Réttarhöldin yfir Donald Trump hefjast í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. febrúar 2021 06:47 Donald Trump sést hér yfirgefa Hvíta húsið þann 20. janúar síðastliðinn. Hann fór til Flórída og var ekki viðstaddur embættistöku Joes Biden. Getty/Michael Reaves Réttarhöld yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem ákærður er fyrir embættisbrot, hefjast í öldungadeild Bandaríkjaþings í dag. Um miðjan janúar samþykkti fulltrúadeild bandaríska þingsins að ákæra Trump vegna aðkomu hans að árásinni á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar. Er Trump ákærður fyrir að hvetja til uppreisnar og snýr ákæran sérstaklega að hlutverki hans í því að æsa fólk upp sem á endanum braut sér leið inn í þinghúsið með það að markmiði að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. Demókratar halda því fram að þeir hafi nóg af sönnunum fyrir sekt forsetans fyrrverandi en verjendur Trumps halda því fram að fólkið sem ruddist inn í þinghúsið hafi gert það að eigin frumkvæði. Þá segja verjendurnir réttarhöldin fáránleg og ekki í samræmi við stjórnarskrá Bandaríkjanna en að því er segir í frétt BBC verður tekist á um það í dag hvort réttarhöldin eigi sér stoð í lögum. Verjendurnir sögðu í yfirlýsingu í gær að réttarhöldin væru ekki í samræmi við stjórnarskrána þar sem Trump væri ekki lengur í embætti heldur væri nú almennur borgari. Ákærendurnir níu, allt þingmenn Demókrata úr fulltrúadeild sem flytja málið, mótmæla þessu og segja að það eigi að draga Trump til ábyrgðar fyrir það sem hann gerði sem forseti. Verjendur og ákærendur munu hvor um sig fá fjóra klukkutíma til þess að fara yfir hvort ákæran standist stjórnarskrá. Við lok dags verða síðan greidd atkvæði um hvort halda skuli áfram með málið fyrir öldungadeildinni. Verði Trump fundinn sekur verður honum meinað að bjóða sig fram í opinbert embætti á ný. Tveir þriðju hinna hundrað öldungadeildarþingmanna þurfa hins vegar að finna hann sekan; fimmtíu þingmenn eru Demókratar en talið er afar ólíklegt að nægilega margir Repúblikanar samþykki að dæma Trump til þess að hann verði fundinn sekur. Trump er fyrsti forsetinn í sögu Bandaríkjanna sem ákærður hefur verið tvisvar fyrir brot í embætti. Hann var áður ákærður fyrir embættisbrot í lok árs 2019 eftir að hann reyndi að þvinga Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, til að tilkynna að yfirvöld í Úkraínu væru að rannsaka Joe Biden. Biden var þá líklegastur til að bjóða sig fram gegn Trump. Hann var þá sýknaður af þingmönnum öldungadeildarinnar þar sem Repúblikanar voru í meirihluta. Repúblikaninn Mitt Romney, varð þá fyrsti öldungadeildarþingmaður Bandaríkjanna til að greiða atkvæði gegn forseta í sama flokki. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sjá meira
Um miðjan janúar samþykkti fulltrúadeild bandaríska þingsins að ákæra Trump vegna aðkomu hans að árásinni á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar. Er Trump ákærður fyrir að hvetja til uppreisnar og snýr ákæran sérstaklega að hlutverki hans í því að æsa fólk upp sem á endanum braut sér leið inn í þinghúsið með það að markmiði að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. Demókratar halda því fram að þeir hafi nóg af sönnunum fyrir sekt forsetans fyrrverandi en verjendur Trumps halda því fram að fólkið sem ruddist inn í þinghúsið hafi gert það að eigin frumkvæði. Þá segja verjendurnir réttarhöldin fáránleg og ekki í samræmi við stjórnarskrá Bandaríkjanna en að því er segir í frétt BBC verður tekist á um það í dag hvort réttarhöldin eigi sér stoð í lögum. Verjendurnir sögðu í yfirlýsingu í gær að réttarhöldin væru ekki í samræmi við stjórnarskrána þar sem Trump væri ekki lengur í embætti heldur væri nú almennur borgari. Ákærendurnir níu, allt þingmenn Demókrata úr fulltrúadeild sem flytja málið, mótmæla þessu og segja að það eigi að draga Trump til ábyrgðar fyrir það sem hann gerði sem forseti. Verjendur og ákærendur munu hvor um sig fá fjóra klukkutíma til þess að fara yfir hvort ákæran standist stjórnarskrá. Við lok dags verða síðan greidd atkvæði um hvort halda skuli áfram með málið fyrir öldungadeildinni. Verði Trump fundinn sekur verður honum meinað að bjóða sig fram í opinbert embætti á ný. Tveir þriðju hinna hundrað öldungadeildarþingmanna þurfa hins vegar að finna hann sekan; fimmtíu þingmenn eru Demókratar en talið er afar ólíklegt að nægilega margir Repúblikanar samþykki að dæma Trump til þess að hann verði fundinn sekur. Trump er fyrsti forsetinn í sögu Bandaríkjanna sem ákærður hefur verið tvisvar fyrir brot í embætti. Hann var áður ákærður fyrir embættisbrot í lok árs 2019 eftir að hann reyndi að þvinga Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, til að tilkynna að yfirvöld í Úkraínu væru að rannsaka Joe Biden. Biden var þá líklegastur til að bjóða sig fram gegn Trump. Hann var þá sýknaður af þingmönnum öldungadeildarinnar þar sem Repúblikanar voru í meirihluta. Repúblikaninn Mitt Romney, varð þá fyrsti öldungadeildarþingmaður Bandaríkjanna til að greiða atkvæði gegn forseta í sama flokki.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sjá meira