„Vonin hefur dvínað“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 7. febrúar 2021 22:04 Umfangsmikil leit að fjallgöngumönnunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr í dag bar ekki árangur. Um þrír sólarhringar eru nú síðan þeir héldu í ferð sína á toppinn og fer vonin dvínandi að þeir finnist á lífi. Þetta er annar dagurinn í röð sem skipulögð leit fer fram að þeim félögum á vegum pakistanska hersins. Aðstæður til leitar eru erfiðar en aðeins tókst að fljúga þyrlum hersins í innan við átta þúsund metra hæð. Fjallið er 8.611 metra hátt. Það var á fimmtudagskvöldið sem þeir félagar héldu á stað í átt að toppnum en gert var ráð fyrir að það tæki þá fimmtán til sextán klukkustundir að ná toppnum. Um fimm leytið aðfaranótt föstudagsins lenti fjórði maðurinn sem var með í för Sajid Sapara í vanda og snéri við. Þegar hann sá þremenningana síðast voru þeir við flöskuháls í um 8.200 metra hæð eða um fjögur hundruð metra frá toppnum líkt og sjá má á þessari mynd. Síðan þá hefur ekkert heyrst í þeim. Græni hringurinn sýnir flöskuhálsinn þar sem John Snorri og félagar sáust síðast. Þeir áttu þá eftir um fjögur hundruð metra leið upp á toppinn.Mynd/Aðsend Aðstæður erfiðar og kalt í hlíðum fjallsins Juan Pablo Mohr, einn þremenninganna var í ferð sem fjallaferðaskrifstofan Seven Summit Treaks sá um skipulagningu á. Starfsfólk þar hefur tekið þátt í skipulaginu leitarinnar og leitinni sjálfri. „Við gerðum áætlun í dag og merktum inn á kort þá staði þar sem þeir gætu mögulega hafa hrapað eða týnst. Tvær þyrlur á vegum hersins leituðu á þessum stöðum,“ segir Thaneswar Guragai hjá Seven Summit Treaks Hann segir aðstæður erfiðar og kalt efst í hlíðum fjallsins. „ Nú er vetur og kuldinn er svo gífurlega mikill. Það er ekki óalgengt að hann fari niður í mínus 75 gráður þegar vindkælingin bætist við. Þá mælist 50 stiga frost og mínus 75 stig með vindkælingarstuðli.“ Leit var að mestu lokið á fjórða tímanum að íslenskum tíma í dag þar til birtir á ný. Þá stendur til að fljúga þyrlum hersins aftur yfir svæðið. „Vonin hefur dvínað. Samkvæmt upplýsingum sem ég hef frá grunnbúðum þá eru aðstæður mjög svo erfiðar. Þetta er K2 og það er vetur,“ segir Thaneswar Guragai. Pakistan Íslendingar erlendis Fjallamennska John Snorri á K2 Tengdar fréttir Sajid Sadpara er vonlítill um að faðir hans og samferðamenn finnist á lífi Sajid Sadpara, sem var með John Snorra á K2 en þurfti að snúa við vegna bilaðs súrefniskútar, segist vonlítill um að Ali faðir hans og samferðamenn finnist á lífi. 7. febrúar 2021 17:55 Myndir frá leitinni: Víðtæk leit hefur enn engan árangur borið Víðtæk leit að fjallgöngumönnunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr á fjallinu K2 hefur enn engan árangur borið. Stefnt er að því að leita af fullum þunga í dag alveg þar til dimmir. 7. febrúar 2021 12:28 „Til að takast hið ómögulega verður maður að reyna hið fáránlega“ Þessi orð eru höfð eftir spænska rithöfundinum Miguel de Cervantes sem var uppi á 16. og 17. öld. Þessi orð valdi John Snorri Sigurjónsson fjallagarpur og birtir á veglegri heimasíðu sinni, johnsnorri.com. 7. febrúar 2021 07:13 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
Þetta er annar dagurinn í röð sem skipulögð leit fer fram að þeim félögum á vegum pakistanska hersins. Aðstæður til leitar eru erfiðar en aðeins tókst að fljúga þyrlum hersins í innan við átta þúsund metra hæð. Fjallið er 8.611 metra hátt. Það var á fimmtudagskvöldið sem þeir félagar héldu á stað í átt að toppnum en gert var ráð fyrir að það tæki þá fimmtán til sextán klukkustundir að ná toppnum. Um fimm leytið aðfaranótt föstudagsins lenti fjórði maðurinn sem var með í för Sajid Sapara í vanda og snéri við. Þegar hann sá þremenningana síðast voru þeir við flöskuháls í um 8.200 metra hæð eða um fjögur hundruð metra frá toppnum líkt og sjá má á þessari mynd. Síðan þá hefur ekkert heyrst í þeim. Græni hringurinn sýnir flöskuhálsinn þar sem John Snorri og félagar sáust síðast. Þeir áttu þá eftir um fjögur hundruð metra leið upp á toppinn.Mynd/Aðsend Aðstæður erfiðar og kalt í hlíðum fjallsins Juan Pablo Mohr, einn þremenninganna var í ferð sem fjallaferðaskrifstofan Seven Summit Treaks sá um skipulagningu á. Starfsfólk þar hefur tekið þátt í skipulaginu leitarinnar og leitinni sjálfri. „Við gerðum áætlun í dag og merktum inn á kort þá staði þar sem þeir gætu mögulega hafa hrapað eða týnst. Tvær þyrlur á vegum hersins leituðu á þessum stöðum,“ segir Thaneswar Guragai hjá Seven Summit Treaks Hann segir aðstæður erfiðar og kalt efst í hlíðum fjallsins. „ Nú er vetur og kuldinn er svo gífurlega mikill. Það er ekki óalgengt að hann fari niður í mínus 75 gráður þegar vindkælingin bætist við. Þá mælist 50 stiga frost og mínus 75 stig með vindkælingarstuðli.“ Leit var að mestu lokið á fjórða tímanum að íslenskum tíma í dag þar til birtir á ný. Þá stendur til að fljúga þyrlum hersins aftur yfir svæðið. „Vonin hefur dvínað. Samkvæmt upplýsingum sem ég hef frá grunnbúðum þá eru aðstæður mjög svo erfiðar. Þetta er K2 og það er vetur,“ segir Thaneswar Guragai.
Pakistan Íslendingar erlendis Fjallamennska John Snorri á K2 Tengdar fréttir Sajid Sadpara er vonlítill um að faðir hans og samferðamenn finnist á lífi Sajid Sadpara, sem var með John Snorra á K2 en þurfti að snúa við vegna bilaðs súrefniskútar, segist vonlítill um að Ali faðir hans og samferðamenn finnist á lífi. 7. febrúar 2021 17:55 Myndir frá leitinni: Víðtæk leit hefur enn engan árangur borið Víðtæk leit að fjallgöngumönnunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr á fjallinu K2 hefur enn engan árangur borið. Stefnt er að því að leita af fullum þunga í dag alveg þar til dimmir. 7. febrúar 2021 12:28 „Til að takast hið ómögulega verður maður að reyna hið fáránlega“ Þessi orð eru höfð eftir spænska rithöfundinum Miguel de Cervantes sem var uppi á 16. og 17. öld. Þessi orð valdi John Snorri Sigurjónsson fjallagarpur og birtir á veglegri heimasíðu sinni, johnsnorri.com. 7. febrúar 2021 07:13 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
Sajid Sadpara er vonlítill um að faðir hans og samferðamenn finnist á lífi Sajid Sadpara, sem var með John Snorra á K2 en þurfti að snúa við vegna bilaðs súrefniskútar, segist vonlítill um að Ali faðir hans og samferðamenn finnist á lífi. 7. febrúar 2021 17:55
Myndir frá leitinni: Víðtæk leit hefur enn engan árangur borið Víðtæk leit að fjallgöngumönnunum John Snorra Sigurjónssyni, Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr á fjallinu K2 hefur enn engan árangur borið. Stefnt er að því að leita af fullum þunga í dag alveg þar til dimmir. 7. febrúar 2021 12:28
„Til að takast hið ómögulega verður maður að reyna hið fáránlega“ Þessi orð eru höfð eftir spænska rithöfundinum Miguel de Cervantes sem var uppi á 16. og 17. öld. Þessi orð valdi John Snorri Sigurjónsson fjallagarpur og birtir á veglegri heimasíðu sinni, johnsnorri.com. 7. febrúar 2021 07:13