Íslenskur stuðningur við skapandi greinar og menningarlíf í Beirút Heimsljós 12. febrúar 2021 14:01 Unnur Orradóttir Ramette sendiherra og Ernesto Ottone aðstoðarforstjóri UNESCO. Framlag Íslands til skapandi greina í Beirút verður notað til að styðja við bakið á listamönnunum sjálfum. „Sköpun, menning og listir skipta hvert samfélag miklu máli,“ segir Unnur Orradóttir-Ramette, sendiherra Íslands í Frakklandi og fastafulltrúi hjá UNESCO, eftir undirritun samnings milli Íslands og menningarstofnunar um fjárstuðning við skapandi greinar menningarlíf í Beirút. „Við erum sannfærð um að þetta framlag, fimmtán milljónir íslenskra króna, hjálpi Beirútbúum við að endurlífga menningarlífið með þjálfun og endurbótum eftir sprenginguna miklu í ágúst,“ segir hún. Framlag Íslands verður notað til að styðja við bakið á listamönnunum sjálfum og menningarsamtökum með stofnun þjálfunaráætlunar í leiklist, sviðslistum, tónlist og kvikmyndum. Þar að auki kemur það að gagni við endurreisn skemmdra listaverka eftir líbanska listamenn. „Á meðal þeirra svæða sem urðu eyðileggingu að bráð voru samfélög og miðstöðvar hins skapandi hagkerfis borgarinnar, Menningarlíf og sköpun eru þungamiðja í því að endurreisa þolgóð samfélög. Þetta fjárframlag greiðir götuna fyrir því markmiði,“ segir Ernesto Ottone aðstoðarforstjóri UNESCO í frétt á vef stofnunarinnar. UNESCO hefur hleypt af stokkunum svokölluðu LiBeirut initiative frumkvæði sem miðar að því að styðja endurreisn borgarinnar í formi mennta og menningar. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Menning Sprenging í Beirút Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent
„Sköpun, menning og listir skipta hvert samfélag miklu máli,“ segir Unnur Orradóttir-Ramette, sendiherra Íslands í Frakklandi og fastafulltrúi hjá UNESCO, eftir undirritun samnings milli Íslands og menningarstofnunar um fjárstuðning við skapandi greinar menningarlíf í Beirút. „Við erum sannfærð um að þetta framlag, fimmtán milljónir íslenskra króna, hjálpi Beirútbúum við að endurlífga menningarlífið með þjálfun og endurbótum eftir sprenginguna miklu í ágúst,“ segir hún. Framlag Íslands verður notað til að styðja við bakið á listamönnunum sjálfum og menningarsamtökum með stofnun þjálfunaráætlunar í leiklist, sviðslistum, tónlist og kvikmyndum. Þar að auki kemur það að gagni við endurreisn skemmdra listaverka eftir líbanska listamenn. „Á meðal þeirra svæða sem urðu eyðileggingu að bráð voru samfélög og miðstöðvar hins skapandi hagkerfis borgarinnar, Menningarlíf og sköpun eru þungamiðja í því að endurreisa þolgóð samfélög. Þetta fjárframlag greiðir götuna fyrir því markmiði,“ segir Ernesto Ottone aðstoðarforstjóri UNESCO í frétt á vef stofnunarinnar. UNESCO hefur hleypt af stokkunum svokölluðu LiBeirut initiative frumkvæði sem miðar að því að styðja endurreisn borgarinnar í formi mennta og menningar. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Menning Sprenging í Beirút Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent