Seiðmaðurinn fær lífrænan mat í fangelsi Samúel Karl Ólason skrifar 4. febrúar 2021 11:43 Jacob Chansley, sem gengur einnig undir nafninu Jake Angeli og er kallaður Qanon seiðmaðurinn, á öngum þinhúss Bandaríkjanna. EPA/JIM LO SCALZO Jacob Chansley, sem gengur undir nafninu Qanon seiðmaðurinn, má fá lífrænt ræktaðan mat í fangelsi, eins og hann hefur farið fram á. Það var niðurstaða alríkisdómara eftir að lögmaður Chansley sagði hann þarfnast þess vegna heilsu hans og trúar. Chansley, gengur einnig undir nafninu Jake Angeli, var einn þeirra sem braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar og þótti hann einkar áberandi. Sérstaklega vegna klæðaburðar hans og framkomu og var hann meðal þeirra fyrstu sem voru handteknir vegna árásarinnar. Sjá einnig: Öfgamenn áberandi í árásinni á þinghúsið Skömmu eftir að hann var handtekinn og vistaður í fangaklefa krafðist Chansley þess að hann fengi lífrænt ræktaðan mat sem innihéldi ekki ónáttúrleg efni. Því var hafnað. Lögmaður hans fór svo fram á það fyrir dómstólum og sagði að vegna trúar hans sem seiðmaður myndi það að borða mat sem er ekki lífrænt ræktaður og innihéldi áðurnefnd efni, valda honum líkamlegum skaða. Lögmaðurinn sagði einnig að Chansley hefði lést mjög í haldi og heilsa hans versnað, samkvæmt frétt Politico. Hann sagði sömuleiðis að Chansley hefði ekkert borðað frá 25. janúar. „Ég er tilbúinn til að biðja í gegnum sársaukann og gera mitt besta til að kvarta ekki,“ skrifaði Chansley sjálfur í kröfuna. Hann sagðist nokkrum sinnum hafa neytt matar annars en andlegrar fæðu sinnar og það hafi kostað hann. Sem andlegur maður væri hann til búinn til að þjást fyrir trú sína og sannfæringu. Lögmaður fangelisyfirvalda í Washington DC sagði alfarið rangt að Chansley hefði ekkert borðað síðan 25. janúar. Chansley vill vera sleppt úr fangelsi og segja lögmenn hans að hann hafi ekki verið virkur þátttakandi í nokkurs konar uppreisn, eins og talið er mögulegt að þátttakendur í árásinni gætu verið ákærðir fyrir. Þá saka lögmenn hans Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, um að bera ábyrgð á árásinni með því að hvetja stuðningsmenn sína áfram á fjöldafundi við Hvíta húsið skömmu áður. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Maður talinn af eftir jarðfall Erlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Fleiri fréttir Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Sjá meira
Chansley, gengur einnig undir nafninu Jake Angeli, var einn þeirra sem braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar og þótti hann einkar áberandi. Sérstaklega vegna klæðaburðar hans og framkomu og var hann meðal þeirra fyrstu sem voru handteknir vegna árásarinnar. Sjá einnig: Öfgamenn áberandi í árásinni á þinghúsið Skömmu eftir að hann var handtekinn og vistaður í fangaklefa krafðist Chansley þess að hann fengi lífrænt ræktaðan mat sem innihéldi ekki ónáttúrleg efni. Því var hafnað. Lögmaður hans fór svo fram á það fyrir dómstólum og sagði að vegna trúar hans sem seiðmaður myndi það að borða mat sem er ekki lífrænt ræktaður og innihéldi áðurnefnd efni, valda honum líkamlegum skaða. Lögmaðurinn sagði einnig að Chansley hefði lést mjög í haldi og heilsa hans versnað, samkvæmt frétt Politico. Hann sagði sömuleiðis að Chansley hefði ekkert borðað frá 25. janúar. „Ég er tilbúinn til að biðja í gegnum sársaukann og gera mitt besta til að kvarta ekki,“ skrifaði Chansley sjálfur í kröfuna. Hann sagðist nokkrum sinnum hafa neytt matar annars en andlegrar fæðu sinnar og það hafi kostað hann. Sem andlegur maður væri hann til búinn til að þjást fyrir trú sína og sannfæringu. Lögmaður fangelisyfirvalda í Washington DC sagði alfarið rangt að Chansley hefði ekkert borðað síðan 25. janúar. Chansley vill vera sleppt úr fangelsi og segja lögmenn hans að hann hafi ekki verið virkur þátttakandi í nokkurs konar uppreisn, eins og talið er mögulegt að þátttakendur í árásinni gætu verið ákærðir fyrir. Þá saka lögmenn hans Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, um að bera ábyrgð á árásinni með því að hvetja stuðningsmenn sína áfram á fjöldafundi við Hvíta húsið skömmu áður.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Maður talinn af eftir jarðfall Erlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Fleiri fréttir Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Sjá meira