kringum heimilislausa fíkniefnanotendur. „Í tölfræði Frú Ragnheiðar í fyrra voru rúmlega 280 einstaklingar sem skilgreindu sig sem heimilislaus á þeim tímapunkti sem þau leituðu til okkar.“ Elísabet segir að neyslurými muni bjarga mannslífum. „Grundvallarmarkmiðið með neyslurými er auðvitað að koma í veg fyrir dauðsföll. Og árið 2020 var mjög þungt og það urðu mörg dauðsföll sem við urðum vitni að vegna ofskömmtunar.“ Rekstur neyslurýma verður á hendi sveitarfélaga og Elísabet vonar að starfsemin sé ofarlega á forgangslista þeirra. „Núna er hægt að sækja um starfsleyfi fyrir neyslurýmum hjá embætti Landlæknis og það ætti ekki að vera nein fyrirstaða fyrir því að sækja um. Þannig að ég vona að sem flest sveitarfélög sæki um að fá að rekja þetta gangreynda úrræði til þess að draga úr dauðsföllum íbúa sinna,“ segir Elísabet. Heilbrigðismál Sveitarstjórnarmál Fíkn Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Neyslurými er í lögum skilgreint sem lagalega verndað umhverfi þar sem neytendur yfir átján ára aldri geta sprautað fíkniefnum í æð undir eftirliti starfsfólks við öruggar aðstæður. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, staðfesti í gær reglugerð þar sem úrræðið er útfært nánar og í henni er bráðabirgðaákvæði sem gerir verkefninu Frú Ragnheiði, sem Rauði krossinn rekur, kleift að nýta bíl starfseminnar tímabundið sem neyslurými þar til varanlegt rými verður opnað. Safnað var fyrir nýjum bíl fyrir starfsemina í fyrra og Elísabet Brynjarsdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar, segir að nú sé verið að innrétta hann og fæst hann vonandi afhentur á næstu mánuðum. Ekki sé hægt að opna neyslurými í bílnum sem nú er í notkun fyrr en sá nýji er kominn á göturnar. „Út af því að þá myndi þjónustan okkar skerðast eins og hún er í dag og við þurfum að standa með notendum og tryggja þessa þjónustu sem við veitum á hverjum degi, sem er mjög mikil og mjög þung, og er þessi nálaskipta- og heilbrigðisþjónusta á vettvangi í lágþröskuldaþjónstu. Og það er búið að vera mjög mikið álag á verkefninu síðasta árið eftir að heimsfaraldurinn skall á,“ segir Elísabet. Elísabet vonar að opnun neyslurýmis sé ofarlega á forgangslista sveitarfélaga.vísir/vilhelm Hún segir erfitt að meta fjöldann sem myndi nota neyslurými en hann er þó áætlaður í kringum heimilislausa fíkniefnanotendur. „Í tölfræði Frú Ragnheiðar í fyrra voru rúmlega 280 einstaklingar sem skilgreindu sig sem heimilislaus á þeim tímapunkti sem þau leituðu til okkar.“ Elísabet segir að neyslurými muni bjarga mannslífum. „Grundvallarmarkmiðið með neyslurými er auðvitað að koma í veg fyrir dauðsföll. Og árið 2020 var mjög þungt og það urðu mörg dauðsföll sem við urðum vitni að vegna ofskömmtunar.“ Rekstur neyslurýma verður á hendi sveitarfélaga og Elísabet vonar að starfsemin sé ofarlega á forgangslista þeirra. „Núna er hægt að sækja um starfsleyfi fyrir neyslurýmum hjá embætti Landlæknis og það ætti ekki að vera nein fyrirstaða fyrir því að sækja um. Þannig að ég vona að sem flest sveitarfélög sæki um að fá að rekja þetta gangreynda úrræði til þess að draga úr dauðsföllum íbúa sinna,“ segir Elísabet.
Heilbrigðismál Sveitarstjórnarmál Fíkn Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira