Svar við bréfi Lilju gefur vonir um meiri íslensku hjá Disney Sylvía Hall skrifar 8. febrúar 2021 18:11 Lilja segist ætla þrýsta á að verkinu verði flýtt. Fleiri myndir verða aðgengilegar með íslenskri talsetningu og texta á streymisveitunni Disney+ eftir nokkra mánuði. Þetta kemur fram í svari Hans van Rijn, yfirmanns Disney á Norðurlöndunum, við erindi Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. Lilja sendi nýverið bréf til Bob Chapek, forstjóra Disney, þar sem hún hvatti fyrirtækið til þess að bjóða upp á íslenska talsetningu og texta á streymisveitu sinni Disney+. Sagði hún það vera óboðlegt að stórveldi eins og Disney nýtti ekki íslenskar talsetningar og þýðingar, það væri bæði mikilvægt fyrir sjálfsmynd þjóðarinnar og komandi kynslóðir. „Svarið frá Disney er vísbending um góðan vilja. Vinna er hafin við að koma íslenskum skjátextum og talsetningum í notkun á streymisveitunni Disney+, en betur má ef duga skal,“ skrifar Lilja. „Það stefnir í að efnið verði í boði með vorinu, en ég mun þrýsta á um að verkinu verði flýtt.“ Stórmyndir á leiðinni Disney+ varð aðgengileg hér á landi í september síðastliðnum og segir van Rijn fyrirtækið sífellt leita leiða til að laga sig að menningu hvers markaðar. „Það er því ánægjulegt að segja frá því að vinna er nú þegar hafin við að gera þetta að veruleika.“ Meðal fyrstu mynda sem verða aðgengilegar með íslenskri talsetningu eru Lion King, WALL-E og Toy Story myndirnar að sögn van Rijn. Þá eru Cars myndirnar, Frozen 2 og Coco einnig í undirbúningi. „Tæknileg vinna mun taka nokkra mánuði. Ég hlakka til að hafa samband aftur þegar ég get staðfest að myndirnar séu aðgengilegar á Disney+ svo íslenskar fjölskyldur geti notið þeirra.“ „Þið eigið þetta“ Leikarinn Jóhannes Haukur er á meðal þeirra sem hafa þrýst á Disney varðandi talsetningu efnis á Disney+. Hann vakti athygli á málinu á Twitter í lok janúar og hlaut ábendingin góðar undirtektir. Hey @disneyplus why would you sell subscriptions in a region (Iceland to be specific) without making the subtitles and audio for that region available? Why oh why? Iceland has dubbed Disney features and TV shows for decades. You own it, you have it. Please make it available.— Jóhannes Haukur (@johanneshaukur) January 30, 2021 „Hey Disney+, af hverju mynduð þið selja áskriftir án þess gera texta og talsetningu þess svæðis aðgengilega?“ spurði leikarinn á Twitter. Hátt í tvö þúsund manns líkuðu við færslu Jóhannesar, en hann benti í kjölfarið á að íslenska væri eitt elsta tungumál í heimi. Með því að gera talsetningarnar aðgengilegar væri hægt að viðhalda tungumálinu. Icelandic is one of the oldest languages in the world still spoken. Making your Icelandic audio available for the younger generations of Iceland will help preserve our language. Með fyrirfram þökk fyrir áheyrnina og von um skjót viðbrögð. #MakeIcelandicAvailableOnDisneyPlus— Jóhannes Haukur (@johanneshaukur) January 30, 2021 Disney Íslenska á tækniöld Bíó og sjónvarp Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Lilja sendi nýverið bréf til Bob Chapek, forstjóra Disney, þar sem hún hvatti fyrirtækið til þess að bjóða upp á íslenska talsetningu og texta á streymisveitu sinni Disney+. Sagði hún það vera óboðlegt að stórveldi eins og Disney nýtti ekki íslenskar talsetningar og þýðingar, það væri bæði mikilvægt fyrir sjálfsmynd þjóðarinnar og komandi kynslóðir. „Svarið frá Disney er vísbending um góðan vilja. Vinna er hafin við að koma íslenskum skjátextum og talsetningum í notkun á streymisveitunni Disney+, en betur má ef duga skal,“ skrifar Lilja. „Það stefnir í að efnið verði í boði með vorinu, en ég mun þrýsta á um að verkinu verði flýtt.“ Stórmyndir á leiðinni Disney+ varð aðgengileg hér á landi í september síðastliðnum og segir van Rijn fyrirtækið sífellt leita leiða til að laga sig að menningu hvers markaðar. „Það er því ánægjulegt að segja frá því að vinna er nú þegar hafin við að gera þetta að veruleika.“ Meðal fyrstu mynda sem verða aðgengilegar með íslenskri talsetningu eru Lion King, WALL-E og Toy Story myndirnar að sögn van Rijn. Þá eru Cars myndirnar, Frozen 2 og Coco einnig í undirbúningi. „Tæknileg vinna mun taka nokkra mánuði. Ég hlakka til að hafa samband aftur þegar ég get staðfest að myndirnar séu aðgengilegar á Disney+ svo íslenskar fjölskyldur geti notið þeirra.“ „Þið eigið þetta“ Leikarinn Jóhannes Haukur er á meðal þeirra sem hafa þrýst á Disney varðandi talsetningu efnis á Disney+. Hann vakti athygli á málinu á Twitter í lok janúar og hlaut ábendingin góðar undirtektir. Hey @disneyplus why would you sell subscriptions in a region (Iceland to be specific) without making the subtitles and audio for that region available? Why oh why? Iceland has dubbed Disney features and TV shows for decades. You own it, you have it. Please make it available.— Jóhannes Haukur (@johanneshaukur) January 30, 2021 „Hey Disney+, af hverju mynduð þið selja áskriftir án þess gera texta og talsetningu þess svæðis aðgengilega?“ spurði leikarinn á Twitter. Hátt í tvö þúsund manns líkuðu við færslu Jóhannesar, en hann benti í kjölfarið á að íslenska væri eitt elsta tungumál í heimi. Með því að gera talsetningarnar aðgengilegar væri hægt að viðhalda tungumálinu. Icelandic is one of the oldest languages in the world still spoken. Making your Icelandic audio available for the younger generations of Iceland will help preserve our language. Með fyrirfram þökk fyrir áheyrnina og von um skjót viðbrögð. #MakeIcelandicAvailableOnDisneyPlus— Jóhannes Haukur (@johanneshaukur) January 30, 2021
Disney Íslenska á tækniöld Bíó og sjónvarp Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira